Færslur: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Segir kirkju sem fangar tíðarandann dæmda til mistakast
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fer hörðum orðum um stefnu kirkjunnar á Íslandi í grein í tímaritinu Spectator í dag. Kirkjan sé dæmd til að mistakast, reyni hún að fanga tíðarandann. Kirkjan sé með rangar áherslur og sé allt of oft þögul í málum sem skipti miklu máli.
Myndskeið
Skynsamlegt að leita annað þegar álag er á Landspítala
Það er almennt góð ráðstöfun að semja við þá sem geta verið hagkvæmir og sveigjanlegir í að veita þjónustu. Þetta var hluti svars Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Miðflokksins, á þingi í morgun.
Logi ætlar að kjósa Guðna
Formenn flokkanna voru almennt ekki tilbúnir til að svara fyrirspurn fréttastofu um hvort þeir hygðust kjósa Guðmund Franklín Jónsson eða Guðna Th Jóhannesson í forsetakosningunum á laugardaginn. Ein undantekning var þar á - það var Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Viðtal
Sakar stjórnina um sósíalisma í heilbrigðismálum
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ríkisstjórnina reka sósíalíska stefnu í heilbrigðismálum. Í Kastljósinu í kvöld sagðist hann ekki vera talsmaður aukins einkareksturs í heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðiskerfið á Íslandi hafi hins vegar alltaf verið blandað. Bæði ríkið og einkaaðilar hafi veitt þjónustuna, en grundvallaratriðið væri að ríkið borgar.
23.01.2020 - 20:14
Flugvallaróvissa áhyggjuefni fyrir landsbyggðina
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að sér þyki stórundarlegt að samgönguráðherra hafi undirritað samkomulag um framtíðarskipan flugvallarmála á suðvesturhorni landsins. Það sé í beinni andstöðu við samþykktir og stefnu flokks ráðherrans. Sigmundur Davíð segir þróunina hafa verið óheillavænlega.
Þvottaburstamálið dæmi um móðgunarmenningu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir stóra uppþvottaburstamálið svokallaða og viðbrögð við því einkennandi fyrir móðgunarmenningu sem náð hafi fótfestu á Vesturlöndum og víðar á undangengnum árum.
10.06.2019 - 17:49
Ekki samantekin ráð að ganga út úr þingsal
Harðjaxlar á þingi eru farnir að missa svefn og þingið er tæplega starfhæft, segir Guðjón Brjánsson, þingmaður Samfylkingar, sem gekk út þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tók til máls í gær. Nokkrir þingmenn gengu út úr sal Alþingis en segja það ekki hafa verið samantekin ráð.
Mynd með færslu
Stefnuræða Sigmundar á landsþingi Miðflokksins
Bein útsending frá stefnuræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á landsþingi Miðflokksins hefst 13:15.
22.04.2018 - 10:52
Telur ríkið enn geta náð til sín Arion banka
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur að enn sé hægt að virkja forkaupsrétt ríkisins á Arion banka, þrátt fyrir að búið sé að selja 29% hlut til erlendra aðila. Þetta sé eitt af fjölmörgum skrefum sem þurfi að stíga til að endurskipuleggja fjármálakerfið.