Færslur: Sigur Rós

„Það voru aldrei neinar málamiðlanir"
Á Íslensku tónlistarverðlaununum 2021 hlaut Sigur Rós heiðursverðlaun. Hljómsveitin varð heimsfræg þegar platan Ágætis byrjun kom út 1999 og þeir segjast hafa vitað að þeir væru með eitthvað sérstakt í höndunum þegar platan var tilbúin. Að hafa trú á sjálfum sér, hafa gaman af því sem maður gerir og gera aldrei málamiðlanir er lykillinn að velgengninni, að sögn söngvara Sigur Rósar.
16.06.2021 - 08:28
Saksóknari áfrýjar í máli Sigur Rósar
Héraðsaksóknari Reykjavíkur hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu í máli gegn meðlimum hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Héraðsdómur sýknaði þá alla liðsmenn sveitarinnar í umsvifamiklu skattsvikamáli.
Íslensku tónlistarverðlaunin
Þökkuðu landanum góðar viðtökur við „furðumúsík“ sinni
Hljómsveitin Sigur Rós var heiðruð á Íslensku tónlistarverðlaununum sem fram fóru í Silfurbergi í Hörpu í kvöld. Hljómsveitin sagði það ólýsanlegt fyrir „gamla réttarsalsgengna menn“ að hljóta þessa viðurkenningu. Sveitin þakkaði sömuleiðis landanum öllum fyrir góðar viðtökur við „furðumúsík“ þeirra.
Menningin
Hrafnagaldur Óðins kominn út
Átján ára gömul hljóðritun af upptöku Sigur Rósar á Hrafnagaldri Óðins er loksins komin út.
Umboðsmaður Sigur Rósar harðorður í garð stjórnvalda
Dean O'Connor, umboðsmaður Sigur Rósar, segir að liðsmönnum sveitarinnar hafi aldrei liðið eins og framlag þeirra væri metið að verðleikum á Íslandi. „Þeir hafa gert svo mikið til að kynna landið síðustu 20 ár, það sér hver maður. Ég held að yfirvöld myndu ekki sækja svona hart fram ef þau kynnu að meta það sem sveitin hefur gert.“ Yfirvöld vilji gera mál Sigur Rósar að fordæmi og líti þannig á að ef þeir náist ættu allir að vera á varðbergi.
18.11.2020 - 15:57
Sigur Rós gefur loks út Hrafnagaldur Óðins eftir 18 ár
Þann 4. desember kemur út hljóðritun sem gerð var í listamiðstöðinni Grande Halle de la Villette í París árið 2002 á verkinu Hrafnagaldri Óðins. Að verkinu stóð hljómsveitin Sigur Rós í náinni samvinnu við Hilmar Örn Hilmarsson, Steindór Andersen og fleiri.
23.10.2020 - 11:33
Jónsi krefst þess að málinu verði vísað frá
Jón Þór Birgisson, eða Jónsi, söngvari hljómsveitarinnar Sigur Rósar, krefst þess að ákæru héraðssaksóknara gegn honum vegna meintra 146 milljóna króna skattsvika í tengslum við félag hans Frakk, verði vísað frá. Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður Jóns Þórs, og Ásmunda Björg Baldursdóttir saksóknari tókust á um frávísunarkröfuna í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.
Sambandsslitin höfðu mikil áhrif á texta plötunnar
Jónsi í Sigur Rós elskar hommateknó, er hættur með kærasta sínum til 16 ára og hefur nýverið unnið að ilmhönnun og innsetningum úr kynlífshjálpartækjum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali sem birtist á vef breska blaðsins Guardian í dag. Önnur sólóskífa hans Shiver kemur út í október en Sigur Rós eru í pásu eins og stendur.
18.08.2020 - 13:19
Robyn á nýrri plötu Jónsa í haust
Jónsi í Sigur Rós gefur út aðra sólóskífu sína, Shiver, í byrjun október. Heill áratugur er frá útgáfu hans síðustu, og jafnfram fyrstu, breiðskífu Go. Sænska poppstjarnan Robyn og Liz Fraser úr skosku indísveitinni Cocteau Twins verða í gestahlutverki á nýju plötunni.
24.06.2020 - 14:19
Füzz
Kjartan kaupir Sundlaugina
Sundlaugin í Mosfellsbæ, sem Sigur Rós breytti í hljóðver árið 1999, er eitt þekktasta hljóðver landsins. Undanfarin ár hefur Sundlaugin verið í eigu Birgis Jóns Birgissonar og Kjartans Sveinssonar en nú hefur Kjartan keypt hlut Birgis Jóns í rekstrinum.
16.05.2020 - 09:19
Jónsi í Sigur Rós krafðist frávísunar á skattsvikamáli
Jón Þór Birgisson, betur þekktur sem Jónsi úr Sigur Rós, krafðist þess við fyrirtöku í morgun að ákæru héraðssaksóknara vegna skattsvika í tengslum við félag hans Frakk yrði vísað frá dómi.
