Færslur: Síle

Heimsminjum á skrá fjölgar um 34
Um það bil sexhundruð kílómetra langur kafli meðfram Dóná var settur á heimsminjaskrá Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna UNESCO. Alls fjölgaði um 34 minjar á skránni þetta árið.
31.07.2021 - 23:56
Fimm norræn félög vilja löggjöf er heimilar dánaraðstoð
Fimm norræn félög um dánaraðstoð hvetja ríkisstjórnir á Norðurlöndum til að grípa til ráðstafana svo íbúar landanna hafi með löglegum hætti val um fá læknisfræðilega aðstoð við að deyja.
27.01.2021 - 11:49
Listrænir hrekkir og fjármálalífið
Í síðustu viku opnaði heimasíða þess sem virtist vera nýtt ofur-lággjaldaflugfélag með höfuðstöðvar á Íslandi, Mom Air. Það virðist þó líklegt að um listrænan hrekk sé að ræða. Í Lestinni á Rás 1 voru rifjaðir upp nokkrir listrænir gjörningar sem hafa hrist upp í fjármálamörkuðum.
15.11.2020 - 09:37
Menningarefni · Myndlist · Odee · Wow air · Mom Air · Michele Ballarin · Yes Men · LHÍ · H&M · Síle · Papas Fritas · Abbie Hoffman
Stjórnarskrárskipti samþykkt í Chile
Útlit er fyrir að meirihluti Chilebúa sé fylgjandi því að skipta út stjórnarskrá landsins. Kosið var um það í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag.
Kosið verður um nýja stjórnarskrá Síle á sunnudag
Almenningur í Síle gengur að kjörborðinu á sunnudag í þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins. Á síðasta ári safnaðist fólk út á götur og torg í landinu í miklum mótmælum til að krefjast nýrrar stjórnarskrá.
24.10.2020 - 02:58
Spegillinn
Mannrán, pyntingar, nauðganir og morð
Kondórinn er allra ránfugla stærstur og jafnframt heitið á sameiginlegri leyniþjónustu átta einræðisríkja í Suður-Ameríku. Þau sameinuðust um mannrán, pyntingar, nauðganir og morð á mörg hundruð pólitískum andsæðingum þeirra á áttunda og níunda áratugnum.
05.09.2020 - 08:31
Yfir 50 þúsund tilfelli í Bandaríkjunum í gær
Nýtt met var slegið í daglegum tilfellum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í gær þegar rúmlega 50 þúsund sýni reyndust jákvæð. Flest voru tilfellin í Texas, rúmlega átta þúsund, um 6.500 tilfelli greindust bæði í Flórída og Kaliforníu, og tæplega fimm þúsund í Arisóna.
02.07.2020 - 04:55
Helmingur síleska þingsins í sóttkví
Um helmingur síleska þingsins er nú í sóttkví ásamt fjórum ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Það eru hátt í þrjátíu manns. Minnst þrír þingmenn hafa greinst smitaðir af COVID-19.
19.05.2020 - 03:19
Taka þúsundir nýrra grafa í Síle vegna COVID-19
Vegna kórónuveirufaraldursins eru nú þúsundir nýrra grafa teknar við Santíagó, höfuðborg Síle. Útbreiðsla faraldursins náði nýjum hæðum þar í landi í vikunni og setti ríkisstjórnin á útgöngubann í höfuðborginni frá deginum í dag.
15.05.2020 - 03:42
Níu ræningjar handteknir í Síle
Níu eru í varðhaldi vegna eins stærsta ráns í síleskri sögu. 15 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði um tveggja milljarða króna, var rænt í reiuðfé á flugvelli í Santiago í mars. Gonzalo Blumel, innanríkisráðherra Síle, hrósaði lögreglunni fyrir að leysa málið innan tveggja mánaða. 
06.05.2020 - 03:37
Fjögurra ára barn meðal látinna í Síle
Fjögurra ára gamalt barn var meðal þeirra sem létust í mótmælunum í Síle í gær. Átján hafa látist frá því fólk hóf að mótmæla hækkun fargjalda í neðanjarðarlestir í Santiago, höfuðborg Síle á föstudag.
23.10.2019 - 14:45
Jörð skalf undan ströndum Síle
Jarðskjálfti að stærðinni 6,8 reið yfir undan ströndum Síle í dag. Upptök hans voru á um tíu kílómetra dýpi, 134 kílómetra frá landi, en ekki er búist við því að honum muni fylgja flóðbylgja.
29.09.2019 - 17:20
Kosningar í Síle: Tvísýnt um niðurstöður
Sílemenn ganga til kosninga í dag en kosið skal um næsta forseta landsins og arftaka sósíalistans Michelle Bachelet, sem verið hefur forseti síðan 2014 og þar áður frá 2006 til 2010. Bachelet var þá fyrsta konan til að gegna embætti í landinu. Um 14 milljónir eru á kjörskrá í Síle og kosið verður á fleiri en 43 þúsund kjörstöðum, segir í frétt AFP.
17.12.2017 - 13:01
Draga í land með strangt fóstureyðingabann
Þingmenn í Síle ákváðu í dag að milda nokkuð strangt bann við fóstureyðingum þar í landi. Ef ný lög taka gildi verða fóstureyðingar löglegar í Síle ef móðurinni var nauðgað, ef lífi hennar er stefnt í hættu vegna þungunarinnar eða ef fóstrið sýnir einkenni alvarlegra fæðingargalla. 
03.08.2017 - 02:08
Snjókoma veldur rafmagnsleysi í Síle
Ekki er ýkja algengt að borgarbúar í Santíagó í Síle kagi snjóinn en sú hefur verið raunin um helgina. Snjókoma hefur valdið rafmagnsleysi í þúsundum heimila í borginni þar sem tré gefa sig undan þunga snjósins og falla á rafmagnsleiðslur. Fréttastofa BBC hefur eftir yfirvöldum í Santíagó að 250.000 manns hafi fundið fyrir rafmagnsleysinu. Tilkynnt er um eitt dauðsfall í borginni. Er þetta mesta snjókoma sem fallið hefur í Santíagó síðan 2007.
16.07.2017 - 13:15