Færslur: Síminn
Síminn varð fyrir netárás á laugadagskvöld
Þeir sem ætluðu sér að horfa á áskriftarrásir eða panta sér efni af sjónvarpsleigunni á laugardagskvöldið kunna að hafa gripið í tómt, því Síminn varð fyrir netárás.
01.02.2021 - 13:38
Síminn tapaði fyrir dómi og þarf að greiða skaðabætur
Síminn var í morgun dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða 111 milljónir króna í skaðabætur til Tölvunar, Snerpu og Hringiðunnar, auk kostnaðar. Upphaflegar kröfur hljóðuðu upp á þrjá milljarða króna. Dómurinn hefur ekki áhrif á afkomuhorfur félagsins, en Síminn hagnaðist um rúman milljarð á þriðja ársfjórðungi.
28.10.2020 - 10:33
Stafræn tækni leysir af hólmi gamla talsímakerfið
Á morgun hrindir Síminn af stað fyrsta áfanga í því að loka rásaskiptu talsímakerfi hér á landi. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunarinnar, segir í samtali við fréttastofu að talsímakerfið hafi nú þegar að nánast öllu leyti vikið fyrir nýrri tækni sem byggist á háhraða stafrænum línum. Síminn stefnir að því að leggja niður gamla talsímakerfið að fullu fyrir lok næsta árs.
30.09.2020 - 16:47
Stefnt að samvinnu fjarskiptafyrirtækja um 5G
Stefnt er að aukinni samvinnu fjarskiptafyrirtækja við uppbyggingu innviða fyrir fimmtu kynslóð farnets. Samkeppniseftirlitið er með samstarfið til skoðunar.
19.07.2020 - 20:54
Mikill þrýstingur á símfyrirtæki frá BNA vegna Huawei
Fulltrúar bandaríska sendiráðsins hér á landi hafa beitt sér gegn því að íslensk fjarskiptafyrirtæki kaupi tækjabúnað frá kínverska fyrirtækinu Huawei, segja forsvarsmenn íslensku félaganna. Engir öryggisgallar hafa fundist í tækjunum að sögn sérfræðinga.
17.07.2020 - 20:04
Síminn segir upp átta starfsmönnum
Síminn hefur lagt niður hugbúnaðarþróunardeild fyrirtækisins og sagt upp átta starfsmönnum hjá deildinni.
30.06.2020 - 18:41
Segir tilboð Vodafone brjóta gegn samkeppnislögum
Vodafone ætlar að bjóða viðskiptavinum sínum Enska boltann í gegnum sjónvarp Vodafone á þúsund krónur á mánuði. Forstjóri Símans segir þetta augljósa undirverðlagningu og gerir ráð fyrir að Samkeppniseftirlitið taki málið upp að eigin frumkvæði.
09.06.2020 - 13:17
Norsku útrásarvíkingarnir reyndust frekir á fóðrum
Fjölmiðlanefnd hefur lagt 1,2 milljóna króna stjórnvaldssekt á RÚV fyrir að hafa haft norsku þættina Exit aðgengilega fyrir alla í spilara á vefnum ruv.is. Síminn kvartaði vegna málsins til nefndarinnar, óskaði eftir inngripi hennar og hvatti til hámarkssekta. RÚV hefur verið gert að fjarlægja þættina af vefnum fyrir 5. júní.
01.06.2020 - 16:44
Sekta Símann um 500 milljónir vegna enska boltans
Samkeppniseftirlitið hefur sektað Símann um 500 milljónir króna vegna mikils verðmunar og ólíkra viðskiptakjara við sölu á enska boltanum á Símanum Sport. Samkeppniseftirlitið telur Símann hafa brotið gegn skilyrðum sem hvíla á fyrirtækinu og telur brotin alvarleg.
28.05.2020 - 17:32
Fjárfestar bregðast vel við uppgjöri Símans
Hlutabréf í Símanum hafa hækkað um 3,7 prósent í morgun. Um klukkan hálftólf nam velta með bréf í félaginu 436 milljónum króna. Félagið birti uppgjör fyrsta fjórðungs ársins í gær.
29.04.2020 - 11:47
Síminn kvartar undan norsku útrásarvíkingunum í Exit
Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Símanum, hefur sent fjölmiðlanefnd kvörtun vegna norsku þáttanna Exit. Þættirnir, sem eru ekki sýndir í sjónvarpi heldur eru eingöngu aðgengilegir á vef RÚV og í RÚV-appinu, eru stranglega bannaðir innan 16 ára.
04.02.2020 - 11:39
Ný stjórn endurskoðar mögulega styrkjastefnu
Síminn hefur greitt hæstu fjárhæð allra fyrirtækja í formi styrkja til stjórnmálaflokka landsins síðustu þrjú ár. Í næstu viku verður stefna stjórnarinnar, að styrkja alla flokka, mögulega endurskoðuð.
16.11.2019 - 19:21
Athugasemd Símasamstæðunnar
Athugasemd Símasamstæðunnar við umfjöllun Kveiks um ljósleiðaravæðingu, þann 20.2.2018.
01.03.2018 - 16:40