05.05.2020 - 17:42
Landsréttur vísar máli Sigur Rósar aftur í hérað
Landsréttur felldi í dag úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem máli héraðssaksóknara gegn liðsmönnum Sigur Rósar var fellt úr gildi. Var héraðsdómi gert að taka málið til efnislegrar meðferðar. „Vonsvikinn,“ segir Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður Sigur Rósar-manna. Hann vildi þó ekki tjá sig frekar þar sem hann hafði ekki séð dóm Landsréttar.
Hljóðupptökur
Ágætis hlustunarpartí 1999
Í Konsert á Rás 2 í kvöld förum við tuttugu ár aftur í tímann og fögnum með hljómsveitinni Sigur Rós, útgáfu hljómplötu þeirra, Ágætis byrjunar sem þá var nýútkomin.
13.06.2019 - 22:00
Myndskeið
Troðfullt hús yfir 20 ára tónleikaupptökum
Hljómsveitin Sigur Rós hélt útgáfutónleika fyrir aðra plötu sína, Ágætis byrjun, þann 12. júní árið 1999. Útgáfutónleikarnir voru hljóðritaðir á vegum Rásar 2 og í gær, tuttugu árum síðar, voru upptökurnar leiknar fyrir fullu húsi í Gamla bíói.
13.06.2019 - 13:36
Viðtal
„Ætluðum ekkert að stofna þessa hljómsveit“
Hljómplata Sigur Rósar, Ágætis byrjun, kom út 12. júní árið 1999 og samhliða voru útgáfutónleikar í Íslensku óperunni við Ingólfsstræti það sama kvöld. Nú tuttugu árum síðar fagnar hljómsveitin afmæli plötunnar í sama húsi, með því að hlusta á endurhljóðblandaðar upptökur Rásar 2 frá téðum tónleikum.
09.06.2019 - 12:58
Tónlist Sigur Rósar ómar undir kirkjubrennum
Kvikmyndin Lords of Chaos er byggð á ótrúlegri sögu norsku hljómsveitarinnar Mayhem sem endaði með kirkjubrennum og dauðsfalli á öndverðum 10. áratugnum. Tónlistin í myndinni er eftir Sigur Rós.
16.05.2019 - 14:50
Harma að málið þurfi að fara fyrir dóm
Liðsmenn hljómsveitarinnar Sigur Rós harma að skattamál þeirra þurfi að fara fyrir dóm og vona að málsástæður þeirra skýrist, eftir því sem segir í yfirlýsingu frá hljómsveitinni.
28.03.2019 - 16:21
Orri Páll Dýrason hættur í Sigur Rós
Orri Páll Dýrason, trommuleikari íslensku hljómsveitarinnar Sigur Rósar, hefur ákveðið að hætta í hljómsveitinni. Hann segir frá því á Facebook-síðu sinni að hann hafi verið borinn alvarlegum ásökunum. Á erlendum tónlistarvefjum hefur verið vísað í Instagram-færslur þar sem bandarísk kona, Meagan Boyd, sakar Orra Pál um alvarleg kynferðisbrot árið 2013.
01.10.2018 - 11:19
Jónsi semur tónlist fyrir þriðju drekamyndina
Tónlist Jónsa steinlá fyrir myndirnar og varð hluti af rödd þeirra, segir Dean DeBlois, leikstjóri teiknimyndanna How to train your dragon 1 og 2. Jón Þór Birgisson - Jónsi - söngvari Sigur Rósar, samdi lokalagið í báðum myndunum og endurtekur leikinn í þriðju myndinni sem kemur út á næsta ári. 
Myndskeið
Bransinn í kreppu en sköpunarkrafturinn þrífst
Það er ágæt þróun að markaðshliðin á tónlist hafi veikst því fyrir vikið eru fleiri fúsari til að líta á hana sem listform, segir Jarvis Cocker, söngvari hljómsveitarinnar Pulp. Hann var meðal þátttakenda á listahátíð Sigur rósar, Norður og niður, í Hörpu milli jóla og nýárs.
05.01.2018 - 10:53
Óveður
Tónleikar Sigur Rósar í Eldborgarsal Hörpu laugardaginn 30. desember voru í beinni útsendingu á RÚV.
03.01.2018 - 16:39
Niður
Tónleikar Sigur Rósar í Eldborgarsal Hörpu laugardaginn 30. desember voru í beinni útsendingu á RÚV.
03.01.2018 - 16:37
Fljótavík
Tónleikar Sigur Rósar í Eldborgarsal Hörpu laugardaginn 30. desember voru í beinni útsendingu á RÚV.
03.01.2018 - 16:35
Dauðalagið
Tónleikar Sigur Rósar í Eldborgarsal Hörpu laugardaginn 30. desember voru í beinni útsendingu á RÚV.
03.01.2018 - 16:32
E-Bow
Tónleikar Sigur Rósar í Eldborgarsal Hörpu laugardaginn 30. desember voru í beinni útsendingu á RÚV.
03.01.2018 - 16:21