Færslur: síldarvinnslan

Líklega stærsti loðnufarmur sögunnar
Börkur NK, nýtt uppsjávarskip Síldarvinnslunnar, landaði 3.211 tonnum af loðnu í fiskimjölsverksmiðju SVN á Seyðisfirði í vikunni. Þetta er sannkallaður risafarmur og líklega stærsti loðnufarmur sem nokkru sinni hefur borist til íslenskrar hafnar.
Raforkuskortur leiðir til aukinnar olíunotkunar
Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að ákvörðun Landsvirkjunar um að flýta fyrirhugaðri skerðingu á raforkuafhendingu til fiskimjölsverksmiðja komi fyrirtækinu í opna skjöldu. Þetta eigi þó ekki að hafa áhrif á framleiðslugetu en auki hins vegar kostnað.
06.12.2021 - 21:40
Slæmt að fiskimjölsiðnaðurinn þurfi að nota olíu
Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að það sé slæmt fyrir þjóðina að skerða þurfi raforkuafhendingu til fiskimjölsverksmiðja landsins þegar mikil orkunotkun er framundan hjá þeim. Jafnframt þurfi að meta orkuþörfina til að ná settum loftslagsmarkmiðum fyrir árið 2030.
Eldur um borð í Vestmannaey - enginn slasaðist
Eldur kom upp í vélarými ísfisktogarans Vestmannaeyjar VE rétt fyrir klukkan 16:00 í dag er skipið var á leið til löndunar í Neskaupstað með fullfermi. Bergey VE kom til aðstoðar og dregur nú Vestmannaey til hafnar. Fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu Síldarvinnslunnar að engin slys hafi orðið á mönnum um borð.
27.10.2021 - 21:37
Milljarða viðsnúningur Síldarvinnslunnar vegna loðnu
Hagnaður Síldarvinnslunnar á fyrstu þremur mánuðum ársins nam 21,1 milljón bandaríkjadala, eða 2,7 milljörðum króna miðað við gengi dollarans í lok fjórðungsins. Tekjur voru 6,7 milljarðar. Eigið fé Síldarvinnslunnar í lok mars var rétt tæpir 45 milljarðar, eignir rúmlega 77 milljarðar og skuldir 32,3 milljarðar.
Sýnir að almenningur hefur áhuga á sjávarútvegi
Forstjóri Síldarvinnslunnar segir mikinn áhuga á hlutabréfum í fyrirtækinu sýna að almenningur hafi enn mikinn áhuga á sjávarútvegi. Hann segir niðurstöðuna styrkja félagið mjög í þeim fjárfestingum sem framundan eru.
Eina fyrirtækið á landsbyggðinni á markaði
Hlutafjárútboð í Síldarvinnslunni hefst á morgun og hefjast almenn viðskipti með bréf í félaginu í lok mánaðar. Heildarverðmæti fyrirtækisins er um 100 milljarðar króna. Síldarvinnslan verður eina skráða fyrirtækið á markaði utan höfuðborgarsvæðisins.
Myndskeið
„Fagna því að það er komin loðnulykt í bæinn“
Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað segir gott að vera loks búinn að fá loðnulykt í bæinn. Fyrirtæki á Austfjörðum frysta nú loðnu af norskum skipum á meðan þess er beðið að íslenski loðnuflotinn hefji veiðar.
08.02.2021 - 22:23
Arion og Eimskip leiddu miklar hækkanir á árinu
Hlutabréf í kauphöllinni hækkuðu um 45 prósent á árinu sem er að líða. Arion banki og Eimskip leiddu hækkanir en hlutabréf í þeim nærri tvöfölduðust í verði.
Frívaktin svaf af sér veiðina í örstuttum síldartúr
Börkur landaði síld í Neskaupstað í gærmorgun eftir örstutta veiðiferð á miðin austur af landinu. Veiðiferðin var raunar svo stutt að þeir skipverjar sem voru á frívakt sváfu af sér veiðina.
12.10.2020 - 17:09
Myndskeið
Loðnubrestur: „Meðan það er ennþá möguleiki bíðum við“
Skipstjóri sem tók þátt í loðnumælingum suður af Papey, út fyrir minni Hamarsfjarðar, um helgina er vongóður um vertíð. Þar fundust vænar torfur sem Hafrannsóknarstofnun leggur mat á.