Færslur: Sigurður Ingi Jóhannsson

Vilja þegar hefja lagningu Sundabrautar að norðanverðu
Í yfirlýsingu sveitarfélaga á Vesturlandi í gær kemur fram kemur vilji þeirra til að flýta undirbúningsvinnu við Sundabraut. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi er bjartsýnn á að verkinu muni vinda hratt áfram.
Sigurður Ingi vill fella aldargömul lög úr gildi
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur lagt fram frumvarp um að fella úr gildi 25 lög, þau elstu eru frá árinu 1917 og varða sveitarfélögin, póst, síma og fjarskipti.
03.02.2021 - 20:30
Framlag til að tryggja farsímasamband í Árneshreppi
Árneshreppur á Ströndum hefur fengið 500 þúsund króna styrk af ráðstöfunarfé Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, til að tryggja áframhaldandi farsímasamband á stórum hluta vega í hreppnum.
Veita 5.000 undanþágur á ári
Samgöngustofa og Vegagerðin veita um 5.000 undanþágur fra reglum um þungaflutninga á hverju ári, en slíkar reglur eru settar um stærð og þyngd ökutækja sem mega aka um tiltekna vegi og brýr. Algengasta ástæða undanþágubeiðni, auk almennrar þungaumferðar, er vegna flutninga atvinnutækja á milli landshluta.
10.12.2020 - 15:52
Myndskeið
Sammála um að sameiginlegra viðbragða sé þörf
„Ekkert að frétta, bara allir glaðir,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir fund formanna ríkisstjórnarflokkanna með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins í Ráðherrabústaðnum. Fundinum lauk á sjöunda tímanum, en þetta var í annað skiptið sem þessir aðilar funduðu í dag um þá stöðu sem upp er komin í kjaramálum, en SA telur forsendur Lífskjarasamningsins brostnar.
Staða sveitarfélaganna gríðarlega misjöfn
Skýrsla starfshóps um áhrif COVID-19 á fjármál sveitarfélaga sýnir svart á hvítu að áhrif kórónuveirufaraldursins eru umtalsverð. Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra í samtali við fréttastofu.
Sigurður Ingi: Sundabraut kallar á 2.000 störf
Gerð Sundabrautar mun kalla á 2.000 störf til viðbótar segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Segir Bandaríkjamenn ekki hafa beitt sig þrýstingi
Samgönguráðherra segir það eiga eftir að koma í ljós hvort hann beiti heimild í nýju lagafrumvarpi til að banna hér fjarskiptabúnað frá löndum utan NATO eða EES. Hann segist sjálfur ekki hafa verið undir þrýstingi frá Bandarískum yfirvöldum um að sneiða hjá búnaði kínverska fyrirtækisins Huawei.
Sigurður Ingi furðar sig á töfum Miðflokksmanna
Samgönguáætlun næstu fimm ára var rædd í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, spurði Sigurð Inga Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um hvaða verkefni myndu tefjast ef afgreiðsla málsins frestast fram á haust. Sigurður furðaði sig hins vegar á tregðu Miðflokksmanna við að samþykkja áætlunina áður en Alþingi gerir hlé á störfum sínum í sumar.
Rafrænu ökuskírteinin væntanleg innan skamms
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur undirritað reglugerð sem heimilar útgáfu stafrænna ökuskírteina. Gangi áætlanir eftir verður hægt að sækja þau í símann síðar í mánuðinum í gegnum vefinn ísland.is. Ökuskírteini eru almennt viðurkennd gagnkvæmt milli EES-ríkja, en nýju skírteinin munu aðeins gilda hér á landi þar sem þau uppfylla ekki kröfur Evróputilskipunar.
12.06.2020 - 17:46
Kynnti tillögu um nýja flugstöð í Vatnsmýri
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti tillögu um byggingu nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli á ríkisstjórnarfundi í dag. Flugstöðin er í mun verra ástandi en talið var í fyrstu. Nýleg ástandsskoðun á henni leiddi þetta í ljós.
Sumir þingmenn misskilja málið
Sumir þingmenn virðast hafa misskilið málið að nokkru leyti, sagði Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórarráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun þegar hann var spurður út í þingsályktunartillögu um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga. Tillagan var samþykkt á Alþingi í gær en þrír stjórnarþingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðslu. Einn þeirra kallar tillöguna ofbeldi.
Meirihlutinn þurfti að taka stjórnina
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra er ánægður með þá niðurstöðu að Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hafi tekið tímabundið við formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Hann segir minnihlutann ekki hafa getað tekið á málinu og því mikilvægt að meirihlutinn hafi axlað þá ábyrgð að taka við stjórn í nefndinni. 
08.02.2019 - 12:39
Gagnrýna tillögur landbúnaðarráðherra
Formenn stjórnarandstöðuflokka á Alþingi kalla aðgerðir stjórnvalda til lausnar á vanda sauðfjárbænda ýmist plástur á sár eða biðleik sem muni stækka kjötfjallið en ekki minnka það.
Háskóli Íslands stendur ekki undir nafni
„Það er dapurlegt að Háskóli Íslands treysti sér ekki til þess að reka almennt háskólanám á landsbyggðinni. Aðalástæðan fyrir fækkun í íþróttakennaranámi er lenging námsins úr þremur árum í fimm. Það kallar á endurskipulagningu námsins hvort sem það flyst til Reykjavíkur eða verður áfram á Laugarvatni“, segir Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra og fyrsti þingmaður Sunnlendinga.