Færslur: Sinubruni

Áfram bannað að grilla
Viðbúnaðarstig almannavarna vegna gróðurelda hefur verið lækkað úr hættustigi niður á óvissustig á Reykjanesi eftir þó nokkra úrkomu. Viðbúnaðarstig hefur hins vegar verið hækkað úr óvissustigi yfir á hættustig á Norðurlandi vestra.
14.05.2021 - 15:46
Miklu meiri eldsmatur en áður og hættan vaxandi
Slökkvilið á Suður- og Vesturlandi hafa síðustu daga farið í að minnsta kosti 35 útköll vegna gróðurelda, fleiri elda en ratað hafa á gróðureldalista Náttúrustofnunar Íslands frá árinu 2006. Loftslagssérfræðingur segir þurrkana undanfarið ekki óeðlilega, en að afleiðingarnar geti verið alvarlegri en áður. Bregðast þurfi við nýjum veruleika.
12.05.2021 - 12:39
Myndskeið
Hætta vegna þurrka: „Setjum meiri styrk í viðbragðið“
Það var heilmikið eldhaf skammt frá Hvaleyrarvatni á þriðja tímanum í dag þegar slökkviliðið bar þar að. Þetta segir Guðmundur Karl Halldórsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Vel gekk að slökkva gróðureldinn: „Það gerði gæfumuninn hvað var lítill vindur. Það hafði allt að segja,“ segir hann. 
Gróður logar á Laugarnestanga
Eldur kviknaði í gróðri við Klettagarða á Laugarnestanga í Reykjavík á áttunda tímanum í kvöld, fjórði gróðureldurinn á sunnan- og vestanverðu landinu það sem af er þessum degi. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur sent tvo bíla á staðinn og varðstjóri telur að um 500 fermetra svæði logi.
11.05.2021 - 19:33
Myndskeið
„Aðstæður geta orðið mjög slæmar mjög hratt“
Slökkviliðið í þremur umdæmum var kallað út í dag til að slökkva gróðurelda. Ekkert tjón varð á mannvirkjum og vel tókst að slökkva alla eldana. Almannavarnir lýstu yfir hættuástandi vegna gróðurelda í dag og það er í fyrsta sinn sem það er gert.
11.05.2021 - 19:26
„Mjög sárt að sjá þetta gerast enn og aftur“
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur náð tökum á gróðureldum í Hafnarfirði, um það bil kílómetra sunnan við Hvaleyrarvatn. Um það bil hektari brann, gróinn fjölbreyttu skóglendi. Steinar Björgvinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, segir mjög sárt að horfa upp á eyðilegginguna.
11.05.2021 - 16:25
Eldur logar í gróðri sunnan við Hvaleyrarvatn
Eldur kviknaði í gróðri í Hafnarfirði á þriðja tímanum í dag, um það bil kílómetra sunnan við Hvaleyrarvatn. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er komið á staðinn og enn er óljóst hversu mikill eldur logar. Þónokkurn reyk leggur frá svæðinu eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni.
11.05.2021 - 15:36
Grafalvarleg staða vegna þurrka
„Nú þurfa allir að taka saman höndum og passa umhverfið og huga að því, alls staðar í náttúrunni, hvað má gera og hvað má ekki gera,“ sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, í viðtali í Síðdegisútvarpinu á Rás 2.
Úrkoma á fimmtudag hrekkur skammt til að eyða eldhættu
Enn er í gildi óvissustig almannavarna vegna hættu á gróðureldum á Suðurlandi og Vesturlandi. Lítið sem ekkert hefur rignt síðustu daga og nær engin úrkoma er í veðurkortunum fyrr en á fimmtudag. Óvissustigið á við allt frá Eyjafjöllum að sunnanverðu Snæfellsnesi. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í fimm útköll í gær vegna gróðurelda. Annars staðar á sunnan- og vestanverðu landinu voru engin útköll en einhver afskipti þurfti að hafa af fólki.
10.05.2021 - 12:35
Myndskeið
Svona áttu að koma í veg fyrir gróðurelda
Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í sumarbústaði á Suður- og Vesturlandi í dag. Slökkvilið þar eru í viðbragðsstöðu því hætt er við gróðureldum. Brunavarnir Árnessýslu æfðu rétt viðbrögð í dag. Mikill eldsmatur er víða þar sem gróður er skraufþurr. Slökkviliðsmenn sýndu fréttastofu hvernig unnt er að forðast það að eldur kvikni þegar kveikt er upp í grilli.
Sinubruni í Grafarvogi
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins glímdi nú síðdegis við sinueld sem kviknaði við Korpúlfsstaðaveg í Grafarvogi í Reykjavík dag. Töluverðan reyk lagði frá svæðinu.
Myndskeið
„Það er ennþá heilmikil vinna eftir“
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins telur sig hafa náð tökum á sinueldi sem kviknaði í Heiðmörk á fjórða tímanum í dag. Varðstjóri segir þó að enn sé heilmikil vinna eftir við að slökkva eldinn, en um þrjátíu slökkviliðsmenn, tíu björgunarsveitarmenn, nokkrir lögreglumenn og þyrla Landhelgisgæslunnar koma að slökkvistörfum. Myndskeiðið sem fylgir fréttinni er tekið af Ívari Gunnarssyni.
04.05.2021 - 17:53
Sinubruni ofan Svalbarðseyrar
Sinueldur kviknaði við Breiðaból í Svalbarðsstrandarhreppi, austan Akureyrar, laust fyrir hádegi í morgun. Eldurinn var alveg við Þjóðveg 1 og töluverðan reyk lagði frá hönum.
08.05.2018 - 12:01
Bruni við bæjardyr slökkviliðsins
Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu slökkti fljótt og örugglega sinueld á Selfossi um helgina. Eldurinn var í um 200 metra fjarlægð frá slökkvistöðinni og slökkviliðsmenn voru að vonum fljótir á vettvang. Starfssvæði Brunavarna Árnessýslu er mjög víðfeðmt og því oftast lengra að fara. Slökkviliðsmenn minna á að gróður sé nú alls staðar mjög þurr og því þurfi að fara mjög varlega með eld.
10.05.2016 - 15:45