Færslur: SÍM

Segir aukningu en ekki samdrátt í listaverkasölu
Listaverkasala gengur vel þrátt fyrir kórónuveirufaraldur segir Jóhann Ágúst Hansen, framkvæmdastjóri Gallerí Foldar. Hann kannast ekki við samdrátt í sölu líkt og forsvarsmenn Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM) halda fram.
30.07.2020 - 15:15
Dæmi um milljóna skuldir vegna fylgiréttargjalda
Dæmi eru um að fyrirtæki skuldi milljónir í fylgiréttargjöld. Mörg mál eru í gangi hjá Myndstef og nokkuð um kennitöluflakk vegna skuldanna. Þetta staðfestir Aðalheiður Dögg Finnsdóttir Helland, framkvæmdastjóri Myndstefs. Gallerí Fold er eitt þeirra fyrirtækja sem eru treg til að greiða gjaldið segir varaformaður SÍM.
28.07.2020 - 13:48
Auðvelt að svíkjast undan fylgiréttargjöldum
Fara þarf í allsherjar endurskoðun á fylgiréttargjöldum af listaverkum. Aðalheiður Dögg Finnsdóttir Helland, framkvæmdastjóri Myndstefs, segir fylgiréttargjaldið vera sterk og góð réttindi sem þó sé auðvelt að svíkjast undan að greiða.
Myndskeið
Hundrað manna listamessa á Korpúlfsstöðum
Hátt í hundrað myndlistarmenn taka þátt í listamessunni Torginu á Korpúlfsstöðum sem Samband íslenskra myndlistarmanna stendur fyrir um helgina. Stefnt er á að halda messuna árlega en fyrst var efnt til hennar í fyrra.
04.10.2019 - 09:29
Borga laun í þriðjungi tilfella
„Við höfum getað greitt myndlistarfólki fyrir þátttöku í sýningum einu sinni á þessu ári, “ segir Tinna Guðmundsdóttir forstöðumaður Skaftfells á Seyðisfirði. Hún segir það þungan róður að reka menningarstofnanir á landsbyggðinni vegna allskyns dulins kostnaðar. Fjárskortur bitni oftast á þeim sem síst skyldi, listafólkinu sem skapi verkin. Myndlistarmenn hafa sett fram kröfugerð um að um að greiða skuli sérstaklega fyrir alla vinnu sem listamenn taka að sér í tengslum við sýningar.
30.11.2015 - 09:59