Færslur: Sigurður Ingi Jóhannsson

Sjónvarpsfrétt
Bútasaumur í samgöngum
Áform og útfærsla innviðaráðherra á gjaldtöku í samgöngum eru eins og bútasaumur og heildaryfirsýn skortir. Þetta segir formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Hann vill hefja gjaldtöku á stofnbrautum út frá höfuðborgarsvæðinu sem fyrst.
Vill opinbert hlutafélag utan um samgönguinnviði
Opinbert hlutafélag verður stofnað um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða, verði væntanlegt frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra að lögum.
Aukin samþjöppun kallar á breytta gjaldtöku
Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og núverandi innviðaráðherra segir að ef þróunin í sjávarútvegi verði sú að hér verði mjög fá mjög stór fyrirtæki sem banki á kvótaþakið þá kalli það á allt annars konar gjaldtöku fyrir afnot af auðlindinni. Hann segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi hafa komið á óvart.
Viðtal
Húsnæði verði ekki lengur áhættufjárfesting
Rúmur þriðjungur af þeim 35 þúsund íbúðum sem stefnt er að því að byggja á vegum ríkis og sveitarfélaga á að verða íbúðir á viðráðanlegu verði eða félagslegar íbúðir, segir innviðaráðherra.
Ríki og sveitarfélög byggja 35 þúsund íbúðir
Ríki og sveitarfélög stefna að byggingu 35 þúsund íbúða á næstu tíu árum. Innviðaráðherra undirritar rammasamning þess efnis á morgun.
Staða sveitarfélaga ekki jafn slæm og búist var við
Þó svo að það sé ekki góð staða að skuldir sveitarfélaga hafi tvöfaldast í faraldrinum er hún samt ekki jafn slæm og gert var ráð fyrir. Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Launakostnaður er sagður stór ástæða hallarekstrar sveitarfélaga. Sigurður Ingi segir að allir verði að halda aftur af sér bæði í kjarasamningagerð og verðlagningu á vörum.
Sigurður Ingi segir aðstæður á Baldri óboðlegar
Tíðar bilanir í Baldri vekja ugg um að ferjan sé ekki nægilega örugg, segir innviðaráðherra. Vandræðin með Breiðarfjarðarferjuna er verkefni sem þarf að leysa hratt og mikilvægt er að fólk í öllum byggðum landsins upplifi sig öruggt, segir formaður umhverfis- og samgöngunefndar.
Sigurður vill bæta stöðu leigjenda og brunavarnir
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi á Alþingi um breytingu á húsaleigulögum. Er markmið lagabreytingarinnar að bæta réttarstöðu leigjenda og brunavarnir í leiguhúsnæði.
Sjónvarpsfrétt
Sögulegar sveitarstjórnarkosningar 2022
Sveitarstjórnarkosningarnar 2022 fara á spjöld sögunnar vegna mikillar sveiflu til Framsóknarflokksins á landsvísu og fyrir versta gengi Sjálfstæðismanna í borginni til þessa
Þekkt aðferð til að stýra umræðunni að neita viðtölum
Ráðherrar hafa lítið eða ekkert gefið kost á viðbrögðum við stórum málum sem dynja á ríkisstjórninni þessa dagana. Stjórnmálafræðingur segir að það sé þekkt aðferð til að reyna að stýra umræðunni. Ljóst sé að ekki ríki sama sátt á stjórnarheimilinu og áður. 
Sigurður Ingi kærður fyrir brot á siðareglum Alþingis
Forsætisnefnd Alþingis hefur borist kæra gagnvart Sigurði Inga Jóhannssyni, innviðaráðherra, fyrir brot á siðareglum Alþingis. Þetta staðfestir Birgir Ármannsson, forseti Alþingis og forsætisnefndar, við fréttastofu.
11.04.2022 - 13:52
Silfrið
Segir Sigurð Inga skulda innflytjendum afsökunarbeiðni
Claudie Wilson, héraðsdómslögmaður, telur að Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra skuldi innflytjendum á Íslandi afsökunarbeiðni vegna ummæla um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Ummælin séu til þess fallin að auka á fordóma í samfélaginu.
10.04.2022 - 12:58
Viðtal
Krafa um afsögn myndi jafngilda stjórnarslitum
Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að það jafngilti stjórnarslitum ef ráðherrar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins krefðust afsagnar Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra og formanns Framsóknarflokksins vegna ummæla sem hann er sagður hafa látið falla á Búnaðarþingi.
Viðtal
Segja ummælin óheppileg, dapurleg og óásættanleg
Óheppilegt, dapurlegt og óásættanlegt voru meðal þeirra orða sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar nota til að lýsa ummælum Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins og innviðaráðherra, í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna á Búnaðarþingi í síðustu viku. Sjálfur vildi hann ekki tjá sig um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.
