Færslur: Simbabve

Simbabve
157 börn hafa dáið úr mislingum í þessum mánuði
Mislingar hafa dregið minnst 157 börn til dauða í Afríkuríkinu Simbabve frá því að mislingafaraldur braust út í landinu snemma í þessum mánuði og minnst 2.000 hafa greinst með sjúkdóminn. AFP-fréttastofan greinir frá þessu og hefur eftir Monicu Mutsvangwa, ráðherra upplysingamála, að ekkert þeirra barna sem létust hafi verið bólusett. Hún heitir því að ríkisstjórnin sæki fé í neyðarsjóði ríkisins til að fjármagna bólusetningarherferð.
17.08.2022 - 00:27
Slá gullmynt í von um að slá á verðbólgubálið
Seðlabanki Simbabve hefur látið slá gullpeninga, sem ætlunin er að selja almenningi og koma böndum á stjórnlausa verðbólguna sem geisað hefur í landinu um margra ára skeið. Meginhluti myntarinnar er slegin í 22 karata gull, í von um að það megi auka tiltrú almennings á Simbabve-dollarann.
26.07.2022 - 05:25
Tóbaksrisi sakaður um mútugreiðslur í Afríku
Tóbaksframleiðandinn British American Tobacco er sagður hafa reitt fram á þriðja hundrað grunsamlegar greiðslur í tíu Afríkuríkjum á fimm ára tímabili. Er talið að greiðslurnar hafi verið nýttar til að hafa áhrif á heilbrigðisstefnu og skaða samkeppni, hefur AFP fréttastofan eftir eftirlitsstofnun.
14.09.2021 - 02:10
Simpansasmyglarar stöðvaðir í Simbabve
Yfirvöld í Simbabve lögðu hald á 26 apa sem reynt var að smygla frá Kongó. Fjórir voru handteknir vegna málsins að sögn yfirvalda beggja ríkja. Reynt verður að koma öpunum aftur til sinna heima. Einnig var lagt hald á mikið magn hreisturs af hreisturdýrum í norðausturhluta Kongó.
13.09.2020 - 04:16
Íbúar Simbabve reknir heim með harðri hendi
Öllum íbúum Simbabve hefur verið skipað að vera heima næstu þrjár vikur til að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Flestöllum verslunum hefur verið lokað og flugferðir stöðvaðar til og frá landinu.
30.03.2020 - 10:45
Simbabve á barmi hungursneyðar
Hungursneyð er yfirvofandi í Simbabve, að mati sérfræðings Sameinuðu þjóðanna. Yfir sex af hverjum tíu landsmönnum eiga vart til hnífs og skeiðar vegna gríðarlegrar verðbólgu af völdum óstjórnar. Uppskera bænda er rýr vegna mikilla þurrka að undanförnu.
28.11.2019 - 17:24
Þúsundir gengu til stuðnings forsetanum
Þúsundir komu saman í Harare, höfuðborg Simbabve til að standa með forseta sínum, Emmerson Mnangagwa. Forsetinn kallar eftir því að Bandaríkin og Evrópusambandið aflétti viðskiptaþvingunum gegn honum og tugum annarra embættismanna. Þeir eru sakaðir um mannréttindabrot og kosningasvindl.
26.10.2019 - 07:29
Mugabe jarðsettur í dag í heimabæ sínum
Robert Mugabe, fyrrum forseti Simbabve, var jarðsettur í dag í heimaþorpi sínu Kutama. Athöfnin var lágstemmd. Mugabe lést af veikindum sínum á sjúkrahúsi í Singapúr 6. september. Hann var 95 ára. 
28.09.2019 - 20:40
Mugabe jarðsettur með þjóðhetjum Simbabve
Nánir ættingjar Roberts Mugabes, fyrrverandi forseta Simbabve, hafa fallist á að hann verði lagður til hinstu hvílu við minnismerki um þjóðhetjur landsins í höfuðborginni Harare. Til stóð að jarðsetja hann í þorpinu Katuma þar sem hann fæddist.
