Færslur: Siðanefnd

Fjarlægja ein ummæli Helga Seljan úr úrskurði
Siðanefnd RÚV hyggst leiðrétta úrskurð sinn í máli Samherja gegn 11 starfsmönnum RÚV. Ein ummæli sem nefndin taldi alvarlegt brot á siðareglum snérust alls ekki um Samherja.
Ummæli Helga Seljan brot á siðareglum en önnur ekki
Siðanefnd RÚV vísar ýmist frá eða metur svo að siðareglur hafi ekki verið brotnar vegna um­mæla tíu starfs­manna RÚV á samfélagsmiðlum um Sam­herja. Nokkur ummæli Helga Seljan, eins stjórnanda fréttaskýringarþáttarins Kveiks, voru talin fela í sér alvarlegt brot. Engin efnisleg afstaða var tekin til fréttaflutningsins sjálfs. Samherji kærði 11 starfsmenn RÚV til siðanefndarinnar.
Taldi rétt að vekja athygli Evrópuráðsþingsins á málinu
„Ég velti því fyrir mér, er það rétt að manneskja sem á að huga að mannréttindum mínum, kalli mig þjóf þegar ég er saklaus,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata.
18.12.2019 - 13:27
Benti Evrópuráðsþinginu á álit siðanefndar
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sendi Liliane Maury Pasquier, forseta Evrópuráðsþingsins erindi þann 9. desember og vakti þar athygli á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata hafi gerst brotleg við siðareglur alþingismanna, fyrst þingmanna hér á landi.
18.12.2019 - 07:42