Færslur: Siglingar

Herjólfur væntanlegur til Eyja á sjötta tímanum í nótt
Vestmannaeyjaferjan Herjólfur lagði frá bryggju í Þorlákshöfn klukkan 2:15 í nótt og er væntanleg til Vestmannaeyja þegar klukkan verður stundarfjórðung gengin í sex. Þegar þangað verður komið verður haldið áfram að gera við stefnishurð ferjunnar.
Einhverjir farþegar farnir frá borði - viðgerð í gangi
Viðgerðir standa enn yfir á hurð í stefni Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs sem átti að sigla frá Þorlákshöfn stundarfjórðung fyrir níu í kvöld. Enn er óljóst hvenær lagt verður frá bryggju, en þeir farþegar sem vildu hafa yfirgefið skipið en aðrir gista um borð.
Kóreuríkin tvö skiptast á viðvörunarskotum
Suðurkóreski sjóherinn skaut aðvörunarskotum að norðurkóresku skipi sem álitið var komið inn á hafsvæði sem Suður-Kóreumenn telja tilheyra sér. Harðar deilur hafa staðið um hvar mörkin liggja.
24.10.2022 - 00:16
Herjólfur siglir ekki á Landeyjahöfn fyrri part dags
Herjólfur III siglir ekki til Landeyjahafnar fyrri hluta dags þar sem aldan er að rjúka þar upp, að því er segir í tilkynningu. Því verður siglt til og frá Þorlákshöfn framan af degi. Staðan verður endurmetin eftir klukkan þrjú í dag.
14.10.2022 - 10:02
Ferjan gengur á ný fyrir eigin vélarafli
Svo gæti farið að allir þrjú hundruð farþegar sænsku ferjunnar Stena Scandica, sem kviknaði í á Eystrasalti fyrir utan Svíþjóð í dag, verði fluttir á brott með þyrlu í kvöld. Minniháttar eldur kom upp í frystigámi á bílaþilfari ferjunnar í dag þegar hún var stödd nærri Gotlandi. Hann var slökktur tveimur tímum siðar.
29.08.2022 - 19:16
Sjónvarpsfrétt
Einstök upplifun að sigla með hvölum og selum
Alþjóðlega siglingamótið RS Aero Arctic fer nú fram á Pollinum við Akureyri. Alþjóðlegt siglingamót hefur ekki verið haldið hérlendis í tuttugu og fimm ár og er það nú í fyrsta sinn á Akureyri.
Færeyingar óánægðir með leiguna á gamla Herjólfi
Færeyingar sem búa á Suðurey, syðstu eyju Færeyja, hafa mótmælt því að íslenska skipið Herjólfur III, eða gamli Herjólfur, taki tímabundið við siglingum til og frá höfuðborginni Þórshöfn. Færeyska Kringvarpið greinir frá.
08.08.2022 - 03:38
23 seglbátar á leið til Fáskrúðsfjarðar vegna óveðurs
Tuttugu og þrír keppendur í frönsku siglingakeppninni Vendée Artique nálgast nú suðausturströnd landsins. Keppendurnir leita vars í Fáskrúðsfirði vegna illviðris á Atlantshafi sem hefur laskað um þriðjung flotans.
200 skip, 200.000 ferðamenn og 600 milljónir
Búist er við svipuðum fjölda skemmtiferðaskipa í Faxaflóahafnir í ár og fyrir faraldurinn. Búist er við enn fleirum á næsta ári og vísa hefur þurft skipum frá vegna plássleysis. Gangi áætlanir eftir fá hafnirnar um 600 milljónir í tekjur af komu skipanna.
Jóhann Karl staddur á Spáni fyrsta sinn í tvö ár
Jóhann Karl, fyrrverandi Spánarkonungur, er staddur í heimalandi sínu í fyrsta sinn síðan hann hélt í sjálfskipaða útlegð fyrir tveimur árum. Þungt er yfir ríkisstjórn Spánar vegna heimsóknarinnar.
20.05.2022 - 05:50
Japanska strandgæslan leitar að fólki af farþegabáti
Japanska strandgæslan hefur fundið fjóra af þeim 26 sem saknað var eftir að farþegabátur sökk undan ströndum Hokkaídó næststærstu eyjar Japans. Ekki hefur fengist staðfest hvort fólkið var á lífi þegar það fannst.
23.04.2022 - 23:55
Erlent · Asía · Japan · Siglingar · ferðamenn · Sjóslys · Strandgæsla · Leit
Ever Forward loksins laust af strandstað
Ever Forward, risavaxið gámaflutningaskip sem tók niðri við austurströnd Bandaríkjanna um miðjan síðasta mánuð, er laust af strandstað. Ever Forward er gert út af taívanska skipafélaginu Evergreen, sama félag og gerir út risaskipið Ever Given, sem stöðvaði alla umferð um Súesskurðinn í sex daga í mars 2021.