13.09.2019 - 12:17
Hart deilt um útför Mugabes
Fjölskylda Roberts Mugabes, fyrrverandi forseta Simbabve, og stjórnvöld í landinu eru komin í hár saman um hvernig útför hans verði háttað og hvar hann verði borinn til hinstu hvílu.
12.09.2019 - 14:47
Mugabe jarðsettur í heimabæ sínum
Robert Mugabe, fyrrverandi forseti Simbabve, verður jarðsettur í heimabæ sínum í næstu viku, en ekki í grafreit fyrir þjóðhetjur í höfuðborginni Harare. Fjölskylda Mugabes greindi frá þessu i morgun. 
12.09.2019 - 09:22
Koma í veg fyrir mótmæli í Simbabve
Lögreglumenn og hermenn hafa í dag verið fjölmennir á götum úti í Bulawayo, annarri stærstu borg Simbabve, til að koma í veg fyrir mótmælaaðgerðir stjórnarandstæðinga gegn síversnandi efnahag landsins. Vopnaðir lögreglumenn með gjallarhorn vara fólk við að taka þátt í aðgerðunum.
19.08.2019 - 14:02
Hungursneyð vofir yfir milljónum í Simbabve
Hungursneyð vofir yfir ríflega tveimur milljónum Simbabvemanna vegna viðvarandi þurrka síðustu vikur og uppskerubrests sem þeim fylgir, og efnahagsþrenginga og verðbólgufárs að auki. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna greinir frá þessu og biðlar til þjóða heims að leggja henni lið við að safna rúmlega 330 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði ríflega 40 milljarða króna, til að útvega þau hjálpargögn sem þarf til að forða simbabvesku þjóðinni frá frekari hörmungum.
08.08.2019 - 02:25
Eigur Roberts Mugabes boðnar upp
Bílar, dráttarvélar, ýmis landbúnaðartæki og fleira í eigu Roberts Mugabes, fyrrverandi forseta Simbabve, verða boðin upp um helgina. Andvirðið gengur upp í sívaxandi skuldir hans við hið opinbera.
09.05.2019 - 17:37
Myndskeið
Yfir eitt þúsund kólerusmit í Mósambík
Yfir eitt þúsund kólerusmit hafa verið staðfest í Mósambík. Sjúkdómurinn breiðist ógnarhratt út eftir hörmungar sem eru taldar þær verstu á svæðinu í áratugi.
02.04.2019 - 20:00
732 lík fundin í Mósambík, Malaví og Simbabve
Lík 732 manneskja sem fórust í fellibylnum Idai og flóðunum í kjölfar hans hafa nú fundist samkvæmt opinberum tölum. Flest þeirra í Mósambík, eða 417, en hin í Simbabve og Malaví. Hundraða er enn saknað svo vitað sé og lítið vitað um stöðuna á stórum svæðum sem urðu illa úti í hamförunum. Stjórnvöld í Mósambík óttast að yfir 1.000 manns hafi farist þar í landi.
24.03.2019 - 06:10
Erlent · Afríka · Hamfarir · Veður · Mósambík · Malaví · Simbabve
Kólera og malaría gjósa upp á flóðasvæðunum
Fyrstu kólerutilfellin á flóðasvæðunum í Mósambík voru staðfest í dag, rúmri viku eftir að hitabeltisstormurinn Idai fór hamförum þar og í nágrannaríkjunum Malaví og Simbabve. Talsmaður Rauða krossins og Rauða hálfmánans í hafnarborginni Beira greindi frá þessu og varaði við því að búast megi við því að fleiri smitsjúkdómar blossi upp á flóðasvæðunum. Þar eru stór svæði enn á kafi í vatni og malaríutilfellum þegar farið að fjölga umtalsvert.
