Færslur: Síðari heimsstyrjöldin

Örríkið sem ögrar Bretlandi og Kórónuveirunni
Pallur gerður úr málmi og steinsteypu stendur í Norðursjó rúma tíu kílómetra undan suðausturströnd Englands. Þar búa örfáir í sjálfútnefndu örríki, furstadæminu Sjálandi. Um ríflega hálfrar aldar skeið hafa íbúar þess ögrað valdi Bretlands.
05.12.2021 - 21:40
Tíræður fyrrum nasisti fyrir dóm í dag
Hundrað ára gamall fyrrverandi fangavörður í fangabúðum nasista í Sachsenhausen mætir fyrir dóm í Neuruppin í Þýskalandi í dag. Hann er ákærður fyrir aðild sína að fjöldamorðunum í búðunum.
Helförinni afneitað í veggjakroti í Auschwitz
Slagorð gegn gyðingum og slagorð þar sem helför nasista gegn gyðingum er afneitað voru meðal þess sem spreyjað var á veggi bragga í Auschwitz. Yfir ein milljón manna var drepin í útrýmingarbúðunum í Auschwitz í síðari heimsstyrjöldinni.
96 ára fyrrum ritari fyrir ungmennadómstól í september
Dómstóll í Þýskalandi staðfesti í gær að réttarhöld yfir fyrrverandi ritara fangabúðanna í Stutthof hefjist 30. september. Hin ákærða er 96 ára gömul, en mætir þrátt fyrir það fyrir ungmennadómstól, þar sem hún var 18 ára þegar hún vann í fangabúðum nasista. 
Síðasti eftirlifandi Auschwitz-bjargvætturinn látinn
David Dushman, síðasti eftirlifandi hermaðurinn sem tók þátt í frelsun útrýmingarbúða nasista í Auschwitz, lést á dvalarheimili í München á laugardag, 98 ára að aldri. Dushman var 21 árs gamall skriðdrekastjórnandi í Sovéther þegar hann tók þátt í að rífa niður rafmagnsgirðingarnar í kringum úrtýmingabúðirnar í janúar 1945.
Biður Kanadamenn af ítölskum ættum afsökunar
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, baðst í gærkvöld afsökunar á framkomu kanadískra stjórnvalda gagnvart Kanadamönnum af ítölskum uppruna á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Yfir 600 þeirra voru sendir í fangabúðir í Kanada á stríðstímum, en alls voru um 31 þúsund Kanadamenn af ítölskum ættum taldir útlendir óvinir.
Fjarlægja sprengju frá tímum seinni heimsstyrjaldar
Sprengjusérfræðingar vinna nú að því að grafa upp og fjarlægja 250 kílóa sprengju sem hefur legið undir fótboltavelli í þýsku borginni Flensborg um áratuga skeið. Þúsundir hafa þuft að yfirgefa heimili sín. 
08.05.2021 - 15:16
95 ára nasista vísað úr Bandaríkjunum
95 ára karlmaður var sendur frá Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði fyrir að hafa verið fangavörður í fangabúðum nasista í seinni heimsstyrjöldinni. Samkvæmt rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins vann hann í Neuengamme fangabúðunum árið 1945.
Klósettseta Hitlers seld á tvær milljónir
Klósettseta sem Adolf Hitler settist að öllum líkindum á í orlofshúsi sínu í Berghof í bæversku Ölpunum var selt á uppboði í Maryland í Bandaríkjunum á dögunum. Að sögn norska ríkisútvarpsins NRK var setan seld fyrir 15 þúsund bandaríkjadali, jafnvirði nærri tveggja milljóna króna.
Heiðra hlut Reykjavíkur í orrustunni um Atlantshafið
Hún heitir Spirit of Reykjavík eða Kjarkur Reykjavíkur. Ný eftirlitsflugvél breska hersins var nefnd þessu nafni í heiðursskyni við það hlutverk sem íbúar Reykjavíkur gegndu í sigri bandamanna í orrustunni um Atlantshafið í heimsstyrjöldinni síðari.
Gömul sprengja varð tveimur að bana
Sprengja úr síðari heimsstyrjöld varð tveimur sprengjusérfræðingum, breskum og áströlskum, að bana á Salómons-eyjum í dag.
Niðjar gyðinga sem flýðu helförina fá ríkisborgararétt
Ný löggjöf í Austurríki gerir afkomendum gyðinga sem flýðu helförina kleift að öðlast austurrískan ríkisborgararétt. Lögin, sem taka gildi á þriðjudag, ná til barna, barnabarna og barnabarnabarna gyðinga sem flýðu Austurríki vegna ofsókna nasista.
30.08.2020 - 17:59
Spegillinn
80 ár frá hernámi Íslands
Í dag eru 80 ár frá því að breskur her steig á land í Reykjavík. Fáir atburðir hafa haft jafn miklar og skjótar breytingar í för með sér í sögu landsins. Landið hafði verið fátækt og einangrað. Í einu vetfangi var Íslandi kippt inn í hringiðu alþjóðastjórnmála segir Guðmundur Hálfdánarson, sagnfræðiprófessor við Háskóla Íslands.
