Færslur: Sigurður Guðmundsson

Jón Múli 100 ára
„Meira mæjones og minni pólitík“
Í mars voru hundrað ár liðin frá fæðingu Jóns Múla Árnasonar af því tilefni hélt Stórsveit Reykjavíkur tónleika honum til heiðurs í Hörpu. Öll þekktustu lög Jóns Múla voru flutt í glænýjum útsetningum.
01.01.2022 - 10:00
Viðtal
„Ég hef aldrei fengið listamannalaun“
„Ég ætla ekki að grenja yfir því, og hef getað lifað þokkalega af þessu án þess,“ segir Sigurður Guðmundsson tónlistarmaður sem hefur nokkrum sinnum sótt um listamannalaun en alltaf verið hafnað. Hann var að gefa út fyrstu sólóplötu sína, jafnframt þá fyrstu þar sem hann semur lög og texta.
22.06.2021 - 14:14
Straumar
Hver er gellan í bláu gallabuxunum?
Það muna flestir aðdáendur áttunda áratugarins eftir því þegar Magnús Þór Sigmundsson spurði hver þessi gallabuxnadrottning væri eiginlega, í laginu Blue Jean Queen, sem stanslaust hefur verið dansað við síðan 1976. Í Straumum kvöldsins mun Sigurður Guðmundsson söngvari flytja ábreiðu af laginu.
Viðtal
„Ríku þjóðirnar eru að sanka að sér bóluefnum“
Sigurður Guðmundsson, fyrrum landlæknir, efast um réttmæti þess að Íslendingar og aðrar ríkari þjóðir hamstri bóluefni á meðan fátækari þjóðir bíði í örvæntingu. Hann segir mikilvægt að gæta jafnaðar og að hætta sé á að faraldurinn fari aftur á stað ef sumum löndum sé ekki sinnt.
02.02.2021 - 10:56
Kósíheit í Hveradölum
Notalegt
Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius flytja lagið Notalegt.
Gagnrýni
Svo ljóslifandi og bjart
Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius senda nú frá sér jólaplötu í sameiningu og kallast hún einfaldlega Það eru jól. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem jafnframt er plata vikunnar á Rás 2.
Kósíheit í Hveradölum
Það snjóar
Sigurður Guðmundsson og Bríet flytja lagið Það snjóar.
Sigurður og Sigríður - Það eru jól
Jólabörnin Sigurð Guðmundsson og Sigríði Thorlacius þarf vart að kynna. Þau gáfu nýverið út plötuna Það eru jól sem er safn laga sem þau hafa gefið út á hverju hausti síðan árið 2014. Þar að auki eru á plötunni þrjú ný jólalög. Það eru jól er plata vikunnar á Rás 2.
Lagið um það sem er samkomubannað
Í fyrstu bylgju faraldursins flutti Sigurður Guðmundsson nýjan texta Braga Valdimars Skúlasonar við lagið um það sem er bannað í umræðuþætti um COVID-19 þar sem lögð var áhersla á börn og ungmenni. Textinn á jafn vel við núna og þá.
20.10.2020 - 09:18
„Þegar Sigurður urrar stekk ég úr búrinu“
„Ég er meira naut verandi eldri svo ég fæ meira svona „urrrr,“ segir Sigurður Guðmundsson um þau skipti sem hann og yngri bróðir hans, vinur og samstarfsfélagi Guðmundur Óskar verða ósáttir. Litli bróðir er fljótur að lúffa en oftast eru þeir mestu mátar. Þeir skipa hljómsveitina GÓSS ásamt Sigríði Thorlacius.
„Mig langaði ógeðslega mikið að vera Magga Gauja“
Vinirnir í þríeykinu GÓSS sendu nýverið frá sér ábreiðu af laginu Sólarsamba sem feðginin Maggi Kjartans og Margrét Gauja gerðu ódauðlegt í Söngvakeppninni 1988. Þau eru á leið í árlega hringferð um landið að bera út fagnaðarerindi sólarinnar.
Sóttbarnalög
Endalausar spurningar frá Ara
Hann Ari er átta ára trítill sem er óþreytandi að spyrja foreldra sína, ömmu og afa alls kyns spurninga um heiminn. Texti Aravísna endurspeglar vissulega veruleika margra foreldra í samkomubanni sem hafa þurft að svara spurningum barna sinna um af hverju himininn sé blár, hví sykurinn sé sætur og af hverju afi sé svona feitur.
25.04.2020 - 11:58
Jólatónleikar Sigríðar Thorlacius og Sigurðar Guðmunds
Hljóðritun frá jólatónleikum Sigríðar Thorlacius og Sigurðar Guðmundssonar sem fram fóru í Eldborgarsal í Hörpu 17. desember.
Myndskeið
Í ástarsambandi við alheiminn
Útilistaverk eru ekki rétti vettvangurinn til að gera tilraunir, þau þurfa fyrst og fremst að vera nógu góð til að standast tímans tönnm segir Sigurður Guðmundsson. Sýningin Skúlptúr og nánd var opnuð í Ásmundarsafni á dögunum en þar eru frummyndir að mörgum helstu útilistaverkum Sigurðar samankomin á einn stað.
26.01.2019 - 11:11
Breiddu yfir sígilt jólalag Ragga Bjarna
Jólin eru svo sannarlega tími Sigurðar Guðmundssonar og Sigríðar Thorlacius en þau voru gestir Popplands á Rás 2 í dag. Þar tóku þau meðal annars ábreiðu af jólalaginu sígilda „Er líða fer að jólum“ sem Ragnar Bjarnason gerði vinsælt á níunda áratugnum og hljómar enn í eyrum flestra Íslendinga í aðdraganda jólanna.
Siggi séní sá fyrir sér Aþenu norðursins
Málarinn og menningarsköpun er heiti nýrrar bókar um Sigurð Guðmundsson málara (1833-1874) og Kvöldfélagið sem starfrækt var í Reykjavík laust eftir miðja 19. öld.
Sigríður og Sigurður - Desemberkveðja
Út er komið nýtt jólalag þeirra Sigríðar Thorlacius og Sigurðar Guðmundssonar, sem heitir Desemberkveðja. Lagið er eftir Sigurð en textinn eftir Braga Valdimar Skúlason og meðfylgjandi tónlistarmyndband gerði Gunnar Örn.
Gagnrýni
Höfundur fastur í eigin ruglingslega handriti
Bókmenntagagnrýnandi Víðsjár segir góða kafla inn á milli í Musu eftir Sigurð Guðmundsson en heilt yfir reyni hún þó um of á þolinmæði lesenda. Ritstíflan sem bókin fjalli um endurspeglist í textanum sjálfum, sem hökti áfram, flatur og tilbreytingarlítill með krampakenndum rykkjum.
Haldinn sköpunargræðgi á háu stigi
„Mér finnst ég deyja ef ég er ekki sískapandi, þá finnst mér ég breytast í kjötstykki,“ segir Sigurður Guðmundsson myndlistarmaður og rithöfundur.
16.03.2017 - 12:11

Mest lesið