Færslur: Sinfóníuhljómsveit Íslands

Sunnudagssögur
Þarf sjálf oft að lúffa
Oft getur myndast núningur innan stórhljómsveita vegna þess að ekki geta allir fengið að stjórna. Sigrún Eðvaldsdóttir, sem hefur gegnt stöðu konsertmeistara í Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 1998, segir að þrátt fyrir erfið augnablik ríki mikill samhugur og hún skemmti sér aldrei betur en með félögunum í hljómsveitinni
Sinfóníutónleikar
Einn af meisturum bandarísku naumhyggjunnar mættur
Sinfóníuhljómsveit Ísland býður upp á einkar forvitnilega tónleika í kvöld í Hörpu, en þeir verða einnig í beinni útsendingu á Rás 1. Til landsins er kominn bandaríski tónsmiðurinn og hljómsveitarstjórinn John Adams, eitt virtasta tónskáld Bandaríkjanna og veraldarinnar allrar ef út í það er farið. Adams brautryðjandi í þeirri grein tónlistar sem kölluð er naumhyggja eða mínímalismi. Hér fyrir ofan má heyra ýtarlegt viðtal við Adams.
Sinfóníutónleikar
Ein skærasta sellóstjarna samtímans og fögur sinfónía
„Þetta er einhver fegursta efnisskrá tónleikaársins hjá okkur,“ segir Eva Ollikainen aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands um efnisskrá kvöldsins. Austurríski sellóleikarinn Kian Soltani leikur einleik í sellókonserti Schumanns en Soltani er í dag ein skærasta sellóleikara stjarnan í heimi sígildrar tónlistar. Ollikainen stjórnar einnig sinfóníu nr. 9 eftir Franz Schubert sem oftast er nefnd hin mikla. Tónleikarnir verða í beinni útsendingu á Rás 1 frá kl. 19,
Mynd með færslu
Í BEINNI
Samstöðutónleikar Sinfóníunnar með Úkraínu
Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur sérstaka samstöðutónleika með Úkraínu fimmtudag 24. mars og mun miðasalan renna óskipt til neyðarsöfnunar Þroskahjálpar fyrir fatlað fólk í Úkraínu.
Umfjöllun
Þegar Shostakovitsj kom óvænt til Íslands
Á tónleikum Sinfóniuhljómsveitar Íslands í kvöld verða leikin tvö verk úr austri og vestri. Verkin eru samin sitt hvoru megin við heimsstyrjöldina síðari. Efnisskráin var tilefni til þess að rifja upp óvænta heimsókn sovéska tónskáldsins Dmítríjs Shostakovitsj til Íslands vorið 1949.
Landinn
Hrosshár í strengjum
„Við vorum að flytja verk eftir Önnu Þorvalds og hún vildi nota hrosshár þannig að ég fór út í hesthús með skærin," segir Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanóleikari.
23.11.2021 - 09:29
Bjarkartónleikar í beinni útsendingu
Björk flytur tónlist ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands, Hamrahlíðarkórnum og öðru tónlistarfólki í beinni útsendingu á RÚV og Rás 1. Hægt er að kaupa sér aðgang að streymi á vefnum og rennur hluti ágóðans til Kvennaathvarfsins.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Græna röðin með Sinfó
Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í beinni útsendingu frá Hörpu.
Skemmtilegustu verk tónbókmenntanna í beinni á RÚV
Sinfóníuhljómsveit Íslands verður reglulegur gestur á sjónvarpsskjáum landsmanna í vetur. Á fyrstu tónleikunum, í kvöld klukkan 20, er boðið upp á snilldarverk Strauss og Shostakovitsj.
Á leið í tónleikasal
Tónleikagestir munu allir fá stefið á heilann
Franskur básúnukonsert, hátíðarforleikur og ein af öndvegis sinfóníum tónlistarsögunnar prýða efnisskrá opnunartónleika nýs tónleikaárs hjá Sinfóníuhlljómsveit Ísland í kvöld. Bein útsending á Rás 1 hefst kl. 19:30 en hálftíma fyrir tónleikana verður hlustendum veitt innsýn í efnisskránna í þættinum Á leið í tónleikasal, sem líka má hlusta á hér að ofan.
Sinfó hljóðritar verk Jóhanns fyrir Deutsche Grammophon
Sinfóníuhljómsveit Íslands hljóðritar tónlist eftir Jóhann Jóhannsson fyrir hina virtu útgáfu Deutsche Grammophon.
Víðsjá
Gúmmíhanskar, gos og stóru leikslokin
Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í gærkvöld var frumfluttur glænýr fiðlukonsert eftir Þuríði Jónsdóttur, sem er meðal annars innblásinn af eldgosinu á Reykjanesi.
Kosning
Hvert er eftirlætis íslenska leikhúslagið þitt?
Sinfóníuhljómsveit Íslands, RÚV og Þjóðleikhúsið blása til leikhúsveislu í Klassíkinni okkar.
