Færslur: Siglufjörður

Leggja áherslu á umferðareftirlit um helgina
Nú er verslunarmannahelgin að bresta á og landsmenn sækja bæjarhátíðir víða um land. Hátíðarhöld verða á Akureyri og í Fjallabyggð um helgina en nokkur viðbúnaður er hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Sérstök áhersla verður lögð á umferðareftirlit og verður meðal annars fylgst með umferðinni úr þyrlu.
Berjadagar og hátíð fjórðu helgina í röð á Siglufirði
Búast má við miklum straumi fólks til Fjallabyggðar um helgina þar sem tvær bæjarhátíðir fara fram í nágrannabæjunum Ólafsfirði og Siglufirði.
29.07.2022 - 12:31
Sjónvarpsfrétt
Fá aldrei nóg af síldinni
Þrátt fyrir að síldarmiðin séu ekki eins gjöful og áður má segja að nýtt síldarævintýri sé hafið á Siglufirði. Met er á bókunum á síldarsöltunum en nú er saltað fyrir erlenda ferðamenn.
18.07.2022 - 12:54
Sjónvarpsfrétt
Balkönsk hálssöngtækni og íslenskur rímnakveðskapur
Þjóðlagahátíðin er haldin í tuttugasta og annað sinn á Siglufirði um helgina þar sem íslenskum og erlendum þjóðlögum er gert hátt undir höfði.
09.07.2022 - 10:00
Skjálftahrina norður af Gjögurtá
Jörð hefur skolfið á Norðurlandi í kvöld þar sem hrina skjálfta með upptök norðvestur af Gjögurtá hefur riðið yfir. Hrinan hófst stundarfjórðung fyrir ellefu í kvöld með skjálfta sem reyndist 2,7 að stærð. Annar öllu stærri, 3,2, varð svo klukkan 23.21. Sá fannst vel á Siglufirði, segir í tilkynningu jarðvísindamanns á vef Veðurstofunnar.
28.06.2022 - 00:44
Sjónvarpsfrétt
Síðasta tunnan til Siglufjarðar eftir langt ferðalag
Síld­ar­minja­safnið á Sigluf­irði fékk í vikunni afhenta síðustu tunnu síldarævintýrisins. Tunnan sem upphaflega átti að koma til landsins með síðasta farminum fyrir tæpum fjörutíu árum féll frá borði og í hendur ævintýramanns frá Noregi sem hefur varðveitt hana síðan.
02.06.2022 - 13:13
Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 út af Gjögurtá
Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 varð laust fyrir klukkan tvö í nótt, tæplega átta kílómetra norðnorðvestur af Gjögurtá austast á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu. Tilkynningar bárust Veðurstofu frá Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík um að skjálftinn hefði fundist.
LED-væðing hefur sparað Fjallabyggð milljónir
Með því að LED-væða götulýsingu í Fjallabyggð hefur sveitarfélagið sparað milljónir króna árlega. Deildarstjóri tæknideildar segir sveitarfélög geta sparað umtalsverðar upphæðir við það eitt að skipta yfir í LED lýsingu.
16.03.2022 - 12:58
Blönduð ferðaþjónusta á flugvallarsvæði
Á flugvallarsvæði Siglufjarðar mun að öllum líkindum byggjast upp ýmis konar ferðaþjónustutengd starfsemi. Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir að stefnt sé á að minni flugvélar geti þó áfram nýtt flugbrautina.
09.03.2022 - 09:01
Sigl­ó Hót­el verð­ur Ke­a­hót­el
Keahótel ehf. hafa tekið við rekstri Sigló Hótels á Siglufirði og tengdrar starfsemi til næstu sautján ára. Keahótel mun leigja hótelið sjálft, veitingastaðina Sunnu, Rauðku og Hannes Boy, ásamt Sigló gistiheimili. Róbert Guðfinnsson og fjölskylda hans stofnuðu Sigló Hótel árið 2015.
04.02.2022 - 13:50
Sjónvarpsfrétt
Á annað þúsund pönnukökur til heiðurs sólinni á Sigló
Siglfirðingar fögnuð sólinni í dag en þar hefur hún ekki skinið frá því 15. nóvember. Pönnukökur með rjóma eru auðvitað ómissandi á sólardaginn, en nú eru þær bakaðar nýjum stað. Félagar í Sjálfsbjörg á Siglufirði eru hættir pönnukökubakstri eftir 44 ár.
28.01.2022 - 18:42
Tækifæri til að nýta flugvallarsvæðið á Siglufirði
Fjallabyggð auglýsir eftir hugmyndum um nýtingu flugvallarsvæðisins á Siglufirði. Bæjarstjóri segir að þar geti verið tækifæri fyrir starfsemi tengda ferðamennsku.
