Færslur: Sinfóníuhljómsveit Íslands

Sinfóníuhljómsveitin flytur óskalag frá gjörgæsludeild
Harpa býður upp á tónlistarmola úr Norðurljósum næstu tvær vikurnar á meðan Harpa er lokuð og ekki er hægt að halda tónleika með áheyrendum.
Sinfó býður upp á sárabætur fyrir aflýsta tónleika
Aflýsa þurfti tónleikunum rússneska píanóleikarans Denis Kozhukhin vegna samkomutakmarkana. Hljómsveitin tók því upp stutta einleikstónleika með píanóstjörnunni sem hægt er að sjá á vefnum.
Í BEINNI
Örlagasinfónía Beethovens
Ein þekktasta sinfónía allra tíma flutt í beinni útsendingu úr Hörpu á RÚV og Rás 1.
Sinfóníuhljómsveitin í sýnatöku í dag 
Allir hljóðfæraleikarar Sinfóníuhljómsveitar Íslands fara í sýnatöku í dag. Fyrsta tónleikavika starfsársins hefst á mánudag og Íslensk erfðagreining hefur fallist á að skima hljóðfæraleikara og annað starfsfólk hljómsveitarinnar í sóttvarnarskyni. Lára Sóley Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar segir í samtali við fréttastofu að í framhaldinu verði skoðað hvort starfsfólk verður skimað reglulega.  
Spila Jaja Ding Dong fyrir leikskólabörn úti á túni
Í vikunni hafa blásarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands skipt sér upp í tvo hópa og leikið tónlist undir berum himni fyrir gesti, gangandi og leikskólabörn.
Uppselt á þrenna tónleika Bjarkar í Hörpu
Uppselt er á þrenna tónleika Bjarkar í Hörpu í ágúst. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Iceland Airwaves, RÚV, Hörpu, Icelandair, Reykjavíkurborg og um það bil hundrað íslenska tónlistarmenn. Miðarnir seldust upp á einni viku.
10.07.2020 - 15:39
Í BEINNI
Páll Óskar heldur uppi stuði með Sinfóníuhljómsveitinni
Páll Óskar Hjálmtýsson flytur mörg af þekktustu lögum sínum í útsetningu fyrir hljómsveit. Páll Óskar hefur um áratuga skeið verið ein skærasta poppstjarna Íslands og er jafnvígur á stuðtónlist og ballöður.
Morgunútvarpið
Þakklátur fyrir þennan risastóra pásutakka í líf sitt
Eftir langt hlé er tónleikahald að fara aftur af stað á Íslandi með áhorfendum. Í Hörpu hefur dyrum verið lokið upp og Páll Óskar kemur fram ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg annað kvöld. Páll Óskar segir að COVID-19 faraldurinn hafi komið með afar kærkominn pásutakka inn í líf hans.
Í BEINNI
Meistaraverk Mozarts
RÚV og Sinfóníuhljómsveit Íslands færa landsmönnum sinfóníutónleika beint heim í stofu
Þrennir tónleikar Sinfó í beinni á RÚV
RÚV og Sinfóníuhljómsveit Íslands færa landsmönnum sinfóníutónleika beint heim í stofu í maí og í júní.
Heimsendingar Sinfóníuhljómsveitarinnar á RÚV
Sökum samkomubanns hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands þurft að fresta eða aflýsa öllum viðburðum sem fyrirhugaðir voru á næstu vikum. Til að koma til móts við tónleikabannið hefur verið ákveðið að kynna nýjan dagskrárlið á RÚV sem nefnist Heimsending frá Sinfóníuhljómsveit Íslands en þar gefst áhorfendum kostur á að upplifa tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands heima í stofu.
Heima í Hörpu
Daglegt tónlistarstreymi úr Eldborg heim í sófa
Gissur Páll Gissurarson og Árni Heiðar Karlsson flytja sígræn sönglög á fyrstu tónleikum í tónleikaröð Hörpu, Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Íslensku Óperunnar sem hefst í fyrramálið. Streymt verður beint frá Hörpu á hverjum virkum morgni klukkan 11 á meðan samkomubann stendur yfir.
Heimsending á ljúfum tónum Sinfó
Í samkomubanni þurfa flestir að sníða sér stakk eftir vexti. Sinfóníuhljómsveit Íslands aflýsti öllum viðburðum til 13. apríl en tók á það ráð að senda fólki ljúfa tóna beint heim í stofu í gegnum samfélagsmiðla.
20.03.2020 - 17:25
Heimsendingar frá Sinfó í samkomubanni
Sinfóníuhljómsveitin heldur sér í æfingu heimavið í samkomubanni – og aðrir njóta góðs af á samfélagsmiðlum.
Sinfóníu-drápa á sjötugsafmæli
Sinfóníuhljómsveit Íslands varð sjötug í vikunni en það var 9. mars árið 1950 sem fyrstu tónleikar sveitarinnar fóru fram í Austurbæjarbíói, undir stjórn Roberts Abrahams Ottóssonar. Sviðstjórinn í Hörpu setti saman drápu til heiðurs hljómsveitinni á þessum tímamótum og flutti hljómsveitinni hana í glepskap eftir afmælistónleika hennar á dögunum. Víðsjá á Rás 1 fékk Eyþór til að endurtaka leikinn og tónskreytti flutning hans með upptökum af leik hljómsveitarinnar. Hér má heyra innslagið.
