Færslur: Sinfóníuhljómsveit Norðurlands

Menningin
Nýfægð perla ratar aftur á hvíta tjaldið
Stórmyndin Saga Borgarættarinnar, sem varð hundrað ára í fyrra, verður frumsýnd í bættum myndgæðum og með glænýrri tónlist á þremur stöðum á landinu á sunnudag.
Kvikmyndarisar taka upp á Akureyri
Þrír bandarískir risar í kvikmyndaiðnaði hafa fengið Sinfóníuhljómsveit Norðurlands til að spila tónlist við bíómyndir sínar. Upptökur standa nú yfir í Hofi á stærsta verkefni hljómsveitarinnar til þessa. 
Segir skiptingu fjár til menningarmála ósanngjarna
Formaður stjórnar Akureyrarstofu, sem fer með menningarmál bæjarins, er ósátt við framlag ríkisins til menningarmála í sveitarfélaginu. Bærinn fær fimm prósent af þeirri fjárhæð sem ríkið ver til menningarmála á höfuðborgarsvæðinu. Endurnýjaður menningarsamningur verður að líkindum undirritaður á næstu dögum.
Viðtal
„Búið að vera ævintýri líkast“
„Það eru bara tvær sinfóníuhljómsveitir á Íslandi, og maður missir ekki af því tækifæri að taka þátt í uppbyggingarstarfi eins og þetta er,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Hljómsveitin vill takast á við óvissutímann með upptökum og útgáfu á fyrstu plötum sveitarinnar.
Myndskeið
Litlar hljómsveitir með stórt hjarta
„Okkur langar til að sýna umheiminum og frændum okkar hvað við erum að gera,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands – SinfoNord – sem hélt Íslandsskotna tónleika með Sinfóníuhljómsveit Færeyja í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn á laugardag. Færeyjaheimsóknin var upphafið að stórhuga áætlunum SinfoNord sem teygja sig alla leið til Singapore.
Kvikmyndatónlist nýr atvinnuvegur á Akureyri
Sextíu manna hljómsveit tók þátt í upptökum fyrir teiknimyndina Lói - þú flýgur aldrei einn á Akureyri um helgina. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefur tekið í notkun nýja fullkomna upptökuaðstöðu, sem er ætlað að laða að erlenda kvikmyndaframleiðendur.
Hentar að vera kamelljón í tónlist
Atli Örvarsson óttaðist að það gæti gert út af við feril sinn sem kvikmyndatónskáld þegar hann flutti frá Hollywood til Akureyrar fyrir nokkrum árum. Hann hefur hins vegar aldrei haft meira að gera en nú og er meðal annars að ljúka við að tónsetja Hollywood-mynd með Ryan Reynolds og Samuel Jackson í aðalhlutverkum. Í dag verða haldnir tónleikar í Hofi á Akureyri með tónlist Atla.