Færslur: Sinfóníuhljómsveit Íslands

Á leið í tónleikasal
Tónleikagestir munu allir fá stefið á heilann
Franskur básúnukonsert, hátíðarforleikur og ein af öndvegis sinfóníum tónlistarsögunnar prýða efnisskrá opnunartónleika nýs tónleikaárs hjá Sinfóníuhlljómsveit Ísland í kvöld. Bein útsending á Rás 1 hefst kl. 19:30 en hálftíma fyrir tónleikana verður hlustendum veitt innsýn í efnisskránna í þættinum Á leið í tónleikasal, sem líka má hlusta á hér að ofan.
Sinfó hljóðritar verk Jóhanns fyrir Deutsche Grammophon
Sinfóníuhljómsveit Íslands hljóðritar tónlist eftir Jóhann Jóhannsson fyrir hina virtu útgáfu Deutsche Grammophon.
Víðsjá
Gúmmíhanskar, gos og stóru leikslokin
Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í gærkvöld var frumfluttur glænýr fiðlukonsert eftir Þuríði Jónsdóttur, sem er meðal annars innblásinn af eldgosinu á Reykjanesi.
Kosning
Hvert er eftirlætis íslenska leikhúslagið þitt?
Sinfóníuhljómsveit Íslands, RÚV og Þjóðleikhúsið blása til leikhúsveislu í Klassíkinni okkar.
Myndskeið
„Þorðum ekki að vona að við gætum fyllt húsið“
Það er ekki oft sem við segjum frá tíu ára afmælum. En í dag, á alþjóðlega Stjörnustríðsdeginum, er einmitt áratugur frá þessum merkisatburði: Flutningi Sinfóníuhjómsveitar Íslands úr Háskólabíói í Eldborgarsal Hörpu. „Við þorðum ekki að vona að við gætum fyllt húsið en svo bara mættu Íslendingar á tónleika alveg frá byrjun,“ segir Joseph Ognibene, hornleikari. „Við höfum ekki átt í neinum vandræðum með að fylla þetta hús.“
Myndskeið
Tíu ár frá opnunartónleikum Sinfóníunnar í Hörpu
Þann 4. maí eru liðin 10 ár frá því Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt opnunartónleika í Hörpu undir stjórn Vladimirs Ashkenazy heiðursstjórnanda hljómsveitarinnar. Tónleikarnir voru söguleg stund í íslensku tónlistarlífi.
Myndskeið
Sérstakt að spila við bólusetningu
Um sex þúsund manns fengu fyrstu sprautu af bóluefni frá Pfizer í dag. Í Laugardalshöll fékk fólk að hlýða á strengjaleik.
Sinfóníutónleikar
Býr til sögur og persónur í huganum fyrir flutninginn
„Þetta verk var samið 1902 sem prófverk fyrir nemendur í Tónlistarháskólanum í París,“ segir Emilía Rós Sigfúsdóttir flautuleikari um verkið Concertino eftir franska kventónskáldið Cécile Chaminade. „Það þýðir alls ekki að þetta verk sé eitthvað auðvelt, þvert á móti. Nemendum var ætlað að sýna bæði leikandi tækni og mikla tónfegurð í þeim.“ Emilía leikur verkið á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöld. Sagt var frá höfundi verksins, Cécile Chaminade, í Víðsjá á Rás 1.
Viðtal
Engin sérstök pressa að vera hetjutenór
„Wagner er minn maður. Hann hefur verið mér mjög góður í gegnum tíðina,“ segir ástralski tenórsöngvarinn Stuart Skelton sem syngur með Sinfóníuhljómsveit Íslands í kvöld eftir nokkurra ára hlé. Þessi heimsþekkti söngvari heillaði íslenska tónlistarunnendur árið 2015 með söng sínum í tónleikauppfærslu á óperunni Peter Grimes eftir Britten í Hörpu, en nú er komið að einhverri fallegustu tónlist sem Richard Wagner samdi. 
Jólatónleikar
Slagverksdeildin er best í að koma fólki í jólaskap
Trúðurinn Barbara er Sinfóníuhljómsveit Íslands til halds og trausts á jólatónleikum sem eru á dagskrá á RÚV í dag. Fátt vekur jólaskapið líkt og tónlist en hljóðfærin eru misgóð í að koma fólki í hátíðargír. Það segja slagverksleikarar að minnsta kosti.
Menningin
Senda þjóðinni jóla- og báráttukveðju
Sinfóníuhljómsveit Íslands og Þjóðleikhúsið ákváðu að senda þjóðinni jóla- og baráttukveðju með því að endurgera eitt þekktasta jólalag Íslands, Ég hlakka svo til.
Myndskeið
Hlakka til að hrífa leikhús- og tónleikagesti á ný
Listafólk Þjóðleikhússins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands sendu í kvöld frá sér nýja útgáfu af jólalaginu „Ég hlakka svo til!“. Myndbandið er eins konar saknaðar-, þakkar- og tilhlökkunarkveðja á tímamótum þegar hillir undir lok baráttunnar við COVID-19. 
