Færslur: Síðari heimsstyrjöldin

Pútín vill styrkja tengslin við Norður-Kóreu
Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að Rússland og Norður-Kórea hyggi á aukin tvíhliða samskipti á næstunni. Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu segir frá þessu í morgun.
Biden telur Pútín kominn í sjálfheldu varðandi stríðið
Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst uggandi yfir því að Vladimír Pútín forseti Rússlands sé kominn í sjálfheldu með stríðið í Úkraínu. Biden telur hann í basli með að átta sig hvað hann skuli gera næst.
Bretar auka enn á þvingunaraðgerðir gegn Rússum
Breska ríkisstjórnin hefur enn bætt í þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Tilgangurinn með aðgerðunum er að draga úr getu rússneskra stjórnvalda til að fjármagna innrásina í Úkraínu.
Líkir Rússlandi við Þriðja ríkið í Þýskalandi
Varnarmálaráðherra Bretlands segir framferði Rússlandsstjórnar undir handarjaðri Vladimírs Pútín forseta líkjast athæfi nasistastjórnarinnar sem réði ríkjum í Þýskalandi frá 1933 til 1945. Þetta er meðal þess sem ráðherrann hyggst koma á framfæri í ávarpi á morgun mánudag.
Komið að ögurstundu hermanna í Mariupol
Úkraínumenn óttast að aukinn þungi færist í aðgerðir rússneska innrásarliðsins og að allt kapp verði lagt á að ná yfirráðum yfir Azov-stálverksmiðjunni í Mariupol í dag. Loftvarnaflautur hljómuðu um nær alla Úkraínu seint í nótt og í morgun.
Heimskviður
Ein best heppnaða hernaðaraðgerð síðari heimsstyrjaldar
Hvað eiga Adolf Hitler, heimilislaus maður sem lést eftir að hafa innbyrt rottueitur, augnhár og Ian Flemming, höfundur James Bond, sameiginlegt? Þau koma öll við sögu í hernaðaraðgerð sem er talin ein sú best heppnaða í sögu síðari heimsstyrjaldarinnar. Nýlega var frumsýnd bíómyndin Operation Mincemeat, sem byggist á þessari sögu. Þó skiptar skoðanir séu á því hvort hernaðaraðgerðin breytti miklu um framgang heimsstyrjaldarinnar á hún alveg skilið að vera rifjuð upp.
Duda hyggst leita réttar Pólverja vegna Katyn
Andrzej Duda forseti Póllands greindi frá því í dag að Pólverjar hygðust leita réttar síns vegna fjöldamorðanna í Katyn-skógi í apríl 1940. Þá myrtu sovéskar sveitir 22 þúsund Pólverja að skipun Jósefs Stalín.
„Ekki efast um getu Finna til skjótra ákvarðana“
Finnar búa sig undir að taka sögulega ákvörðun á næstu vikum, það er að ganga til lið við Atlantshafsbandalagið. Fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands segir að ekki megi efast um getu landa sinna til að taka skjótar ákvarðanir.
Nýr hershöfðingi tekur við skipulagningu innrásarinnar
Ónefndur vestrænn embættismaður segir Rússa hafa skipt um æðstráðanda yfir hernaðaraðgerðum í Úkraínu og hyggist þannig endurskipuleggja innrásina. Nýskipaður hershöfðingi hefur mikla reynslu af hernaðarskipulagningu eftir bardaga í Sýrlandi.
Örríkið sem ögrar Bretlandi og Kórónuveirunni
Pallur gerður úr málmi og steinsteypu stendur í Norðursjó rúma tíu kílómetra undan suðausturströnd Englands. Þar búa örfáir í sjálfútnefndu örríki, furstadæminu Sjálandi. Um ríflega hálfrar aldar skeið hafa íbúar þess ögrað valdi Bretlands.
05.12.2021 - 21:40
Tíræður fyrrum nasisti fyrir dóm í dag
Hundrað ára gamall fyrrverandi fangavörður í fangabúðum nasista í Sachsenhausen mætir fyrir dóm í Neuruppin í Þýskalandi í dag. Hann er ákærður fyrir aðild sína að fjöldamorðunum í búðunum.
Helförinni afneitað í veggjakroti í Auschwitz
Slagorð gegn gyðingum og slagorð þar sem helför nasista gegn gyðingum er afneitað voru meðal þess sem spreyjað var á veggi bragga í Auschwitz. Yfir ein milljón manna var drepin í útrýmingarbúðunum í Auschwitz í síðari heimsstyrjöldinni.
96 ára fyrrum ritari fyrir ungmennadómstól í september
Dómstóll í Þýskalandi staðfesti í gær að réttarhöld yfir fyrrverandi ritara fangabúðanna í Stutthof hefjist 30. september. Hin ákærða er 96 ára gömul, en mætir þrátt fyrir það fyrir ungmennadómstól, þar sem hún var 18 ára þegar hún vann í fangabúðum nasista. 
