Færslur: Silfrastaðakirkja

Sjónvarpsfrétt
Silfrastaðakirkja á bílastæði á Sauðárkróki
Hin sérstæða áttstrenda Silfrastaðakirkja stendur nú á bílaplani á Sauðárkróki þar sem unnið er að viðgerðum. Smiður sem vinnur að endurbótunum segir það sérstakt að fá hús flutt að trésmíðaverkstæðinu.
13.12.2021 - 13:21
Silfrastaðakirkja flutt á brott til viðgerðar
Silfrastaðakirkja í Skagafirði hefur verið flutt inn á Sauðárkrók til viðgerðar. Kirkjan var reist árið 1896 og er friðuð, en hún var farin að láta verulega á sjá. Kirkjan var orðin sigin, illa farin af fúa og var kirkjuturninn sagður alveg ónýtur. Söfnuðurinn hefur fengið háan styrk frá Húsfriðunarsjóði fyrir verkinu, fimm milljónir króna, en það dugar þó aðeins fyrir um einum tíunda af viðgerðarkostnaði.