Ný verk og klassík hjá Sinfó á Myrkum músíkdögum
Myrkir músíkdagar, tónlistarhátíð Tónskáldafélags Íslands, eru nú í fullum gangi í tónleikasölum víða um Reykjavík. Í ár á hátíðin 40 ára afmæli. Sinfóníuhljómsveit Íslands tekur þátt í hátíðinni í kvöld en tónleikar hennar eru í beinni útsendingu á Rás 1 og hefst upphitun kl. 19.
Ashkenazy dregur sig í hlé frá öllu tónleikahaldi
Vladimir Ashkenazy, heiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, hefur ákveðið að draga sig í hlé frá öllu tónleikahaldi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Gott að finna stuðning og heyra þetta lifna við
„Kennarinn minn bjóst ekki við því að svona frábær þjóðarhljómsveit gæfi ungu tónlistarfólki svo gott tækifæri,“ segir Sólveig Vaka Eyþórsdóttir fiðluleikari sem er ein þeirra ungu tónlistarmanna sem leikur einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands í kvöld á tónleikunum Ungir einleikarar Í Hörpu. Auk hennar koma Flemming Viðar Valmundsson, harmóníkuleikari, Kristín Ýr Jónsdóttir, þverflautuleikari og Gunnar Kristinn Óskarsson, trompetleikari, fram með sveitinni.
Menningin
Eva gefur týndum tónskáldum tækifæri
„Sinfóníuhljómsveit Íslands er afar tjáningarríkur hópur fólks og það birtist í hverju einasta verki sem hún spilar. Þau reyna að finna merkinguna á bak við nóturnar,“ segir Eva Ollikainen, nýr aðalhljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Aðventutónleikar
Hressandi tónlist eftir hárkollumenn
Á aðventutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands hljóma perlur eftir meistara barokktónlistar frá 17. og 18. öld en mörgum þykir slík tónlist hæfa vel þessum árstíma. Tónleikarnir verða í beinni útsendingu á Rás 1 kl. 19:30 en hálftíma fyrr hefst upphitun fyrir tónleikana þar sem ævintýraþráin kemur við sögu og því ekki úr vegi að rifja upp ferðalög víðföruls Íslendings á 18. öld, Árna frá Geitastekk.
Tónleikar í beinni
Finnskt ævintýri, Ashkenazy og Svarti Mozart
Klarinettuleikarinn Dimitri Þór Ashkenazy leikur einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands í kvöld. Hann er sonur Vladimirs Ashkenazy og Þórunnar Jóhannsdóttur, fæddur í New York, uppalinn á Íslandi til níu ára aldurs en býr í Sviss. Hann leikur einleik í konserti franska tónskáldsins Jean Francaix, en á efnisskránni eru líka verk eftir Sibelius og Joseph Bologne sem uppi var á 18. öld og er stundum kallaður Svarti Mozart. Tónleikarnir verða í beinni útsendingu á Rás 1. Upphitun má heyra hér.
Myndskeið
Sögulegt fyrir Sinfóníuna
„Það er virkilega skemmtilegt og í raun sögulegt fyrir íslenska menningu og íslenska tónlistarsögu að vera í þessum sporum,“ segir Lára Sóley Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, en hljómsveitin er nú á tónleikaferðalagi um München, Salzburg og Berlín, í fyrsta sinn með íslenskan einleikara og íslenskan hljómsveitarstjóra.
Klassík
Frá kreppu til gullaldar
Sinfóníuhljómsveit Íslands undirbýr nú ferðalag um þrjár leiðandi menningarborgir Þýskalands og Austurríkis. Ferðlagið hefst á mánudag en tónleikar kvöldsins í Hörpu verða í beinni útsendingu á Rás 1. Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason en Víkingur Heiðar Ólafsson leikur einleik í píanókonserti hans, Processions frá árinu 2009. Þeir félagar segja að margt hafi breyst í íslensku tónlistarlífi og þjóðlífi síðan þá.
Að mála með vatnslitapensli í stað rúllu
„Þetta er dálítið eins og að taka upp lítinn vatnslitapensil til að mála með og leggja frá sér málningarrúlluna á meðan. Ekki það að rúllan eða þykku penslarnir séu ekki í lagi stundum,“ segir breski fiðluleikarinn Matthew Truscott sem leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í kvöld.
Mikilvægt að spyrja tónlistina spurninga
Sæunn Þorsteinsdóttir hefur verið afkastamikil á undanförnum mánuðum. Í vor gaf hún út nýja plötu með íslenskri sellótónlist sem vakið hefur nokkra athygli og í kvöld leikur hún einleik í öðrum sellókonserta Josephs Haydn með Sinfóníuhljómsveit Íslands.