Færslur: Sigrún Eldjárn

Viðtal
„Okkur hefur alltaf komið mjög vel saman“
Það er fimm ára aldursmunur á systkinunum Þórarni og Sigrúnu Eldjárn sem sjaldan hafa deilt í gegnum tíðina og alltaf verið vel til vina. Þau hafa sent frá sér þrettán barnaljóðabækur saman þar sem Þórarinn yrkir vísur og Sigrún myndskreytir. Sú nýjasta nefnist Rím og roms og er sumarleg ljóðabók sem kom út á dögunum.
Orð um bækur
Mér finnst ég mest bara hafa verið að skemmta mér
Sigrún Eldjárn segist aldrei vita nákvæmlega hvort hún sé að vinna eða hvort hún sé einfaldlega að skemmta sér. Hugmyndir spyrji ekki að því hvort listamaður sé í sumarfríi eða hafi örugglega stimplað sig inn í vinnu sína, þegar þær banka upp á.
17.09.2020 - 11:57
Orð um bækur
Framtíðardystópíur uppfullar af táknum
Umhverfisáhyggjur Sigrúnar Eldjárn rithöfundar skína í gegn í Koparegginu, barnabók sem fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin 2018. Þó ekki sé langt liðið frá því bókin kom út horfir allt önnur heimsmynd við lesendum hennar í dag en þegar hún kom út. Halla Þórlaug Óskarsdóttir rýnir í táknfræði sögunnar.
24.04.2020 - 12:03
Gagnrýni
Djörf tilraun sem tekst ekki alveg
„Mér finnst að mörgu leyti ekki alveg takast að skapa sannfærandi heim sem fullnægir báðum atriðum, að vera trúverðugur en jafnvel þolanlegur fyrir lesendurna sem hún er að stíla inn á. Ég er ekki alveg að kaupa þetta,“ segir Þorgeir Tryggvason gagnrýnandi Kiljunnar um Kopareggið eftir Sigrúnu Eldjárn.
Ragnheiður og Sigrún tilnefndar til verðlauna
Ragnheiður Eyjólfsdóttir og Sigrún Eldjárn eru tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019.
Vonin er í börnunum – og í bókunum
Sigrún Eldjárn minntist þess þegar hún flutti fjórtán ára gömul á Bessastaði þegar hún tók á móti Íslensku bókmenntaverðlaununum í gær. Hún viðurkenndi að það hafi reynst unglingi erfitt að flytja úr borginni en búsetan hafi samt haft sínar björtu hliðar.