Færslur: Sigurður Pálsson

Ljóð fyrir þjóð
Ingvar E. á hringvegi ljóðsins
Ingvar E. Sigurðsson les ljóð Sigurðar Pálssonar, Á hringvegi ljóðsins I, á stóra sviði Þjóðleikhússins.
Gagnrýni
Dansað í Odessa
Gauti Kristmannsson rýnir í ljóðabók rússnesk-bandaríska ljóðskáldsins Ilya Kaminsky, Dansað í Odessa. Þýðing bókarinnar var síðasta verk Sigurðar Pálssonar áður en hann lést.
Ljóðlistin er lífsnauðsyn
Þann 28. október síðastliðinn stóð Forlagið í samstarfi við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur fyrir málþingi um skáldið Sigurð Pálsson í tilefni af útgáfu úrvals ljóða Sigurðar, Ljóð muna ferð í ritstjórn Kristjáns Þórðar Hrafnssonar sem jafnframt var stjórnandi málþingsins.
29.12.2018 - 16:00
Málþing um Sigurð Pálsson í Veröld
Sunnudaginn 28. október verður haldið málþing um skáldið Sigurð Pálsson í Veröld, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í tilefni af útgáfu ljóðasafnsins Ljóð muna ferð.
22.10.2018 - 16:11
Svo þú villist ekki (...) - Patrick Modiano
Bók vikunnar er Svo þú villist ekki í hverfinu hérna eftir Patrick Modiano í þýðingu Sigurðar Pálssonar. Patrick Modiano fæddist í París stríðslokaárið 1945. Faðir hans var gyðingur af ítölskum og grískum ættum en móðirin leikkona upprunnin í Belgíu. Fjölskyldulíf Modiano fjölskyldunnar var afar laust í reipunum og segir það sína sögu að faðirinn komst ágætlega af á stríðsárunum.
08.06.2018 - 09:09
Göldrótt og sláandi frásögn um afdrif gyðinga
Gagnrýnendur Kiljunnar segja bók franska Nóbelsverðlaunahafans Patricks Modianos, sem nýverið kom út í þýðingu Sigurðar Pálssonar, vera göldrótta og sláandi frásögn um afdrif gyðinga í Frakklandi í seinni heimsstyrjöldinni.
Auður Ava og Sigurður Pálsson tilnefnd
Skáldsagan Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur og ljóðabókin Ljóð muna rödd eftir Sigurð Pálsson eru tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018.
22.02.2018 - 10:54
Heimildarmynd um Sigurð Pálsson sýnd í kvöld
Ný heimildarmynd um Sigurð Pálsson rithöfund, sem lést 19. september, verður sýnd á RÚV í kvöld. Myndin er byggð á samtali Sigurðar og Arthúrs Björgvins Bollasonar dagskrárgerðarmanns.
27.12.2017 - 09:15
Spegilbrot af höfundarverki Sigurðar Pálssonar
Á dögunum kom út ljóðbréf helgað minningu Sigurðar Pálssonar skálds. Bréfið hefur að geyma úrval úr höfundarverki Sigurðar, tekið saman af Degi Hjartarsyni og Ragnari Helga Ólafssyni.
06.11.2017 - 12:12
Erfiljóð um Sigurð Pálsson
Ragnar Helgi Ólafsson hefur samið erfiljóð til heiðurs Sigurði Pálssyni skáldi. Sigurður var jarðsettur mánudaginn var.
04.10.2017 - 21:15
Sigurðar Pálssonar skálds minnst
Sigurður Pálsson skáld lést 19. september síðastliðinn. Íslensku bókmenntaheimur syrgir eitt sitt fremsta skáld, skáld sem sá heiminn aldrei öðruvísi en með skáldlegum hætti. Skáld sem færði okkur heimsmenningu Parísarborgar í ótal smámyndum af stórskáldum jafnt sem köttum og dúfum. Skáld sem blés okkur eldmóði í brjóst með ræðum sínum, skáld sem kenndi skáldum og nú síðast með ljóðabókinni Ljóð muna rödd leiddi hann okkur fyrir sjónir hvernig má standast andspænis dauðanum.
25.09.2017 - 16:36
Myndskeið
„Að lifa lífinu fagnandi“
Væntanleg er ný heimildarmynd um Sigurð Pálsson ljóðskáld, sem lést 19. september. Myndin er byggð á samtali Sigurðar og Arthúrs Björgvins Bollasonar dagskrárgerðarmanns. Sigurður sá myndina nokkrum dögum áður en hann lést.
21.09.2017 - 12:45
Sigurður Pálsson rithöfundur látinn
Sigurður Pálsson rithöfundur er látinn, 69 ára að aldri. Sigurður lést á líknardeild Landspítalans í gær eftir erfið veikindi.
20.09.2017 - 09:40
Ný ljóðaverðlaun veitt Sigurði Pálssyni
Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands veita ný verðlaun, Maístjörnuna, fyrir ljóðabók sem kom út á árinu 2016. Sigurður Pálsson hlýtur verðlaunin fyrir ljóðabókina Ljóð muna rödd.
18.05.2017 - 18:54
„Lýðræðislegt þjóðfélag hefur trú á samtali“
Sigurður Pálsson, handhafi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar, segir að lýðræðislegt þjóðfélag geri ráð fyrir skapandi notkun tungumálsins. Það standi gegn einvíddarnotkun tungumálsins og fagni fjölbreytileika og skáldlegri vídd þess.
16.11.2016 - 17:47
Tungan er óhult sé hún notuð á skapandi hátt
Sigurður Pálsson, handhafi Verðlauna Jónasar Hallgrímssonar, sem veitt eru ár hvert á degi íslenskrar tungu, segir að aðalatriðið sé að tungumálið sé notað á skapandi hátt. „Það er það sem skiptir öllu máli. Og þá er ég ekki bara að tala um að allir þurfi nauðsynlega að skrifa, það er ekki síður mikilvægt að menn lesi. Lestur er stórlega vanmetinn sem skapandi athöfn, en það er í lestri sem merkingin verður til.“
Sigurður Pálsson hlýtur verðlaun Jónasar
Rithöfundurinn Sigurður Pálsson hlýtur verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu 2016. Þá var Ævari Þór Benediktssyni, eða Ævari vísindamanni, einnig veitt sérstök viðurkenning í tilefni dagsins. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra veitti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag.
16.11.2016 - 15:47
Ægifögur sáttargjörð við lífið
„Ljóð Sigurðar Pálssonar í Ljóð muna rödd munu seint líða mér úr minni. Svo sterk eru þau, fögur — magnþrungin og ægifögur sáttargjörð við lífið,“ segir Sigríður Albertsdóttir í gagnrýni sinni á nýjustu ljóðabók Sigurðar Pálssonar, Ljóð muna rödd.