Myndskeið
„Þorðum ekki að vona að við gætum fyllt húsið“
Það er ekki oft sem við segjum frá tíu ára afmælum. En í dag, á alþjóðlega Stjörnustríðsdeginum, er einmitt áratugur frá þessum merkisatburði: Flutningi Sinfóníuhjómsveitar Íslands úr Háskólabíói í Eldborgarsal Hörpu. „Við þorðum ekki að vona að við gætum fyllt húsið en svo bara mættu Íslendingar á tónleika alveg frá byrjun,“ segir Joseph Ognibene, hornleikari. „Við höfum ekki átt í neinum vandræðum með að fylla þetta hús.“
Myndskeið
Tíu ár frá opnunartónleikum Sinfóníunnar í Hörpu
Þann 4. maí eru liðin 10 ár frá því Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt opnunartónleika í Hörpu undir stjórn Vladimirs Ashkenazy heiðursstjórnanda hljómsveitarinnar. Tónleikarnir voru söguleg stund í íslensku tónlistarlífi.
Myndskeið
Sérstakt að spila við bólusetningu
Um sex þúsund manns fengu fyrstu sprautu af bóluefni frá Pfizer í dag. Í Laugardalshöll fékk fólk að hlýða á strengjaleik.
Sinfóníutónleikar
Býr til sögur og persónur í huganum fyrir flutninginn
„Þetta verk var samið 1902 sem prófverk fyrir nemendur í Tónlistarháskólanum í París,“ segir Emilía Rós Sigfúsdóttir flautuleikari um verkið Concertino eftir franska kventónskáldið Cécile Chaminade. „Það þýðir alls ekki að þetta verk sé eitthvað auðvelt, þvert á móti. Nemendum var ætlað að sýna bæði leikandi tækni og mikla tónfegurð í þeim.“ Emilía leikur verkið á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöld. Sagt var frá höfundi verksins, Cécile Chaminade, í Víðsjá á Rás 1.
Viðtal
Engin sérstök pressa að vera hetjutenór
„Wagner er minn maður. Hann hefur verið mér mjög góður í gegnum tíðina,“ segir ástralski tenórsöngvarinn Stuart Skelton sem syngur með Sinfóníuhljómsveit Íslands í kvöld eftir nokkurra ára hlé. Þessi heimsþekkti söngvari heillaði íslenska tónlistarunnendur árið 2015 með söng sínum í tónleikauppfærslu á óperunni Peter Grimes eftir Britten í Hörpu, en nú er komið að einhverri fallegustu tónlist sem Richard Wagner samdi. 
Jólatónleikar
Slagverksdeildin er best í að koma fólki í jólaskap
Trúðurinn Barbara er Sinfóníuhljómsveit Íslands til halds og trausts á jólatónleikum sem eru á dagskrá á RÚV í dag. Fátt vekur jólaskapið líkt og tónlist en hljóðfærin eru misgóð í að koma fólki í hátíðargír. Það segja slagverksleikarar að minnsta kosti.
Menningin
Senda þjóðinni jóla- og báráttukveðju
Sinfóníuhljómsveit Íslands og Þjóðleikhúsið ákváðu að senda þjóðinni jóla- og baráttukveðju með því að endurgera eitt þekktasta jólalag Íslands, Ég hlakka svo til.
Myndskeið
Hlakka til að hrífa leikhús- og tónleikagesti á ný
Listafólk Þjóðleikhússins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands sendu í kvöld frá sér nýja útgáfu af jólalaginu „Ég hlakka svo til!“. Myndbandið er eins konar saknaðar-, þakkar- og tilhlökkunarkveðja á tímamótum þegar hillir undir lok baráttunnar við COVID-19. 
Menningin
Gleðisprengja að fá Grammy-tilnefningu
„Ég bjóst alls ekkert við þessu, ég get alveg viðurkennt það,“ segir Daníel Bjarnason stjórnandi um Grammy-tilnefningu sem hann og Sinfóníuhljómsveit Íslands hlutu fyrir plötuna Concurrence.
Daníel Bjarnason: „Þetta er bara ótrúlega skemmtilegt“
Sinfóníuhljómsveit Íslands og Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóri hafa hlotið tilnefningu til Grammy-verðlaunanna 2021 í flokknum 'Besti tónlistarflutningur hljómsveitar' fyrir flutning og hljómsveitarstjórn á plötunni Concurrence. Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóri fagnar því að tilnefningin veki athygli á hljómsveitinni, tónlistinni og tónskáldunum.
25.11.2020 - 13:08
Sinfó og Daníel tilnefnd til Grammy-verðlauna
Hljómdiskur Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Concurrence, hefur verið tilnefndur til Grammy-verðlauna í flokknum Besti hljómsveitarflutningur. Á disknum eru flutt ný verk eftir fjögur íslensk tónskáld og valdi The New York Times hann eina af athyglisverðustu klassísku útgáfum ársins 2019 og bandaríska útvarpsstöðin NPR valdi hann sömuleiðis einn af tíu bestu útgáfum ársins.
24.11.2020 - 19:31
Sigurvegarar í keppni ungra einleikara 2021
Fjórir framúrskarandi tónlistarnemar báru sigur úr býtum í keppni ungra einleikara sem Sinfóníuhljómsveit Íslands og Listaháskóli Íslands standa fyrir.