Orð Sigurðar Inga gætu reynst honum dýr
Orð Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins á Búnaðarþingi sem hann sjálfur segir óviðurkvæmileg gætu haft pólitísk eftirmál fyrir hann sjálfan og flokkinn, að mati almannatengils. Ólíklegt sé þó að ráðherra stígi til hliðar.
Veður óhagstætt til siglinga í Landeyjahöfn í vetur
Herjólfur hefur lítið getað siglt til Landeyjahafnar það sem af er ári. Í janúar voru ferðirnar 34 en 286 í janúar í fyrra. Rannsakað hefur verið hvernig megi bæta aðstæður í höfninni og hvernig megi fjölga dögum sem hægt verður að sigla þar um. Forsendur ríkisstyrks áætlunarflugs til Vestmannaeyja eru einnig í skoðun.
Biðst bara afsökunar ef Rússar hætta árásum á Úkraínu
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, segist geta beðist afsökunar á ummælum sínum um „illmennin í Kreml“ sem hann lét falla á flokksþingi Framsóknarflokksins á dögunum, ef Rússar hætta árásum á Úkraínu og viðurkenna ábyrgð á sínum voðaverkum. 
Vonar að Rússar beri gæfu til að losa sig við Pútín
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra, lýsti þeirri von í ræðu á flokksþingi í dag að rússneska þjóðin losi sig við núverandi ráðamenn sem hann kallaði „illmennin í Kreml“. Hann lagði áherslu á orkusjálfstæði og sagði að útflutningur á rafeldsneyti gæti orðið mikilvægur til að ná stærðarhagkvæmni. Sigurður Ingi kallaði eftir gjaldtöku af ofurhagnaði í sjávarútvegi og fjölbreyttu innlendu eignarhaldi í fiskeldi í stað samþjöppunar í eigu útlendinga.
Höfum áður tekið á móti þúsundum manna í einu vetfangi
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir Íslendinga ekki eiga að velta fyrir sér hvort innviðir okkar standi undir því að taka á móti þúsundum flóttamanna í einu vetfangi. Fordæmi séu fyrir því hér á landi að tekið hafi verið við mörgum þúsundum manna sem fara þurftu af heimilum sínum í skyndi.
Hátt í 200 milljarða króna ábati af Sundabraut
Ný félagshagfræðileg greining um lagningu Sundabrautar, leiðir í ljós 186-238 milljarða króna ábata fyrir samfélagið af framkvæmdunum. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, segir að niðurstöðurnar staðfesti þá sannfæringu hans að Sundabrautin muni umbylta umferð á höfuðborgarsvæðinu.
Ósamið um yfirtöku sveitarfélaga á rekstri skilavega
Nokkur sveitarfélög og Vegagerðin eiga enn ósamið um svokallaða skilavegi sem eru ákveðnir stofnvegir í þéttbýli. Árið 2007 var ákveðið með lagasetningu að sveitarfélög tækju við þeim vegum sem yrðu þá ekki lengur í umsjón Vegagerðarinnar heldur sveitarfélaganna.
Myndbönd
Formenn stjórnarflokkanna bjartsýnir um vaxandi velsæld
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Í kjölfarið fóru fram umræður þar sem tóku til máls þrír fulltrúar hvers þingflokks. Formenn ríkisstjórnarflokkana þriggja, Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarlokks, lögðu áherslu á loftslagsmál, bjartsýni og vaxandi velsæld í ræðum sínum.
Sjónvarpsfrétt
Hafa rætt um harðari aðgerðir fyrir óbólusetta
Rætt hefur verið á ríkisstjórnarfundum að harðari sóttvarnaaðgerðir verði látnar ganga yfir þá sem kjósa að þiggja ekki bólusetningu við kórónuveirunni. Forsætisráðherra segir að að slíku fyrirkomulagi myndu fylgja ýmis siðferðileg álitamál og það gæti haft áhrif á samstöðu í faraldrinum.  
Segja viðræður ganga vel og hlakka til þingstarfa
Formenn Vinstri grænna og Framsóknarflokks segja stjórnarmyndunarviðræður ganga vel. Formennirnir eru óþreyjufullir að hefja þingstörf eftir meira en fjögurra mánaða hlé. 
Heimskviður
Norrænt samstarf eftir COVID
Ráðamenn á Norðurlöndum virðast einhuga um að næst þegar löndin standa frammi fyrir vandamáli á borð við kórónuveirufaraldurinn verði þau að bregðast sameiginlega við. Þegar farsóttin breiddist út gripu ríkisstjórnir til einhliða ráðstafana. Anna Hallberg, norrænn samstarfsráðherra Svíþjóðar segir að þetta megi ekki gerast aftur. Sigurður Ingi Jóhannsson, starfsbróðir hennar, vonar að þeirri öfugþróun sem var í norrænu samstarfi hafi verið snúið við á þingi Norðurlandráðs í Kaupmannahöfn.