Færslur: Siumut

Enoksen hættir formennsku
Hans Enoksen, einn stofnenda grænlenska stjórnmálaflokksins Naleraq og formaður hans frá upphafi, hefur látið af formennsku í flokknum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem flokkurinn sendi frá sér á í byrjun vikunnar. Eftirmaður hans verður valinn á aukaaðalfundi flokksins á laugardag.
23.06.2022 - 05:54
Bólusetningar þykja ganga fullhægt á Grænlandi
Fulltrúar þriggja grænlenskra stjórnmálaflokka gagnrýna hægagang í bólusetningum í landinu. Sömuleiðis vilja þeir að landsmenn hafi um fleiri bóluefni að velja en nú standa þeim aðeins efni Pfizer og Moderna til boða.
Grænlendingar kjósa til sveitarstjórna og þings
Grænlendingar kjósa í dag bæði til sveitarstjórna og þings. Athyglin í kosningabaráttunni hefur beinst meira að þingkosningunum en samkvæmt skoðanakönnun sem birt var fyrir helgi vinnur stjórnarandstaðan verulega á.
06.04.2021 - 15:36
Metfjöldi utankjörfundaratkvæða á Grænlandi
Í Nuuk, höfuðstað Grænlands og sveitarfélaginu Sermersooq, sem Nuuk tilheyrir, hafa rúmlega tvöfalt fleiri greitt atkvæði utan kjörfundar fyrir þing- og sveitarstjórnarkosningarnar á þriðjudag en áður hefur þekkst. Yfirvöld í Sermersooq höfðu þó vonast eftir enn fleiri utankjörfundaratkvæðum.
05.04.2021 - 04:54
Stjórnarandstöðunni spáð sigri á Grænlandi
Helsta stjórnarandstöðuflokknum á Grænlandi er spáð verulegri fylgisaukningu í könnun sem birt var í kvöld í dagblaðinu Sermitsiaq. Grænlendingar kjósa bæði til sveitastjórna og þings á þriðjudaginn.
02.04.2021 - 21:48
Kielsen ætlar enn á þing fyrir Siumut
Kim Kielsen, fráfarandi leiðtogi grænlensku landsstjórnarinnar og fyrrverandi formaður Siumut-flokksins, er hvergi nærri hættur í stjórnmálum þótt meirihluti flokkssystkina hans hafi hafnað honum sem formanni fyrir skemmstu. Hann segist í samtali við grænlenska blaðið Sermitsiaq ætla að bjóða sig fram fyrir Siumut í þingkosningunum í apríl.
20.02.2021 - 07:39
Vilja nýjar kosningar á Grænlandi
Meirihluti þingmanna á grænlenska landsþinginu vill að efnt verði til kosninga, meira en ári áður en kjörtímabilinu lýkur. Tillaga þessa efnis verður lögð fyrir þingið sem kemur saman á morgun eftir hlé. Stjórn Kims Kielsens missti meirihluta sinn í síðustu viku. Kielsen missti formannsembættið í flokki sínum Siumut í nóvember. Nýjum leiðtoga, Erik Jensen, hefur ekki tekist að mynda nýja meirihlutastjórn.
15.02.2021 - 18:20
Erik Jensen nýr formaður Siumut á Grænlandi
Kim Kielsen, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, tapaði í gærkvöld í formannskjöri í flokki sínum Siumut. Erik Jensen, þingmaður Siumut á grænlenska landsþinginu, bar sigurorð af Kielsen í kosningum á landsþingi í Nuuk.  Kim Kielsen hafði verið formaður Siumut frá því 2014 og formaður landsstjórnarinnar frá sama tíma. Arftaki Kielsens, Erik Jensen, er 45 ára hagfræðingur og hefur setið á grænlenska þinginu frá því 2018.
30.11.2020 - 12:38
Erik Jensen felldi Kim Kielsen í formannskjöri Siumut
Erik Jensen, þingmaður Siumut á grænlenska landsþinginu var í kvöld kjörinn formaður flokksins. Siumut fer með stjórnarforystu á Grænlandi. Jensen bar sigurorð af Kim Kielsen, sem verið hefur formaður jafnaðarmannaflokksins Siumut frá því 2014. Kielsen er formaður landsstjórnar Grænlands og ósigur hans í kvöld kom nokkuð á óvart.
29.11.2020 - 21:22
Kielsen í hörðum formannsslag
Formannskosning er í grænlenska stjórnarflokknum Siumut á landsþingi í Nuuk í dag. Ólga og spenna er í flokknum og margir óánægðir með Kim Kielsen, formann. Vivian Motzfeldt, forseti landsþingsins, Inatsisartut, og Erik Jensen, þingmaður Siumut, bjóða sig fram gegn Kim Kielsen, sem hefur verið formaður flokksins síðastliðin sex ár. 
29.11.2020 - 12:55
Kielsen heldur áfram sem formaður Siumut
Kim Kielsen heldur áfram sem leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins Siumut á Grænlandi og formaður landsstjórnarinnar. Sex þingmenn flokksins og einn ráðherra lýstu fyrr í mánuðinum yfir vantrausti á hann og kröfðust afsagnar. Málinu var vísað til deilda Siumut-flokksins.
26.08.2019 - 20:47
Krefjast þess að Kim Kielsen segi af sér
Sex af tíu þingmönnum stjórnarflokksins Siumut á Grænlandi hafa lýst vantrausti á Kim Kielsen formann landsstjórnarinnar og krefjast afsagnar hans. Þingmennirnir sex og einn ráðherra Siumut segja í yfirlýsingu sem birt var seint í gærkvöld að Kim Kielsen hafi vanvirt þingið og kjósendur. Hann hafi tekið ýmsar ákvarðanir sem gangi þvert á stefnu flokksins og neitað að hitta flokksmenn til að ræða óánægju í flokknum.
13.08.2019 - 16:08
Fréttaskýring
Ný stjórn á Grænlandi leggur áherslu á menntun
Ný ríkisstjórn á Grænlandi leggur mikla áherslu á úrbætur í menntamálum. Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis og forseti Vestnorræna ráðsins, segir að nýju stjórninni fylgi grundvallarbreyting varðandi afstöðu til viðskipta, hún vilji horfa til fleiri landa en Danmerkur í þeim efnum. 
07.06.2018 - 11:53
Ný stjórn mynduð á Grænlandi
Kim Kielsen, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, kynnti í dag að samkomulag hefði tekist um myndun nýrrar samsteypustjórnar.  Kielsen, sem er leiðtogi jafnaðarmannaflokksins Siumut, verður áfram landsstjórnarformaður, en hefur valið að stjórna með mið- og hægriflokkunum Partii Naleraq, Atassut og Nunatta Qitornai. Partii Naleraq var í gömlu stjórninni, en sósíalistaflokkurinn Inuit Ataqatigiit (IA) hverfur úr stjórninni. 
04.05.2018 - 18:08
Kosningar boðaðar á Grænlandi
Kim Kielsen, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, tilkynnti í kvöld að hann ætlaði að boða til nýrra þingkosninga í apríl, hálfu ári áður en kjörtímabilinu lýkur. 
05.03.2018 - 21:24
Stjórnarskrá Grænlands í undirbúningi
Innan þriggja ára á frumvarp að stjórnarskrá sjálfstæðs Grænlands að vera tilbúin. Grænlendingar eiga síðan að greiða atkvæði um hana í þjóðaratkvæðagreiðslu. Vivian Motzfeldt, formaður stjórnarskrárnefndarinnar, segir alls óvíst hvenær sú atkvæðagreiðsla fari fram.
04.08.2017 - 19:50