Færslur: Siglufjörður

Segir göng milli Fljóta og Siglufjarðar ekki geta beðið
Byggðarráð Skagafjarðar skorar á samgönguráðherra að tryggja að undirbúningi jarðganga á milli Fljóta og Siglufjarðar verði lokið sem fyrst. Lögreglustjóri á Norðurlandi vestra og varaformaður byggðarráðs segir framkvæmdina ekki þola lengri bið.
29.10.2020 - 11:51
Myndskeið
„Á hraðri leið að fara til fjandans"
Bæjarstjórnin í Fjallabyggð kannar nú leiðir til bjargar Siglunesi, sem liggur milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar. Mikið landbrot hefur verið á nesinu undanfarin ár og segja staðkunnugir að höfnin á Siglufirði verði ónothæf verði nesinu ekki bjargað.
26.10.2020 - 13:33
Glæpaalda á Siglufirði - innbrot í skóla og bíl stolið
Lögreglan á Siglufirði hefur haft í nægu að snúast undanfarna daga. Innbrot í bíla og hús hafa verið tilkynnt fjórar síðustu nætur. Í gærkvöldi var maður handtekinn grunaður um innbrot í nokkur hús í bænum.
09.10.2020 - 09:43
Siglfirðingar uggandi yfir innbrotum
Ekki hefur tekist að hafa hendur í hári innbrotsþjófs sem farið hefur inn í hús á Siglufirði síðustu daga. Íbúi sem sá einhvern reyna að fara inn í bíla í nótt segir bæjarbúa uggandi.
Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði innikróuð
Ósáttur nágranni Björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði hefur girt tækjaskemmu sveitarinnar af með bifreiðum og vinnuvélum. Björgunasveitin kemur búnaði sínum því ekki út ef á þarf að halda.
09.09.2020 - 18:11
Ögn rólegra en vanalega um verslunarmannahelgi
Svolítill erill var hjá lögreglunni á Akureyri einkum um miðbik nætur. Mest var um drykkjulæti og hávaða.
Jarðskjálfti 4,7 stig á Tjörnesbrotabeltinu
Jarðskjálfti sem mældist 4,7 stig mældist norð-norðvestur af Gjögurtá laust eftir klukkan þrjú í nótt.
Vel hefur gengið að dæla burt vatni
Enn er unnið við að dæla vatni úr fráveitukerfinu á Siglufirði og miðar vel að sögn Ámunda Gunnarssonar slökkviðliðsstjóra Slökkviliðs Fjallabyggðar.
18.07.2020 - 23:37
Vindur hvass og hviðóttur fram eftir kvöldi
Á Siglufirði hefur úrkoman síðasta sólarhringinn mælst 117 mm og á Flateyri hefur hún mælst 91,7 mm. Veðurstofan gaf nú undir kvöld út gula viðvörun fyrir suðuausturland á morgun. Búast má við allhvassri vestanátt austan Öræfa. Þar getur vindur farið yfir 25 m/s í hviðum og er slíkt varasamt fyrir  ökutæki sem taka á sig mikinn vind.
140 ára færeyskur kútter á Siglufirði
Færeyski kútterinn Westward Ho kom til Siglufjarðar í byrjun vikunnar. Skipið var byggt í Grimsby árið 1884 og er því nærri 140 ára gamalt.
02.07.2020 - 16:48
Skjálfti af stærðinni 2,9 mældist í nótt
Jarðskjálfti af stærðinni 2,9 mældist 20 kílómetra norðaustur af Siglufirði klukkan rúmlega tvö í nótt. Samkvæmt óyfirförnum niðurstöðum Veðurstofunnar mældist annar af stærðinni 2 klukkan þrjú í nótt um 30 kílómetra vestur af Grímsey.
Tveir skjálftar með stuttu millibili uppá 4,2 og 3,5
Jarðskjálftahrina við mynni Eyjafjarðar stendur enn yfir. Jarðskjálfti af stærðinni 4,2 varð rétt fyrir hádegi klukkan 11:51, 29 kílómetra norðaustur af Siglufirði. Annar skjálfti af stærðinni 3,5 varð svo klukkan 12:02 á svipuðum slóðum.
Var í fjallgöngu er fyrsti skjálftinn reið yfir
Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Fjallabyggð var í fjallgöngu þegar fyrsti skjálftinn af skjálftahrinunni sem verið hefur í Tjörnesbeltinu undanfarna daga, reið yfir.
22.06.2020 - 08:04
Annar jarðskjálfti mældist 4,0
Jarðskjálfti sem varð klukkan kl. 12.51 mældist 4,0 um 20 km norðaustur af Siglufirði. Rétt fyrir hádegi var annar eftirskjálfti af stærð 4,0 á sömu slóðum. Tilkynningar hafa borist um að báðir skjálftarnir hafi fundist á Siglufirði og til Akureyrar.
