Færslur: Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið
Hættulegt að festast í fortíðinni
Árni Árnason rithöfundur sendi nýlega frá sér skáldsöguna Vængjalaus sem gerist öðrum þræði árið 1996. Söguhetjan á erfitt með að sleppa tökum á fortíðinni.
Viðtal
Læst veðrakerfi hafa áhrif á veðurfar
Á fimmta tug eru látnir í Þýskalandi og Belgíu af völdum mannskæðra flóða í Vestur-Evrópu. Ár hafa flætt yfir bakka sína og valdið miklum skaða. Á meðan gengur hitabylgja yfir Finnland og í Noregi er þrumuveður. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur segir að líklega sé þessi mikla úrkoma afleiðing læsingar á veðrakerfum í Evrópu.
15.07.2021 - 22:05
Strangar reglur varna því að hrossaherpes berist hingað
„Það er bannað að flytja lifandi hesta til Íslands og það gerir það að verkum að við erum í raun og veru eina landið í heiminum sem erum laus við þennan sjúkdóm,“ segir Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST, í viðtali í Síðdegisútvarpinu.
10.03.2021 - 18:30
Viðtal
Eins og að draga úr manni tennurnar með naglbít
Höfuðbók eftir Ólaf Hauk Símonarson er blanda af raunveruleika og skáldskap. Í bókinni lýsir Ólafur Haukur eigin reynslu af þrenndartaugaverk sem breytti daglegu lífi hans í hreint helvíti.
EM 2020
„Alveg skiljanlegt þó að fólk þekki mig ekki“
Sigvaldi Björn Guðjónsson var einn af markahæstu leikmönnum Íslands í sigrinum á Rússlandi á EM í handbolta í gærkvöld. Sigvaldi skoraði sex mörk í leiknum. Jafnvel þó svo að Sigvaldi sé nú á sínu öðru stórmóti með íslenska liðinu er hann kannski ekki þekktasti leikmaður landsliðsins, enda hefur hann búið erlendis frá barnsaldri. Rætt var við Sigvalda í Malmö í dag í Síðdegisútvarpi Rásar 2.
Segir e. coli-faraldurinn „algjört einsdæmi“
E. coli-bakterían, sem hefur greinst í 17 börnum að undanförnu, er mjög smitandi og mjög lítið þarf til að fólk smitist. Faraldurinn sem nú geisar hér á landi er algjört einsdæmi, segir Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum.
12.07.2019 - 17:27
Segir skattsvik mun skipulagðari en áður
Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri, segir skattsvik mun skipulagðari en áður. Erfitt geti verið að afla gagna erlendis frá og ríki séu misviljug til samstarfs. Eins og greint hefur verið frá áætlar starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins að á Íslandi sé um áttatíu milljörðum skotið undan skatti á ári.
01.07.2019 - 18:44
Viðtal
„Dæmi um að stúdentar gisti hjá prófessorum“
„Við höfum dæmi um að stúdentar séu að gista hjá prófessorum sínum sem er náttúrulega ekki í lagi. Fyrir nokkrum árum voru stúdentar sem sváfu á göngum og við höfum líka dæmi um að erlendir stúdentar snúi aftur heim vegna húsnæðisskorts,“ segir Elísabet Brynjarsdóttir, formaður stúdentaráðs Háskóla Íslands. Um 1.179 stúdentar eru á biðlista eftir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Hjá Félagsstofnun stúdenta eru 729 á biðlista og um 450 umsóknir bíða afgreiðslu hjá Byggingafélagi námsmanna.
29.08.2018 - 22:20
Viðtal
Íslenskir hótelgestir einna óánægðastir
Íslendingar eru þriðju óánægðustu hótelgestir heims samkvæmt samantekt RewardExpert. Byggt er á umsögnum 3,5 milljóna gesta á 13.410 hótelum í 70 löndum.
