Færslur: silfrið

Myndskeið
Vilji Katrínar stýrir stjórnarmynstrinu
Tvenns konar stjórnarmynstur er á borðinu eftir næstu þingkosningar. Útkoman ræðst að miklu leyti af því með hverjum Katrín Jakobsdóttir vill starfa með í næstu ríkisstjórn, segir prófessor í stjórnmálafræði.
Vill færri og stærri sveitarfélög svo fé nýtist betur
„Til að takast á við áskoranir, ekki bara dagsins í dag, heldur framtíðarinnar verður að stækka sveitarfélögin og nýta skattpeninga fólksins,“ segir Jens Garðar Helgason fyrrverandi formaður bæjarráðs í Fjarðarbyggð. Hann var gestur Baldvins Þórs Bergssonar í Silfrinu í morgun.
Ómældur ávinningur af forvörnum í heilbrigðikerfinu
Tryggvi Þorgeirsson læknir og forstjóri Sidekickhealth segir ávinning af fyrirbyggjandi aðgerðum innan heilbrigðiskerfisins vera ómældan. Hann var gestur í Silfrinu í morgun ásamt Ernu Sif Arnardóttur lektor við Háskólann í Reykjavík.
Vill greina kæfisvefn fyrr með aðstoð gervigreindar
Erna Sif Arnardóttir lektor við Háskólann í Reykjavík segir heilsufarslegar afleiðingar kæfisvefns geta verið mjög alvarlegar. Hún var einn gesta Baldvins Þórs Bergsonar í Silfrinu í morgun.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Silfrið: Sjávarútvegsráðherra um mál skipverjanna
Silfrið hefst klukkan 11 að vanda og þar verða margir góðir gestir. Fyrst ræðir Fanney Birna við Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra um mál skipverjanna á Júlíusi Geirmundssyni. Þá mæta þær Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðis og ræða um fjármál og stöðu sveitarfélaganna.
25.10.2020 - 10:39
Myndskeið
Ósvífið að biðja um launalækkun opinberra starfsmanna
Formaður BSRB segir ósvífið af Viðskiptaráði að hvetja til þess að opinberir starfsmenn taki á sig launaskerðingu. Opinberi geirinn sé ekki tæki til að jafna sveiflur í efnahagslífinu.
29.03.2020 - 12:29
Silfrið: Umhverfisráðherra í viðtali
Silfrið er á sínum stað í dag, en þátturinn hefst klukkan 11 í beinni útsendingu á RÚV og í spilaranum hér að ofan.
15.09.2019 - 11:00
Silfrið
„Það má sussa á mig hundrað sinnum í viðbót“
Rætt var um niðurstöðu siðanefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur í Silfrinu í dag sem hún hefur fordæmt harðlega. Nefndin komst að því að Þórhildur Sunna hefði brotið siðareglur með ummælum sínum um að rökstuddur grunur væri á því að Ásmundur Friðriksson hafi brotið reglur um aksturgreiðslur.
19.05.2019 - 11:20
Ráðherra vill hert viðurlög fyrir brot
Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra vill að háar sektargreiðslur og hugsanlega refsing verði lagðar á þá atvinnurekendur sem ítrekað verða uppvísir að því að brjóta á launafólki. Þá vill hann sérsveit sem fari í eftirlit á vinnustaði það vanti slagkraft þegar fulltrúar einnar stofnunar fari á svæðið. 
07.10.2018 - 12:33
50 prósent auglýsingatekna á netmiðlum
„Það er gífurlega erfitt fyrir löggjafann að móta einhverja stefnu er snýr að fjölmiðlum og auglýsingamarkaði vegna þess að þessi markaður er búinn að vera að þróast svo gífurlega hratt. Veruleikinn sem við búum við núna er allt öðruvísi en fyrir fimm árum,“ segir Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar. 
29.01.2018 - 12:22
Verða að þekkja viðbrögð við áreitni
Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari, segir að á atvinnurekendum hvíli skylda að setja ákveðnar reglur um viðbrögð gegn kynferðislegri áreitni. Hann segir að það sé mikilvægt að það liggi skýrt fyrir á vinnustaðnum hvernig er tekið á þessum málum og að allir þekki ferlið sem kemur upp.
21.01.2018 - 15:05