Síðasti eftirlifandi Auschwitz-bjargvætturinn látinn
David Dushman, síðasti eftirlifandi hermaðurinn sem tók þátt í frelsun útrýmingarbúða nasista í Auschwitz, lést á dvalarheimili í München á laugardag, 98 ára að aldri. Dushman var 21 árs gamall skriðdrekastjórnandi í Sovéther þegar hann tók þátt í að rífa niður rafmagnsgirðingarnar í kringum úrtýmingabúðirnar í janúar 1945.
Biður Kanadamenn af ítölskum ættum afsökunar
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, baðst í gærkvöld afsökunar á framkomu kanadískra stjórnvalda gagnvart Kanadamönnum af ítölskum uppruna á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Yfir 600 þeirra voru sendir í fangabúðir í Kanada á stríðstímum, en alls voru um 31 þúsund Kanadamenn af ítölskum ættum taldir útlendir óvinir.
Fjarlægja sprengju frá tímum seinni heimsstyrjaldar
Sprengjusérfræðingar vinna nú að því að grafa upp og fjarlægja 250 kílóa sprengju sem hefur legið undir fótboltavelli í þýsku borginni Flensborg um áratuga skeið. Þúsundir hafa þuft að yfirgefa heimili sín. 
08.05.2021 - 15:16
95 ára nasista vísað úr Bandaríkjunum
95 ára karlmaður var sendur frá Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði fyrir að hafa verið fangavörður í fangabúðum nasista í seinni heimsstyrjöldinni. Samkvæmt rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins vann hann í Neuengamme fangabúðunum árið 1945.
Klósettseta Hitlers seld á tvær milljónir
Klósettseta sem Adolf Hitler settist að öllum líkindum á í orlofshúsi sínu í Berghof í bæversku Ölpunum var selt á uppboði í Maryland í Bandaríkjunum á dögunum. Að sögn norska ríkisútvarpsins NRK var setan seld fyrir 15 þúsund bandaríkjadali, jafnvirði nærri tveggja milljóna króna.
Heiðra hlut Reykjavíkur í orrustunni um Atlantshafið
Hún heitir Spirit of Reykjavík eða Kjarkur Reykjavíkur. Ný eftirlitsflugvél breska hersins var nefnd þessu nafni í heiðursskyni við það hlutverk sem íbúar Reykjavíkur gegndu í sigri bandamanna í orrustunni um Atlantshafið í heimsstyrjöldinni síðari.
Gömul sprengja varð tveimur að bana
Sprengja úr síðari heimsstyrjöld varð tveimur sprengjusérfræðingum, breskum og áströlskum, að bana á Salómons-eyjum í dag.
Niðjar gyðinga sem flýðu helförina fá ríkisborgararétt
Ný löggjöf í Austurríki gerir afkomendum gyðinga sem flýðu helförina kleift að öðlast austurrískan ríkisborgararétt. Lögin, sem taka gildi á þriðjudag, ná til barna, barnabarna og barnabarnabarna gyðinga sem flýðu Austurríki vegna ofsókna nasista.
30.08.2020 - 17:59
Spegillinn
80 ár frá hernámi Íslands
Í dag eru 80 ár frá því að breskur her steig á land í Reykjavík. Fáir atburðir hafa haft jafn miklar og skjótar breytingar í för með sér í sögu landsins. Landið hafði verið fátækt og einangrað. Í einu vetfangi var Íslandi kippt inn í hringiðu alþjóðastjórnmála segir Guðmundur Hálfdánarson, sagnfræðiprófessor við Háskóla Íslands.
Myndskeið
75 ár frá uppgjöf Þjóðverja
Þess var minnst víða um heim að í dag eru 75 ár frá uppgjöf Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni. Kórónuveirufaraldurinn var mörgum þjóðarleiðtogum ofarlega í huga á þessum tímamótum.
08.05.2020 - 19:39
Rússar höfða mál gegn Finnum fyrir þjóðarmorð
Rússnesk rannsóknarnefnd greindi frá því í vikunni að Finnar verði ákærðir fyrir þjóðarmorð vegna aðgerða þeirra í Karelíu í síðari heimsstyrjöldinni. Í skýrslu nefndarinnar segir að minnst átta þúsund Rússar hafi verið drepnir í fangabúðum Finna. Finnar eru sagðir hafa drepið fólk í gasklefum, skotið það til bana eða grafið lifandi.
25.04.2020 - 07:09
Gætu þurft að yfirgefa heimili sín í áratug
Íbúar svissneska þorpsins Mitholz gætu þurft að yfirgefa það í meira en áratug á meðan yfirvöld fjarlægja vopnabirgðir frá síðari heimsstyrjöldinni sem eru við bæinn. Varnarmálaráðuneyti Sviss greindi frá því í fyrra að of mikil hætta stafaði af birgðunum, sem geymdar eru undir hlassi af grjóti nærri bænum.
28.02.2020 - 05:18