28.06.2018 - 13:34
Viðtal
Vilja opna lýðháskóla á Flateyri næsta haust
Til stendur að opna lýðháskóla á Flateyri næsta haust. „Ef allt gengur eftir opnum við fyrir umsóknir 15. apríl. Þetta er enn bara draumur en hann er ekki svo fjarlægur, við teljum okkur finna velvilja fyrir skólanum hér á svæðinu og landinu öllu,“ segir Helena Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lýðháskólans. Hún var í viðtali í Síðdegisútvarpinu á rás 2 í dag.
05.02.2018 - 18:18
Útlendingar misnotaðir á Íslandi
Þess gætir í auknum mæli að fólk af erlendum uppruna sé misnotað á íslenskum vinnumarkaði. Í verstu tilvikunum flokkast meðferðin hreinlega sem glæpastarfsemi, fólki er haldið einangruðu á óboðlegum launum og þess gætt að það fái ekki upplýsingar um lögbundin lágmarksréttindi á Íslandi. Sumir eru jafnvel látnir borga fyrir að fá að vinna á Íslandi.
24.08.2017 - 20:40
Þorsteinn: „Svona er Hollywood“
Þorsteinn Baldur Friðriksson, forstjóri Plain Vanilla, segir að það hafi komið eins og þruma úr heiðskýru lofti þegar NBC hætti við gerð sjónvarpsþátta sem byggðu á tölvuleiknum QuizUp og kippti þar með rekstrargrundvellinum undan Plain Vanilla. Hann segir að skýringarnar á ákvörðun NBC felist einkum í því að þeir hafi sjálfir átt við rekstrarvanda að stríða.
31.08.2016 - 19:00
Þráðlausar greiðslur það sem koma skal
„Þráðlausar greiðslur auðvelda fólki að greiða lágar upphæðir án þess að setja inn pinnið. Þetta er sérstaklega þægilegt þegar maður þarf hraða afgreiðslu. Mér finnst ís til dæmis alveg rosalega góður og vildi gjarnan geta borgað ísinn minn þráðlaust,“ segir Pétur Friðriksson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Borgun í síðdegisútvarpinu. Á Íslandi eru nú í umferð um 200 þúsund kort með þráðlausri virkni og um 60% posa geta tekið við þeim.
18.08.2016 - 19:20
Stjórnmál og íslenskur heimsmeistari
Íslensk stjórnmál, bandarísk stjórnmál, endurkoma Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í pólitíkina, hraðstefnumót og heimsmeistari í Crossfit voru meðal umræðuefna í Síðdegisútvarpinu í dag.
25.07.2016 - 18:08
Mistök að sýna Kynleika í matmálstíma
Það voru mistök að sýna listasýninguna Kynleika í mötuneyti starfsmanna Ráðhúss Reykjavíkurborgar á matmálstíma, segir Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi og forseti borgarstjórnar. Hún telur sýninguna eftir sem áður vekja upp mjög mikilvægar spurningar um klámvæðingu í samfélaginu.
17.09.2015 - 18:35
Pírati gengur plankann fyrir málstaðinn
Jón Þór Ólafsson, fráfarandi þingmaður Pírata, telur ekki raunsætt að búast við yfir 30 prósenta fylgi, eins og flokkurinn mælist með í skoðanakönnunum nú um mundir, í næstu þingkosningum. Tíu til fimmtán prósent fylgi væri hins vegar frábær árangur að hans mati.
08.07.2015 - 12:31
Tístlenska ryður sér til rúms
Tungutak á samfélagsmiðlum hefur áhrif á þróun íslenskunnar og margt bendir til þess að nýtt málsnið sé að þróast í krafti netsins. Þetta er meðal niðurstaðna Hólmfríðar Dagnýjar Friðjónsdóttur sem lauk nýlega BA prófi í íslensku með ritgerð um tístlensku, eða tungumál Twitter.
12.05.2015 - 18:29