Færslur: Siglufjarðarvegur

Siglufjarðarvegi lokað vegna elds í tengivagni
Siglufjarðarvegur er lokaður sem stendur eftir að eldur kviknaði í tengivagni á flutningabíl í kvöld. Unnið er að því að koma bílnum burt að sögn varðstjóra hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Ekki er vitað hvort eitthvað var í tengivagninum eða hvað það var, en vagninn var tiltölulega léttur.
Skriðuhætta við Siglufjarðarveg
Hætta er á grjótskriðum á Siglufjarðarvegi, frá Mánaskriðum og norður að Strákagöngum vegna mikillar úrkomu. Vegagerðin biður ökumenn sem eiga leið um svæðið að aka með gát.
30.10.2021 - 16:30
Aurskriður falla í Þingeyjarsveit vegna mikillar úrkomu
Það hefur verið töluverð úrkoma á norðanverðu landinu í dag. Vegurinn um Útkinn í Þingeyjarsýslum er lokaður vegna aurskriðu við bæinn Björg. Stór aurskriða féll við bæinn síðdegis sem skemmdi ljósleiðara og bóndi á svæðinu er búinn að koma búfénaði í skjól. Von er á áframhaldandi úrkomu á svæðinu í kvöld.
02.10.2021 - 17:50
Eina leiðin er að bora jarðgöng
Ástand og lega Siglufjarðarvegar veldur því að vegfarendur upplifa sig óörugga og eru vegakaflar oft ófærir. Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir að jarðgöng séu eina lausnin en þau séu þó ekki á dagskrá stjórnvalda.
Harður árekstur á Siglufjarðarvegi
Harður árekstur tveggja bifreiða varð við Kýrholt á Siglufjarðarvegi í dag. Ökumenn voru einir í bifreiðunum og voru þeir báðir fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Ljóst er að umferðartafir verða á Siglufjarðarvegi á meðan rannsókn á tildrögum slyssins fer fram.