Menningin
Gleðisprengja að fá Grammy-tilnefningu
„Ég bjóst alls ekkert við þessu, ég get alveg viðurkennt það,“ segir Daníel Bjarnason stjórnandi um Grammy-tilnefningu sem hann og Sinfóníuhljómsveit Íslands hlutu fyrir plötuna Concurrence.
Daníel Bjarnason: „Þetta er bara ótrúlega skemmtilegt“
Sinfóníuhljómsveit Íslands og Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóri hafa hlotið tilnefningu til Grammy-verðlaunanna 2021 í flokknum 'Besti tónlistarflutningur hljómsveitar' fyrir flutning og hljómsveitarstjórn á plötunni Concurrence. Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóri fagnar því að tilnefningin veki athygli á hljómsveitinni, tónlistinni og tónskáldunum.
25.11.2020 - 13:08
Sinfó og Daníel tilnefnd til Grammy-verðlauna
Hljómdiskur Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Concurrence, hefur verið tilnefndur til Grammy-verðlauna í flokknum Besti hljómsveitarflutningur. Á disknum eru flutt ný verk eftir fjögur íslensk tónskáld og valdi The New York Times hann eina af athyglisverðustu klassísku útgáfum ársins 2019 og bandaríska útvarpsstöðin NPR valdi hann sömuleiðis einn af tíu bestu útgáfum ársins.
24.11.2020 - 19:31
Sigurvegarar í keppni ungra einleikara 2021
Fjórir framúrskarandi tónlistarnemar báru sigur úr býtum í keppni ungra einleikara sem Sinfóníuhljómsveit Íslands og Listaháskóli Íslands standa fyrir.
Myndskeið
Meiri nánd við að bjóða fólki heim í stofu á tónleika
Tónelskir aðdáendur Sinfóníuhljómsveitarinnar fengu í dag litla sendingu frá sellóleikara og píanóleikara sem léku tónlist heima í stofu í miðbænum. Þetta er að mörgu leyti ekki ólíkt því að spila fyrir sal fullum af fólki, segir Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari. Hún og eiginmaður hennar léku lagið Svanurinn. Sinfóníuhljómsveitin gerir hvað hún getur til að koma tónlistinni á framfæri.
Sinfóníuhljómsveitin flytur óskalag frá gjörgæsludeild
Harpa býður upp á tónlistarmola úr Norðurljósum næstu tvær vikurnar á meðan Harpa er lokuð og ekki er hægt að halda tónleika með áheyrendum.
Sinfó býður upp á sárabætur fyrir aflýsta tónleika
Aflýsa þurfti tónleikunum rússneska píanóleikarans Denis Kozhukhin vegna samkomutakmarkana. Hljómsveitin tók því upp stutta einleikstónleika með píanóstjörnunni sem hægt er að sjá á vefnum.
Í BEINNI
Örlagasinfónía Beethovens
Ein þekktasta sinfónía allra tíma flutt í beinni útsendingu úr Hörpu á RÚV og Rás 1.
Sinfóníuhljómsveitin í sýnatöku í dag 
Allir hljóðfæraleikarar Sinfóníuhljómsveitar Íslands fara í sýnatöku í dag. Fyrsta tónleikavika starfsársins hefst á mánudag og Íslensk erfðagreining hefur fallist á að skima hljóðfæraleikara og annað starfsfólk hljómsveitarinnar í sóttvarnarskyni. Lára Sóley Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar segir í samtali við fréttastofu að í framhaldinu verði skoðað hvort starfsfólk verður skimað reglulega.  
Spila Jaja Ding Dong fyrir leikskólabörn úti á túni
Í vikunni hafa blásarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands skipt sér upp í tvo hópa og leikið tónlist undir berum himni fyrir gesti, gangandi og leikskólabörn.
Uppselt á þrenna tónleika Bjarkar í Hörpu
Uppselt er á þrenna tónleika Bjarkar í Hörpu í ágúst. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Iceland Airwaves, RÚV, Hörpu, Icelandair, Reykjavíkurborg og um það bil hundrað íslenska tónlistarmenn. Miðarnir seldust upp á einni viku.
10.07.2020 - 15:39
Í BEINNI
Páll Óskar heldur uppi stuði með Sinfóníuhljómsveitinni
Páll Óskar Hjálmtýsson flytur mörg af þekktustu lögum sínum í útsetningu fyrir hljómsveit. Páll Óskar hefur um áratuga skeið verið ein skærasta poppstjarna Íslands og er jafnvígur á stuðtónlist og ballöður.
Morgunútvarpið
Þakklátur fyrir þennan risastóra pásutakka í líf sitt
Eftir langt hlé er tónleikahald að fara aftur af stað á Íslandi með áhorfendum. Í Hörpu hefur dyrum verið lokið upp og Páll Óskar kemur fram ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg annað kvöld. Páll Óskar segir að COVID-19 faraldurinn hafi komið með afar kærkominn pásutakka inn í líf hans.