Færslur: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Formaður kjördæmaráðs Miðflokksins segir af sér
Óskar Herbert Þórmundsson, formaður kjördæmaráðs Miðflokksins í Suðurkjördæmi, sagði af sér á fundi kjördæmaráðsins á laugardaginn. Hann ákvað að gera það vegna þess hvernig brotthvarf Birgis bar að, enda telur hann sig bera ábyrgð á uppstillingu listans í kjördæminu.
Sjónvarpsfrétt
„Þetta eru svik við flokkinn og ég er flokksmaður“
Þingmann Miðflokksins grunar að Birgir Þórarinsson hafi ígrundað flokkaskipti fyrir alþingiskosningarnar. Formaður flokksins kveðst ekki hafa náð sambandi við varaþingmanninn í Suðurkjördæmi. Það sé þó brýnt. Hann kveðst bjartsýnn á framtíð flokksins.
„Ekki gott að heyja baráttu undir fölsku flaggi“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins telur að of seint hafi verið að reyna að telja Birgi Þórarinsson af ákvörðun sinni að yfirgefa Miðflokkinn og ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, þegar hann frétti af því.
Vill alvöru stjórnmálaumræðu fyrir kosningar
Endurreisn efnahagslífsins og heilbrigðiskerfisins eru meðal helstu baráttumála Miðflokksins fyrir komandi alþingiskosningar, að sögn formanns flokksins. Hann vonast til að alvöru stjórnmálaumræða eigi sér stað í aðdraganda kosninga, hana hafi vantað.
Myndband
Þjónaði ekki öðrum tilgangi en að seðja hungur
Instagram-myndband Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins hefur vakið mikla athygli í dag. Ýmsar kenningar hafa sprottið upp á netheimum um myndbandið sem sýnir Sigmund sitjandi á steini á meðan hann gæðir sér á hráu íslensku hakki, beint úr umbúðunum.
06.08.2021 - 14:48
Hæstvirtur forsætisráðherra, hvað eru mörg kyn?
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur beint fyrirspurn til forsætisráðherra þar sem spurt er hve mörg kyn mannfólks eru, að mati ráðuneytisins.
Morgunútvarpið
Andstaða virðist aukast gegn hinsegin fólki í Evrópu
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna 78, segir að aukning sé á andstöðu gagnvart sýnileika hinsegin fólks víða í Evrópu. Hún var í viðtali í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun þar fram kom að transfólk finni sérstaklega fyrir mótbyr.
Almenningur ekki fengið rétt verð fyrir bankann
Forsætisráðherra segir hlutafjárútboð Íslandsbanka vel heppnað og að mikill áhugi fjárfesta hafi aukið verðmæti eignarhlutar ríkisins í bankanum. Formenn stjórnarandstöðuflokka segja útboðsgengið hafa verið of lágt og harma að erlendir vogunarsjóðir séu aftur komnir inn í bankakerfið.
Myndskeið
„Við munum verja fullveldið"
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur Eldhúsdagsræðu sína og jafnframt fyrstu ræðu kvöldsins á því að líta yfir farinn veg og benda á að mörg mál hafi beðið óleyst árum saman. Núverandi ríkisstjórn hafi ekki reynst vel og hafi átt sína bestu daga í skjóli faraldursins. Heilbrigðiskerfið sé í krísu eftir kjörtímabilið, biðlistar lengist og hjúkrunarheimili séu fjársvelt.
Segjast ganga óbundin til kosninga með undantekningum
Fulltrúar þeirra flokka sem eiga sæti á þingi veltu upp mögulegu stjórnarmynstri í Silfrinu í morgun. Flest sögðust ganga óbundin til kosninga í haust en þó voru undantekningar á því. 
