Færslur: Sigríður Á Andersen

Heimila endurupptöku tveggja sakamála úr Landsrétti
Tvö sakamál, dæmd í Landsrétti, verða tekin upp að nýju. Endurupptökudómur hefur heimilað það á grundvelli dóms yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu svonefnda.
Viðtal
Segir gildandi sóttvarnaaðgerðir gera Ísland fátækara
„Engu ríki hefur tekist að vernda heilsu, hvað þá líf, borgara sinna með því að verða fátækara. Og Ísland er að verða fátækara með hverjum deginum sem líður í aðgerðum sem þessum.“ Þetta segir Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokkins í samtali við fréttastofu. 
Sigríður spyr hvort fórna eigi öllu vegna þriggja smita
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar skorar á ríkisstjórnina að fara að tilmælum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra gerir athugasemdir við það að herða eigi sóttvarnaaðgerðir vegna þriggja smita utan sóttkvíar. Loforð um eðlilegt líf sé þar með fokið.
Sigríður fær harðar ákúrur frá dómurum yfirdeildarinnar
Allir 17 dómarar yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu voru í grundvallaratriðum sammála um að staðfesta úrskurð dómstólsins í Landsréttarmálinu. Í dómnum, sem var birtur í morgun, er mikilvægi sjálfstæðis dómstóla margítrekað og ákvarðanir Sigríðar Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og samþykki þeirra á Alþingi, metnar ólöglegar. Þetta er endanleg niðurstaða Mannréttindadómstólsins og ekki hægt að áfrýja dómnum.
Sigríður fylgist með Landsréttarmálinu í Strassborg
Málflutningur í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu er á morgun.
04.02.2020 - 15:21