Færslur: Sigurlaug Margrét

Nutella- og vínberjakökur frá Ítalíu
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, talaði um mat í Mannlega þættinum í dag eins og venjan er á föstudögum. Í þetta sinn sagði hún frá litlu bakaríi í San Nicolo í Flórens þar sem brauðið og vínberjakökurnar eru í sérlegu uppáhaldi hjá henni. Svo stakk hún upp á biscotti-kökum með Nutella yfir Eurovision.
11.05.2018 - 12:25
Hvítlauksbrauð glæpamannsins Tiburzi
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir kom í þáttinn, enda er hún matgæðingur Mannlega þáttarins og besti vinur bragðlaukanna. Í dag sagði hún okkur frá fyrstu ítölsku matreiðslubókinni sem hún fékk, með uppskriftum frá Toscana sem er sérstök að því leyti að gefin eru upp hráefnin sem skal nota en ekki magn þeirra.
03.11.2017 - 12:31
Græna sósan í París
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir sagði í Mannlega þættinum í dag frá þremur veitingastöðum í París þar sem aðeins einn aðalréttur er í boði, entrecote steik, franskar kartöflur og græn sósa, sem er mun bragðbetri en hún lítur út fyrir að vera.
27.10.2017 - 12:33
Sophia Loren og vanillubúðingur
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, matgæðingur Mannlega þáttarins, kom í þáttinn í dag og sagði frá Sophiu Loren, ömmu Sophiu og mat frá Napólí.
20.10.2017 - 12:48
Katarina Medici og appelsínuöndin
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir er matgæðingur Mannlega þáttarins og kemur til okkar á föstudögum. Í dag sagði hún okkur frá Katarínu Medici sem kenndi Frökkum að borða með hníf og gafli og kenndi þeim að elda appelsínuönd auk margs annars.
13.10.2017 - 13:28
Himneskar kjötbollur frá Feneyjum
Matgæðingur þáttarins Sigurlaug Margrét Jónasdóttir kom í dag og fór með hlustendur í stuttan og bragðgóðan göngutúr um Cannaregio hverfið í Feneyjum og sagði frá ómótstæðilegum kjötbollum og freyðivíni sem drukkið er úr plastglasi og afgreitt yfir borðið.
06.10.2017 - 12:29