Viðtal
Afleiðingar faraldurs, atvinna og jöfnuður til umræðu
Kórónuveirufaraldurinn var leiðtogum stjórnmálaflokkanna átta sem sæti eiga á þingi ofarlega í huga aðspurð um hverjar áherslurnar yrðu fyrir þingkosningarnar í haust. Leiðtogarnir voru gestir í Silfrinu í morgun og nefndu auk faraldursins, atvinnumál, loftslagsvána og sjálfvirknivæðingu til framtíðar.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Fulltrúar flokkanna á þingi í Silfrinu
Í Silfrinu mætast formenn eða fulltrúar flokkanna sem eiga sæti á þingi hjá Agli Helgasyni og Fanneyju Birnu Jónsdóttur. Þar verður sleginn upptaktur fyrir komandi kosningar í haust og rætt um áherslur í stjórnmálunum.
Segir lagabreytingar „gjöf til glæpagengja“
Ástæða er til að óttast að Íslendingar séu að missa tökin á skipulagðri glæpastarfsemi. Glæpamenn misnota hælisleitendakerfið og ekki hafa verið stigin nauðsynleg skref til að stemma stigu við þessari þróun. Í stað þess að búa lögreglu nauðsynlegum tækjabúnaði er hún send á rétttrúnaðarnámskeið. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, á Alþingi í dag.
Segir kirkju sem fangar tíðarandann dæmda til mistakast
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fer hörðum orðum um stefnu kirkjunnar á Íslandi í grein í tímaritinu Spectator í dag. Kirkjan sé dæmd til að mistakast, reyni hún að fanga tíðarandann. Kirkjan sé með rangar áherslur og sé allt of oft þögul í málum sem skipti miklu máli.
Myndskeið
Skynsamlegt að leita annað þegar álag er á Landspítala
Það er almennt góð ráðstöfun að semja við þá sem geta verið hagkvæmir og sveigjanlegir í að veita þjónustu. Þetta var hluti svars Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Miðflokksins, á þingi í morgun.
Logi ætlar að kjósa Guðna
Formenn flokkanna voru almennt ekki tilbúnir til að svara fyrirspurn fréttastofu um hvort þeir hygðust kjósa Guðmund Franklín Jónsson eða Guðna Th Jóhannesson í forsetakosningunum á laugardaginn. Ein undantekning var þar á - það var Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Viðtal
Sakar stjórnina um sósíalisma í heilbrigðismálum
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ríkisstjórnina reka sósíalíska stefnu í heilbrigðismálum. Í Kastljósinu í kvöld sagðist hann ekki vera talsmaður aukins einkareksturs í heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðiskerfið á Íslandi hafi hins vegar alltaf verið blandað. Bæði ríkið og einkaaðilar hafi veitt þjónustuna, en grundvallaratriðið væri að ríkið borgar.
23.01.2020 - 20:14
Flugvallaróvissa áhyggjuefni fyrir landsbyggðina
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að sér þyki stórundarlegt að samgönguráðherra hafi undirritað samkomulag um framtíðarskipan flugvallarmála á suðvesturhorni landsins. Það sé í beinni andstöðu við samþykktir og stefnu flokks ráðherrans. Sigmundur Davíð segir þróunina hafa verið óheillavænlega.
Þvottaburstamálið dæmi um móðgunarmenningu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir stóra uppþvottaburstamálið svokallaða og viðbrögð við því einkennandi fyrir móðgunarmenningu sem náð hafi fótfestu á Vesturlöndum og víðar á undangengnum árum.
10.06.2019 - 17:49
Ekki samantekin ráð að ganga út úr þingsal
Harðjaxlar á þingi eru farnir að missa svefn og þingið er tæplega starfhæft, segir Guðjón Brjánsson, þingmaður Samfylkingar, sem gekk út þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tók til máls í gær. Nokkrir þingmenn gengu út úr sal Alþingis en segja það ekki hafa verið samantekin ráð.
Mynd með færslu
Stefnuræða Sigmundar á landsþingi Miðflokksins
Bein útsending frá stefnuræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á landsþingi Miðflokksins hefst 13:15.
22.04.2018 - 10:52
Telur ríkið enn geta náð til sín Arion banka
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur að enn sé hægt að virkja forkaupsrétt ríkisins á Arion banka, þrátt fyrir að búið sé að selja 29% hlut til erlendra aðila. Þetta sé eitt af fjölmörgum skrefum sem þurfi að stíga til að endurskipuleggja fjármálakerfið.