26.12.2021 - 17:21
Kiljan
„Ég held ég hafi gengið fram af sjálfum mér“
„Það var umdeilt á sínum tíma hvort Siglufjörður væri lastabæli og bara Sódóma Íslands eða hvort það væri þannig að hér fæddist aldrei óskilgetið barn eins og þeir sögðu Siglfirðingar sjálfir,“ segir Hallgrímur Helgason um skrautlegar lýsingar á lostafullu lífi Gests í Sextíu kílóum af kjaftshöggum.
Skíðaveturinn hafinn á Siglufirði
Skíðalyfturnar á Siglufirði verða ræstar í dag, í fyrsta skipti þennan veturinn. Þar er gott færi og sér forstöðumaður skíðasvæðisins fram á góðan skíðavetur eftir tvö mögur ár.
04.12.2021 - 12:55
Sjónvarpsfrétt
Sterk orka myndast við samtal mismunandi listamanna
Hópur listamanna kemur nú saman á Siglufirði og tekur þátt í listasmiðjunni Skafl. Verkefnið þverfaglegt, þar sem listamenn úr ólíkum greinum veita hver öðrum innblástur.
01.11.2021 - 12:00
„Það verður enginn á svæðinu ef það er snjóflóðahætta“
Óvissu um opnun skíðasvæðisins á Siglufirði hefur verið eytt eftir að Veðurstofan veitti undanþágu til að starfrækja svæðið áfram á snjóflóðahættusvæði. Forstöðumaður segir að svæðið verði kannað alla morgna og ekki opnað ef snjóflóðahætta er til staðar.
07.10.2021 - 13:37
Hafa dælt vatni í alla nótt og enn rignir linnulaust
Slökkvilið Fjallabyggðar og björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast á Ólafsfirði í nótt og búist er við að áfram rigni til hádegis. Jóhann K. Jóhannsson slökkviliðsstjóri segir að slökkviliðið skipti nú út þreyttum mannskap fyrir óþreyttan og að aðgerðum sé hvergi nærri lokið.
Sjónvarpsfrétt
Íbúar Siglufjarðar orðnir vanir vatnsleka í hús sín
Á Siglufirði flæddi vatn inn í fjölmörg hús í kjölfar illveðursins í gær. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem vatn flæðir um bæinn og veldur skemmdum og eru íbúar margir orðnir langþreyttir á ástandinu.
30.09.2021 - 10:55
Selur eignir í ferðaþjónustu á Siglufirði
Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson hefur sett allar eignir sínar sem tengjast ferðaþjónustu á Siglufirði á sölu. Þessu var fyrst greint frá á mbl.is. Með því gefst Róberti betra ráðrúm til að einbeita sér að þróun líftæknifyrirtækis síns á Siglufirði.
23.09.2021 - 08:48
Áform um 12 metra hátt hús á Siglufirði valda ósætti
Skiptar skoðanir eru meðal Siglfirðinga um áform vélaverkstæðis í bænum að reisa 12 metra hátt hús við höfnina. Athugasemdir bárust vegna grenndarkynningar, frá ferðaþjónustuaðilum og íbúum sem segja hús sem þetta geta breytt ímynd bæjarins.
07.09.2021 - 14:57
Hjóla í gegnum þrenn göng
Yfir 100 hjólreiðamenn munu hjóla í gegnum þrenn göng á Norðurlandi í dag. Þeir verða ræstir frá Siglufirði og hjóla til Akureyrar. Viðburðurinn er hluti af hjólreiðahátíð á Akureyri.
29.07.2021 - 16:28
Sækja göngufólk í sjálfheldu á Hafnarfjalli
Björgunarsveitir á Norðurlandi vinna nú að því að koma göngufólki niður af Hafnarfjalli við Siglufjörð. Útkallið barst um klukkan fjögur í dag en fólkið er í sjálfheldu á fjallinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.
23.07.2021 - 17:31
Vilja að Gæslan setji upp björgunarmiðstöð á Siglufirði
Bæjarráð Fjallabyggðar hefur falið bæjarstjóra að hefja viðræður við dómsmálaráðherra og forstjóra Landhelgisgæslunnar um stofnun björgunarmiðstöðvar á Siglufirði. Bæjarstjórinn segir hugmyndina ekki setta til höfuðs hugmyndum þingmanns í kjördæminu.
Brýnt að bjarga minjum á Siglunesi undan ágangi sjávar
Vernda þarf órannsakaðar mannvistarleifar á Siglunesi fyrir ágangi sjávar. Það verði gert með því að byggja sjóvarnargarð á nesinu, milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar.
Landinn
Lætur hjartað ráða för í marokkóskri matargerð
„Já, af hverju ekki“, sagði Jaouad Hbib þegar Hálfdán Sveinsson, hótelstjóri á Hótel Siglunesi bauð honum vinnu. „Ég er ævintýragjarn,“ segir hann. „Ef mér myndi ekki líka dvölin þá færi hún bara í reynslubankann,“ segir Jaouad, sem hefur eldað marokkóskan mat á veitingastaðnum Siglunesi síðan vorið 2016.
06.04.2021 - 09:32