Færslur: Sigurlín Bjarney Gísladóttir

Pistill
Undarlegir tímar: Heimilisrými og almannarými
Sigurlín Bjarney Gísladóttir segir að heimilisrýmið hafi tekið við af almannarýminu. „Nú förum við ekki lengur á milli staða, vinnum á einum stað, borðum hádegismat á öðrum, skreppum á bókasafnið og förum í ræktina og sund og jafnvel í bíóhús eða leikhús um kvöldið. Nú þurfa veggir heimilisins að sinna öllum þessum rýmum.“
Eldgamlar teikningar verða að nýjum ljóðum
Ljóðin í nýrri ljóðabók Sigurlínar Bjarneyjar Gísladóttur eru innblásin af teikningum úr sautjándu aldar alfræðibókum. Undrarými heitir þessi bók, sem sýnir okkur inn í tímahylki hugmynda mannsins um sjálfan sig og náttúruna sem og dýr stór og smá í samtali við 21. aldar orð, hugleiðingar um umbreytingar og von.