Færslur: Sigríður Thorlacious

Sigurður og Sigríður - Það eru jól
Jólabörnin Sigurð Guðmundsson og Sigríði Thorlacius þarf vart að kynna. Þau gáfu nýverið út plötuna Það eru jól sem er safn laga sem þau hafa gefið út á hverju hausti síðan árið 2014. Þar að auki eru á plötunni þrjú ný jólalög. Það eru jól er plata vikunnar á Rás 2.
Tónlistarfólk sefur ekki endalaust og hangir á barnum
Sigríður Thorlacius söngkona segir að tónlistarfólk sé upp til hópa orðið þreytt á úrræðaleysi stjórnvalda gagnvart gífurlegu tekjutapi sem þau hafa flest þurft að þola síðan í vor, sumir jafnvel algjöran tekjumissi. „Á bak við þessar tölur er venjulegt fólk sem á húsnæði, börn í skóla og þarf að borga af bílalánum,“ segir hún.
03.10.2020 - 10:51
„Mig langaði ógeðslega mikið að vera Magga Gauja“
Vinirnir í þríeykinu GÓSS sendu nýverið frá sér ábreiðu af laginu Sólarsamba sem feðginin Maggi Kjartans og Margrét Gauja gerðu ódauðlegt í Söngvakeppninni 1988. Þau eru á leið í árlega hringferð um landið að bera út fagnaðarerindi sólarinnar.
Jólatónleikar Sigríðar Thorlacius og Sigurðar Guðmunds
Hljóðritun frá jólatónleikum Sigríðar Thorlacius og Sigurðar Guðmundssonar sem fram fóru í Eldborgarsal í Hörpu 17. desember.
Myndskeið
Sungu sigurlag Portúgala með íslenskum texta
Á meðan áhorfendur gerðu upp hug sinn í símakosningu Söngvakeppninnar, stigu þau Sigríður Thorlacius og Valdimar Guðmundsson á svið og fluttu lagið Amar Pelos Dois sem skilaði hinum portúgalska Salvador Sobral sigri í Eurovision í Kænugarði á síðasta ári.
Breiddu yfir sígilt jólalag Ragga Bjarna
Jólin eru svo sannarlega tími Sigurðar Guðmundssonar og Sigríðar Thorlacius en þau voru gestir Popplands á Rás 2 í dag. Þar tóku þau meðal annars ábreiðu af jólalaginu sígilda „Er líða fer að jólum“ sem Ragnar Bjarnason gerði vinsælt á níunda áratugnum og hljómar enn í eyrum flestra Íslendinga í aðdraganda jólanna.
Sigríður og Sigurður - Desemberkveðja
Út er komið nýtt jólalag þeirra Sigríðar Thorlacius og Sigurðar Guðmundssonar, sem heitir Desemberkveðja. Lagið er eftir Sigurð en textinn eftir Braga Valdimar Skúlason og meðfylgjandi tónlistarmyndband gerði Gunnar Örn.
Með tónlistina í blóðinu
Tómas R. Einarsson er með okkar allra iðnustu tónlistarmönnum og á Bongó leggur hann fram sprúðlandi virðingarvott við kúbanska tónlist. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í plötuna sem var plata vikunnar á Rás 2 í síðustu viku.