23.03.2019 - 01:22
Erlent · Afríka · Hamfarir · Veður · Mósambík · Malaví · Simbabve
Yfir 550 látin í mestu hamförum í manna minnum
Staðfest dauðsföll af völdum fellibylsins Idai, sem gekk yfir Simbabve, Malaví og Mósambík í síðustu viku, eru nú yfir 550 talsins. Eru þetta einhverjar verstu veðurtengdu hamfarir sem dunið hafa á sunnanverðri Afríku um árabil. Úrhellisrigning fylgdi ofsaveðrinu og orsakaði gríðarmikil flóð sem enn eru lítið farin að sjatna, viku eftir að ósköpin dundu yfir. Áætlað er að um 15.000 manns bíði einn björgunar við lífshættulegar aðstæður.
22.03.2019 - 03:32
Erlent · Afríka · Hamfarir · Veður · Simbabve · Malaví · Mósambík
Þjóðarsorg í Mósambík eftir hamfarirnar
Fellibylurinn Idai olli gríðarlegum hamförum sem hafa sett líf og tilveru milljóna manna í þremur Afríkuríkjum úr skorðum, samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna. Óttast er að þúsundir hafi farist í hamförunum. Flóð af völdum fellibylsins ollu gríðarlegri eyðileggingu og manntjóni á stóru svæði í Mósambík, Simbabve og Malaví í liðinni viku. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Mósambík vegna hörmunganna.
20.03.2019 - 03:21
Erlent · Afríka · Hamfarir · Veður · Mósambík · Malaví · Simbabve
Myndskeið
Óttast að yfir þúsund séu látin í Mósambík
Óttast er að yfir þúsund hafi látið lífið þegar fellibylurinn Idai gekk yfir suðausturhluta Afríku. Bylurinn olli mikilli eyðileggingu í þremur löndum og hefur neyðarástandi verið lýst yfir í Simbabve.
18.03.2019 - 19:39
Erlent · Afríka · Hamfarir · Mósambík · Simbabve · Malaví
Tugir látið lífið í óveðri í Afríku
Að minnsta kosti 31 eru látnir og tuga er saknað eftir að fellibylurinn Idai reið yfir austurhluta Simbabve í gær. Idai hefur þegar valdið usla í Malaví og Mósambík, en alls hafa yfir ein og hálf milljón manna í löndunum þremur fundið fyrir áhrifum fellibylsins að sögn Sameinuðu þjóðanna og stjórnvalda.
17.03.2019 - 04:27
Erlent · Afríka · Hamfarir · Mósambík · Malaví · Simbabve
Átta fundnir á lífi í námu í Simbabve
Björgunarmenn hafa náð átta námumönnum á lífi upp úr gullnámu í Simbabve. Auk þeirra voru 22 lík dregin upp úr námunni. Vatn flæddi inn í göng tveggja náma fyrr í vikunni, þegar stífla brast af völdum úrhellisrigingar dagana á undan. 
17.02.2019 - 04:00
Sextíu námumenn taldir af
Að minnsta kosti sextíu námumenn eru taldir af eftir að vatn flæddi inn í göng tveggja gullnáma í Simbabve í vikunni. Engin vinnsla var lengur í námunum. Mennirnir laumuðu sér inn í þær í von um að finna gull og drýgja þannig tekjur sínar. Ráðherra námuiðnaðarins tilkynnti í dag að leit að mönnunum hefði engan árangur borið. Vatn flæddi inn í námurnar þegar stífla brast af völdum úrhellisrigningar að undanförnu.
15.02.2019 - 17:25
Segir Vesturlönd standa að baki óeirðum
Emmerson Mnangagwa, forseti Simbabve, sakar vestrænar þjóðir um að standa á bak við blóðugar óeirðir í landinu að undanförnu. Að minnsta kosti tólf hafa látið lífið og hundruð særst.
01.02.2019 - 14:50
Chamisa segir ógnarverk hafa verið framin
Nelson Chamisa, leiðtogi Lýðræðisbandalagsins, helsta stjórnarandstöðuflokksins í Simbabve, segir að aðferðir hers og lögreglu við að brjóta niður mótmæli í landinu að undanförnu, séu mun harðneskjulegri en meðan Robert Mugabe var við völd. Hann sakar stjórnvöld um að fremja ógnarverk gegn almennum borgurum.
29.01.2019 - 15:54