18.04.2022 - 07:25
Ekki má draga að gera umbætur í ferðum um Breiðafjörð
Sveitarstjórnir í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi segja öryggi farþega Breiðafjarðarferjunnar Baldurs stefnt í voða alla daga. Auk þess sé ferjan helsta samgönguleið íbúa svæðisins. Þingmenn hvetja innviðaráðherra að kaupa nýja nútímalega ferju til siglinga sem jafnvel verði knúin endurnýjanlegum orkugjöfum.
Masilik komið til Hafnarfjarðar
Grænlenska fiskiskipið Masilik er komið í Hafnarfjarðarhöfn eftir að hafa strandað við Vatnsleysuströnd um kvöldmatarleytið í gærkvöldi, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.
17.12.2021 - 07:38
Vilja út fyrir nýja Fossvogsbrú
Bygging nýrrar brúar yfir Fossvog þýðir að siglingafélagið Brokey þarf að finna sér nýja aðstöðu. Formaðurinn vill helst fara út fyrir brú og standa viðræður þess efnis yfir við borgina.
09.12.2021 - 18:31
Sjónvarpsfrétt
Vöruflutningar bráðlega Norðaustur siglingaleiðina
Þess er vænst að vöruflutningar færist bráðlega yfir á Norðaustur siglingarleiðina meðfram Síberíu, Noregi og Austfjörðum, vegna loftlagsbreytinga. Málið var rætt á fundi Hringborðs Norðurslóða í Hörpu, og þar voru meðal annars kynntar niðurstöður nýlegs rannsóknarleiðangurs um rússneska íshafið. Jón Björgvinsson, fréttaritari RÚV var með í þeim leiðangri. 
17.10.2021 - 20:16
Fundu ekkert skip til að leysa Baldur af hólmi
Þrátt fyrir ítarlega leit hefur enn ekki fundist skip til að leysa Breiðafjarðarferjuna Baldur af hólmi. Eigi siglingar yfir Breiðafjörð að halda áfram þarf að laga hafnarmannvirki á Brjánslæk og í Stykkishólmi.
Nýjum Brúarfossi formlega gefið nafn í Færeyjum
Brúarfossi, nýju gámaskipi Eimskips var gefið nafn með formlegum hætti á sunnudaginn var. Athöfnin fór fram á Skansabryggjunni nýju í Þórshöfn höfuðstað Færeyja sem er heimahöfn skipsins.
Ever Given sigldi áfallalaust í gegnum Súesskurðinn
Flutningaskipið Ever Given sigldi í dag í gegnum Súesskurðinn, í fyrsta sinn frá því að skipið lokaði sigingaleiðinni um skurðinn í mars síðastliðnum.
20.08.2021 - 22:24
Sjónvarpsfrétt
Siglingafólk gleðst á Akureyri
Aðstaða til siglingaíþrótta á Akureyri batnar til muna nú þegar nýtt aðstöðuhús er tilbúið. Formaður Siglingaklúbbsins Nökkva segir aðstöðu siglingafólks gjörbreytta og vonast til að fjölgi í klúbbnum.
03.08.2021 - 11:18
Lystisnekkjan A siglir á brott frá Íslandi
Lystisnekkjan A lagði úr höfn í Reykjavík fyrr í kvöld og mun ferðinni haldið til Gíbraltar.Snekkjan, sem er ein sú stærsta í heimi, hefur verið við Íslandsstrendur allt frá því í apríl síðastliðnum.
19.06.2021 - 23:44
Landinn
Sér Ísafjörð fyrir sér sem miðstöð skútusiglinga
„Það er náttúrlega bara eitthvað heillandi við það að sigla undir seglum og vera út á hafi,“ segir Elvar Vilhjálmsson, sem er á siglinganámskeiði á skólaskútunni Teistu í Skutulsfirði. Það er fyrirtækið Aurora Arktika sem býður upp á námskeiðin sem hófust fyrr í vor.
16.05.2021 - 20:10
Vonir standa til að Baldur sigli að nýju á miðvikudag
Vonir standa til að Breiðafjarðaferjan Baldur geti hafið siglingar að nýju næstkomandi miðvikudag. Ný túrbína er á leið til landsins og verður ef allt gengur upp komin til Stykkishólms seint í kvöld.
Hafís í 35 mílna fjarlægð frá Vestfjörðum
Hafís hefur nálgast landið smám saman síðustu vikur. Undanfarna daga hefur ísröndin verið um 50 mílur frá Vestfjörðum en stakir jakar geta verið nær landi.
07.01.2021 - 15:22
Finnsk farþegaferja strandaði við Álandseyjar
Finnska farþegaferjan Grace strandaði í gær, skömmu áður en hún kom til Maríuhafnar á Álandseyjum. Um borð eru 331 farþegi og 98 manna áhöfn.
22.11.2020 - 04:35

Mest lesið