21.06.2020 - 13:19
Hafa áhyggjur af göngufólki á Norðurlandi
„Við vitum að það er mikið af ferðafólki og gönguhópum á Tröllaskaga,“ segir Jón Kristinn Helgason, sérfræðingur á sviði skriðufalla og hættumats hjá Veðurstofu Íslands. Margar tilkynningar bárust Veðurstofunni í gærkvöldi eftir skjálftann um grjóthrun og skriður nyrst á skaganum.
21.06.2020 - 13:00
Yfir 1.100 skjálftar mælst síðustu tvo sólarhringa
Skjálftahrinan norðaustur af Siglufirði heldur áfram af fullum krafti. Laust fyrir klukkan þrjú í nótt fannst jarðskjálfti á Siglufirði, sem samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands mældist 4,3 að stærð. Undanfarna tvo sólarhringa hafa mælst yfir 1.100 skjálftar á Tjörnesbrotabeltinu við Norðurland, 65 þeirra hafa mælst yfir 3 að stærð. Stærsti skjálftinn sem orðið hefur í þessari hrinu mældist 5,6. Hann fannst allt vestur til Ísafjarðar og á höfuðborgarsvæðinu.
21.06.2020 - 03:06
Menntaskólinn á Tröllaskaga vel undirbúinn undir COVID
Eftir að skellt var í lás í framhaldsskólum hefur reynt á bæði kennara og nemendur að finna lausnir. Í Menntaskólanum á Tröllaskaga varð breytingin þó ekki ýkja mikil.
28.04.2020 - 18:14
Síðdegisútvarpið
Siglfirskur ljóðalestur slær í gegn
Á dögunum vakti myndband frá Ljóðasetri Íslands mikla athygli en í því flytur hópur fólks lög fyrir íbúa í Skálarhlíð. Myndbandið er hluti af nær daglegum útsendingum sem Ljóðasetrið stendur fyrir á meðan að samkomubanni stendur.
Náungakærleikur á skrítnum tímum
Slysavarnadeildin Vörn á Siglufirði fer í kjörbúðina og apótek fyrir þá sem treysta sér ekki vegna COVID-19. „Það minnsta sem við getum gert“ segir sjálfboðaliði.
19.03.2020 - 13:58
Myndskeið
Siglfirðingar þreyttir á vetrartíð og lokunum
Siglfirðingar eru margir hverjir orðnir þreyttir á vetrartíð og sífelldum lokunum á vegum. Á síðustu tveimur mánuðum hafa hafa lokaðir vegir og snjóflóðaviðvaranir verið nær daglegt brauð.
18.02.2020 - 20:59
Myndskeið
„Djöfullegur dagur“ og allt á floti á Sauðárkróki
Færð á vegum spilltist víða á Vestfjörðum og Norðurlandi í dag vegna veðurs og fjallvegir eru margir hverjir lokaðir. Hættuástandi vegna snjóflóða var lýst yfir í Súðavíkurhlíð og Ólafsfjarðarmúla og rafmagnslaust var fram yfir hádegi frá Kelduhverfi austur á Þórshöfn vegna bilunar í tengibúnaði við Laxárvirkjun. Sjávarstaða var há og á norðanverðu landinu flæddi víða yfir hafnarsvæði.
10.02.2020 - 19:15
Siglufjörður – saga af bæ
„Þó maður væri unglingur þá fann maður þetta“
Siglufjörður lifði gríðarlega uppgang frá aldamótunum 1900 en upp úr 1960 fór síldarlausu árunum að fjölga og síldin hvarf svo alveg 1968. Fjallað verður um Siglufjörð eftir síldina í fimmta og síðasta þætti af Siglufirði – sögu af bæ á RÚV í kvöld.
02.02.2020 - 09:00
Siglfirðingar fagna sólinni í dag
Í dag er sólardagurinn á Siglufirði. Þá fagna íbúarnir því að sólin skín þar í fyrsta sinn síðan um miðjan nóvember. Siglfirðinga sporðrenna um 2000 sólarpönnukökum í dag.
28.01.2020 - 12:02
Myndskeið
Fáir á ferli í snjókomu á Siglufirði
Hann blés hressilega úr norðri á Siglufirði á ellefta tímanum í morgun og það snjóaði. Á meðfylgjandi myndbandi sem Ingvar Erlingsson tók fyrir Fréttastofu má sjá að það voru ekki margir á ferli í óveðrinu.
10.12.2019 - 11:55
Komin ró á Siglufirði eftir hellirigningu
Mikil rigning var á Siglufirði í gær. Slökkvilið Fjallabyggðar og björgunarsveit var kölluð út til að fást við afleiðingarnar. Aðgerðir gengu vel og nú er að lægja, segja forsvarsmenn.
11.10.2019 - 11:02