Myndskeið
75 ár frá uppgjöf Þjóðverja
Þess var minnst víða um heim að í dag eru 75 ár frá uppgjöf Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni. Kórónuveirufaraldurinn var mörgum þjóðarleiðtogum ofarlega í huga á þessum tímamótum.
08.05.2020 - 19:39
Rússar höfða mál gegn Finnum fyrir þjóðarmorð
Rússnesk rannsóknarnefnd greindi frá því í vikunni að Finnar verði ákærðir fyrir þjóðarmorð vegna aðgerða þeirra í Karelíu í síðari heimsstyrjöldinni. Í skýrslu nefndarinnar segir að minnst átta þúsund Rússar hafi verið drepnir í fangabúðum Finna. Finnar eru sagðir hafa drepið fólk í gasklefum, skotið það til bana eða grafið lifandi.
25.04.2020 - 07:09
Gætu þurft að yfirgefa heimili sín í áratug
Íbúar svissneska þorpsins Mitholz gætu þurft að yfirgefa það í meira en áratug á meðan yfirvöld fjarlægja vopnabirgðir frá síðari heimsstyrjöldinni sem eru við bæinn. Varnarmálaráðuneyti Sviss greindi frá því í fyrra að of mikil hætta stafaði af birgðunum, sem geymdar eru undir hlassi af grjóti nærri bænum.
28.02.2020 - 05:18
Var Hermann Göring þýskur „stjórnmálamaður“?
Sænskur sjónvarpsþáttur um fornmuni hefur valdið nokkrum úlfaþyt í Svíþjóð fyrir þær sakir að einn helsti stríðsglæpamaður nasista í síðari heimsstyrjöldinni var í þættinum bara titlaður þýskur stjórnmálamaður.
16.02.2020 - 14:50
Síðari heimsstyrjöldin eykur kostnað við Big Ben
Kostnaður við endurbætur á Elísabetarturni Westminsterhallar í Lundúnum, sem hýsir Big Ben, verður nærri þriðjungi meiri en ætlað var í upphafi. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að skemmdir af völdum sprengjuárása síðari heimsstyrjaldarinnar voru meiri en áður var talið. Þá hefur orðið vart við mengun og asbest í turninum. Þrátt fyrir aukinn kostnað verða engar tafir á verkinu, sem áætlað er að ljúki síðla næsta árs.
13.02.2020 - 06:59
Gömul fallbyssukúla fannst í Vestmannaeyjum
Starfsmenn Byggðasafns Vestmannaeyja fundu á dögunum fallbyssukúlu í kjallara safnsins, innan um aðra muni. Ekki var vitað hvort hún væri virk, né hvernig hún hafi endað þar.
Rýma heimili og spítala vegna gruns um gamlar sprengjur
Fjöldi fólks þarf að yfirgefa heimili sín í þýsku borginni Dortmund á morgun, sunnudag, eftir að grunur vaknaði um að sprengjur síðan í síðari heimsstyrjöld séu grafnar í borginni. Um 13.000 manns þurfa að yfirgefa heimili sín, auk þess sem rýma þarf spítala og elliheimili.
11.01.2020 - 18:53
Frjálsar hendur
Nóbelshöfundur á flótta undan nasistum
Írski rithöfundurinn Samuel Beckett fékk árið 1969 Nóbelsverðlaunin í bókmenntum fyrir leikrit og skáldsögur sem „hefja bjargarleysi mannsins upp til nýrra hæða“, eins og Nóbelsnefndin komst að orði. Hann var þá orðinn heimsfrægur fyrir leikritið Beðið eftir Godot, þar sem tveir umrenningar bíða á víðavangi eftir manni (eða einhverju?) sem aldrei kemur.
02.12.2019 - 09:34
Pólverjar ósáttir við heimildamynd á Netflix
Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur sent Neflix bréf þar sem farið er fram á að heimildamyndinni The Devil Next Door verði breytt. Kvikmyndin fjallar um útrýmingarbúðir Nasista í seinni heimsstyrjöld og réttarhöld yfir Úkraínumanninum John Demjanjuk sem var fangavörður í útrýmingarbúðum Nasista.
12.11.2019 - 11:06
Reyndu að myrða sex milljón Þjóðverja
Hópur evrópskra Gyðinga, sem komst lífs af úr Helförinni, tók sig saman í lok síðari heimsstyrjaldar og hét því að hefna fyrir fjöldamorð Þjóðverja á Gyðingum — með því að myrða sex milljónir almennra Þjóðverja. Það tókst ekki, en það munaði mjóu.
01.11.2019 - 09:05
Létu lífið við að aftengja sprengju
Tveir pólskir hermenn létu lífið í gær og fjórir særðust þegar sprengja frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar sprakk. Hermennirnir unnu að því að aftengja sprengjuna að sögn Mariusz Blaszczak, varnarmálaráðherra Póllands. Sprengjan sprakk í skóglendi nærri borginni Kuznia Raciborska, sunnarlega í Póllandi, nærri landamærunum að Tékklandi.
09.10.2019 - 02:19
Myndskeið
Forseti Þýskalands baðst fyrirgefningar
Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, bað Pólverja fyrirgefningar vegna síðari heimsstyrjaldarinnar í pólsku borginni Wielun í morgun, þar sem fyrstu sprengjurnar í styrjöldinni féllu fyrir 80 árum. 
01.09.2019 - 08:15