Færslur: Sinubruni í Heiðmörk

Æskilegt að sumarbústaðahverfi sameinist í klöppukaupum
Almannavarnir lýstu í gær yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum á svæðinu frá Eyjafjöllum í suðri að sunnanverðu Snæfellsnesi í vestri. Nú þegar sumarbústaðaferðir og sumarfrí nálgast er mikilvægt að hafa þessa hættu á bak við eyrað.
07.05.2021 - 08:10
Eldurinn fór yfir 61 hektara svæði í Heiðmörk
Samkvæmt nýjum mælingum sem Skógræktarfélags Reykjavíkur fór eldurinn í Heiðmörk í fyrradag yfir um 61 hektara lands, eða 0,61 ferkílómetra. Heiðmörk öll er um 3.200 hektarar.
06.05.2021 - 13:38
Viðtal
Of algengt að fólk sé með einnota grill í Heiðmörk
Sævar Hreiðarsson, skógarvörður í Heiðmörk, segir að skógarverðir hafi verið á ferðinni rétt áður en eldurinn braust út. Eldurinn hafi breitt hratt úr sér yfir um fimm hektara svæði.
05.05.2021 - 07:36
Slökkvistarfi í Heiðmörk lokið
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið störfum í Heiðmörk. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins fóru síðustu menn af svæðinu á fjórða tímanum, eftir að hafa verið fullvissir um að allt væri í lagi.
Slökkviliðið nýtur aðstoðar dróna í nótt
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur ráðið niðurlögum sinueldsins í Heiðmörk að langmestu leyti að sögn varðstjóra slökkviliðsins. Á næstunni verður að öllum líkindum dregið úr fjölda þeirra sem eru þar að störfum, en einhver hópur fylgist með gangi mála á vettvangi í nótt.
Myndskeið
Slökkviliðið berst enn við gróðurelda í Heiðmörk
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, björgunarsveitir og lögregla keppast enn við að ráða niðurlögum gróðurelda í Heiðmörk. Slökkvistörf hafa nú staðið yfir í um sex klukkustundir og um tveir ferkílómetrar eru undir. Erfitt hefur reynst að koma slökkvibúnaði að eldinum og varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að þrátt fyrir að tekist hafi að halda útbreiðslunni í skefjum sé enn heilmikil vinna fram undan.
„Þetta er náttúrulega bara skelfilegt“
„Þetta er náttúrulega bara skelfilegt en því miður er þetta eitthvað sem við höfum búist við því það er búið að vera svo þurrt í vetur og sérstaklega í vor og allur gróður skraufþurr,“ segir Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands.
04.05.2021 - 18:47
Myndskeið
„Það er ennþá heilmikil vinna eftir“
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins telur sig hafa náð tökum á sinueldi sem kviknaði í Heiðmörk á fjórða tímanum í dag. Varðstjóri segir þó að enn sé heilmikil vinna eftir við að slökkva eldinn, en um þrjátíu slökkviliðsmenn, tíu björgunarsveitarmenn, nokkrir lögreglumenn og þyrla Landhelgisgæslunnar koma að slökkvistörfum. Myndskeiðið sem fylgir fréttinni er tekið af Ívari Gunnarssyni.
04.05.2021 - 17:53
Myndskeið
Þyrla Landhelgisgæslunnar hellir vatni á sinubrunann
Þyrla Landhelgisgæslunnar dælir nú vatni yfir svæðið sem brennur í Heiðmörk. „Það gengur rólega og logar glatt. Við teljum samt að við séum búin að ná utan um þetta, í augnablikinu allavega. En þetta er hvikult svo maður veit ekki hvað gerist. Það er að minnsta kosti mikil vinna eftir,“ segir varðstjóri hjá Slökkviliðinu í samtali við fréttastofu. 
04.05.2021 - 17:28