Færslur: Sindri Freysson

„Bowie var tónlistarlegt kjarnorkuver“
Sumarið 1996 hélt Sindri Freysson, rithöfundur og blaðamaður, til fundar við rokkgoðið David Bowie í hótelsvítu í New York. Bowie var þá væntanlegur til tónleikahalds á Íslandi. Viðtalið verður flutt í nýjum þætti í dag klukkan 16:05 á Rás 1. Sindri rifjaði upp aðdraganda verkefnisins og kynnin af goðinu.
05.01.2018 - 11:56
22 ára gamalt viðtal við David Bowie á Rás 1
Í 22 ár hefur Sindri Freysson geymt tvær forláta diktafón-spólur í plastpoka niðri í skúffu. Á þeim er upptaka af viðtali sem hann tók við rokkgoðið David Bowie sumarið 1996 á hótelherbergi í New York. Sindri, sem er mikill aðdáandi tónlistarmannsins sáluga, hefur nú unnið útvarpsþátt um þessa ferð sína. Hann verður á dagskrá Rásar 1 á föstudag kl. 16:05 en endurtekinn kl. 15 á sunnudag.
04.01.2018 - 13:03