Færslur: Sigurður Guðjónsson

Viðtal
Heimurinn inni í flúorperunni
Ef allt væri með felldu hefði Sigurður Guðjónsson átt að vera í Feneyjum að undirbúa opnun íslenska skálans á Tvíæringnum. Honum var hins vegar frestað um eitt ár. Í millitíðinni hefur Sigurður opnað nýja sýningu í Berg Contemporary, sem nefnist Yfirskyggðir staðir.
Menningin
Sigurður Guðjónsson fulltrúi Íslands í Feneyjum
Sigurður Guðjónsson myndlistarmaður verður fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2021. Síðastliðin þrjú skipti hefur Kynningarmiðstöð Íslenskrar myndlistar auglýst eftir tillögum með útfærðum hugmyndum og listamann út frá þeim. Í þetta sinn var ákveðið að hafa annan hátt á.
Veit ekki alltaf hvert ég er að fara í byrjun
Sigurður Guðjónsson hlaut Íslensku myndlistarverðlaunin á dögunum fyrir verk sem hann setti upp í kapellu og líkhúsi St. Jósepsspítala í fyrra. Sigurður segist alltaf hafa verið samgróinn tækninni, í viðtali í Víðsjá.
Færa vinnandi fólki í landinu listina
St. Jósepsspítali í Hafnarfirði fékk nýtt tímabundið hlutverk þegar Sigurður Guðjónsson opnaði í samstarfi við Listasafn ASÍ sýninguna Innljós í kapellu og kjallara spítalans. Sýningin markar upphafið að nýju átaki sem gengur út á að sýna verk í eigu safnsins út um allt land.