Færslur: sinueldur

Myndskeið
Sinueldur í Hafnarfirði
Eldur kviknaði í hrauni í Hafnarfirði á þriðja tímanum í dag, rétt við Slökkvistöðina við Skútahraun. Mikinn reykjarmökk leggur frá eldinum. Varðstjóri segist telja að slökkviliðið hafi stjórn á aðstæðum og að eldurinn hafi haldist ofan í gjótum. „Við reynum að halda því þannig,“ segir hann. Þó sé erfitt að ráða við logandi mosa.
Myndskeið
Svona áttu að koma í veg fyrir gróðurelda
Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í sumarbústaði á Suður- og Vesturlandi í dag. Slökkvilið þar eru í viðbragðsstöðu því hætt er við gróðureldum. Brunavarnir Árnessýslu æfðu rétt viðbrögð í dag. Mikill eldsmatur er víða þar sem gróður er skraufþurr. Slökkviliðsmenn sýndu fréttastofu hvernig unnt er að forðast það að eldur kvikni þegar kveikt er upp í grilli.
Þakka snarræði vegfaranda að ekki fór illa
Tveir gróðureldar kviknuðu á svæði Brunavarna Árnessýslu í dag, en fyrri átti upptök sín við trjálund austan við Þrastarlund um klukkan tíu í morgun. Þakka megi skjótum viðbrögðum vegfaranda að ekki fór verr að sögn Péturs Péturssonar slökkviliðsstjóra.
„Þetta er náttúrulega bara skelfilegt“
„Þetta er náttúrulega bara skelfilegt en því miður er þetta eitthvað sem við höfum búist við því það er búið að vera svo þurrt í vetur og sérstaklega í vor og allur gróður skraufþurr,“ segir Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands.
04.05.2021 - 18:47
Þyrla LHG við slökkvistarf í Búrfellsgjá
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út til slökkvistarfs við Búrfellsgjá í grennd við Heiðmörk í kvöld en þar kviknaði í sinu á sjöunda tímanum.
02.05.2021 - 21:31
Myndskeið
Ruslabrennur ekki góð hugmynd
Um tuttugu slökkviliðsmenn Brunavarna Austurlands voru kallaðir að Vífilsstöðum í Hróarstungu á Héraði á ellefta tímanum í gærkvöld vegna sinuelds, sem jafnframt barst í skóg sem þar er ræktaður og bílflök.
16.04.2021 - 17:31
Myndskeið
Sinueldur slökktur við Korpúlfsstaði
Opnað hefur verið fyrir umferð um Korpúlfsstaði og Bakkastaði að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Götunum var lokað meðan Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins glímdi við sinueld við Korpúlfsstaði, sem nú hefur verið slökktur.
Mikill sinueldur við Korpúlfsstaði
Korpúlfstaðavegur er nú lokaður við Korpúlfstaði og Bakkastaði, vegna mikils sinuelds sem logar suðaustan við Staðahverfi. Útkall barst Slökkvliði höfuðborgarsvæðisins laust fyrir klukkan átta í morgun.