Færslur: Síbería

McDonalds í Rússlandi selt og fær nýtt heiti
Bandaríska skyndibitakeðjan McDonalds hefur fundið kaupanda að rekstri fyrirtækisins í Rússlandi. Eftir að innrásin í Úkraínu hófst ákvað keðjan að loka öllum veitingastöðum sínum í landinu. Keðjan skiptir um nafn eftir kaupin.
Myndband
Mannskætt námuslys í Rússlandi
Minnst ellefu eru látnir og yfir 40 slasaðir eftir að eldur braust út í námu í Rússlandi í morgun. Enn eru tæplega fimmtíu manns fastir í námunni og ekki vitað nákvæmlega hvar þeir eru niður komnir. Mikill reykur hefur gert björgunarmönnum erfitt fyrir.
25.11.2021 - 12:16
Sex látnir og tugir innilokaðir í námu í Síberíu
Að minnsta kosti sex eru látnir eftir slys í kolanámu í Síberíu í morgun.
25.11.2021 - 08:49
Sjónvarpsfrétt
Vöruflutningar bráðlega Norðaustur siglingaleiðina
Þess er vænst að vöruflutningar færist bráðlega yfir á Norðaustur siglingarleiðina meðfram Síberíu, Noregi og Austfjörðum, vegna loftlagsbreytinga. Málið var rætt á fundi Hringborðs Norðurslóða í Hörpu, og þar voru meðal annars kynntar niðurstöður nýlegs rannsóknarleiðangurs um rússneska íshafið. Jón Björgvinsson, fréttaritari RÚV var með í þeim leiðangri. 
17.10.2021 - 20:16
Fjórir létust eftir nauðlendingu í Síberíu
Fjórir létu lífið þegar farþegaflugvél með 14 farþegum og tveimur í áhöfn nauðlenti í skóglendi í suðaustanverðri Síberíu í gær. Flugvélin, sem er af gerðinni L-140, var á leið frá borginni Irkutsk til þorpsins Kazachinkoye.
13.09.2021 - 04:43
Vel varðveitt hræ útdauðs ljónahvolps fannst í Síberíu
Furðu vel varðveitt hræ hellaljónahvolps sem fannst í freðmýri Síberíu fyrir þremur árum reyndist um 28 þúsund ára gamalt. Frá þessu er greint í nýjasta hefti vísindaritsins Quaternary. 
15.08.2021 - 08:12
Reykur frá skógareldum í Síberíu yfir norðurpólnum
Reykur frá ógurlegum skógareldum sem logað hafa vikum saman í Síberíu hefur nú borist til norðurskautsins, í fyrsta sinn svo sögur fari af. Rússneska veðurstofan Rosgidromet segir eldana færast í aukana fremur en hitt. Miklir skógareldar hafa herjað æ oftar og meira á Síberíu síðustu ár. Rússneskir vísindamenn og umhverfisverndarsinnar rekja það til loftslagsbreytinga og allt of lítillar umhirðu skóganna, sökum lítilla fjárveitinga.
10.08.2021 - 02:41
Fólk haldi sig heima vegna skógarelda í Síberíu
Íbúar í borginni Jakutsk í Síberíu eru beðnir um að halda sig innandyra og loka gluggum vegna mikils reyks sem leggur yfir borgina frá skógareldum í Síberíu. Yfir tvö þúsund slökkviliðsmenn reyna að ná tökum á þeim 187 skógareldum sem loga í Sakha-Yakutia héraði í norðaustanverðir Síberíu. Flugsamgöngur lágu niðri í Jakutsk í gær vegna eldanna.
19.07.2021 - 01:57
Frumskógi á stærð við Holland eytt í fyrra
Ósnortinn frumskógur á stærð við Holland var brenndur eða ruddur á síðasta ári og jókst skógareyðing um tólf prósent á milli ára, þrátt fyrir samdrátt í hagkerfum heimsins vegna kórónaveirufaraldursins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Heimsauðlindastofnunarinnar, sjálfstæðrar, alþjóðlegrar rannsóknarstofnunar á sviði umhverfis- og auðlindamála. Samkvæmt henni eyddu menn ósnortnum frumskógi á um 42.000 ferkílómetrum lands í fyrra.
Myndskeið
Syngjandi Síberíu-tígur
Myndband af syngjandi Síberíutígri fer nú sem eldur í sinu um rússneska samfélagsmiðla.
23.02.2021 - 18:19
Segjast hafa náð kjöri til héraðstjórna í Síberíu
Samherjar stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny fullyrða að þeim hafi tekist að tryggja sér sæti í héraðsstjórn Síberíu.
13.09.2020 - 20:59
Menn áttu ekki þátt í útdauða loðinna nashyrninga
Loðnir, tveggja tonna þungir, brúnir nashyrningar flökkuðu forðum um norð-austanverða Síberíu. Fyrir fjórtán þúsund árum hurfu þeir svo með dularfullum hætti. Mannkynið lá lengi undir grun vísindamanna um að hafa valdið útdauða nashyrninganna.
13.08.2020 - 18:15
Hiti mældist 38 gráður við heimskautsbaug
Hiti mældist 38 gráður á celsíus í bænum Verkhojansk í Síberíu á laugardag. Ef Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) staðfestir þessa mælingu er um að ræða hæsta hita sem mælst hefur innan heimskautsbaugs. Hitabylgja gengur nú yfir Síberíu.
23.06.2020 - 18:12
Neyðarástand í Rússlandi vegna gróðurelda
Rússnesk stjórnvöld hafa lýst yfir neyðarástandi vegna gróðurelda í Síberíu. Eldarnir brenna nú á svæði sem er stærra að flatarmáli en Belgía. Umhverfisverndarsamtök segja eldana geta aukið á bráðnun sífrerans í Síberíu.
31.07.2019 - 03:00
12 drukknuð í flóðum í Síberíu
Minnst 12 eru látin og níu er saknað í miklum flóðum í kjölfar úrhellisrigninga í Síberíu. Mörg þorp hafa gjöreyðilagst í flóðunum og um 33.000 manns í 83 þorpum og bæjum hafa ýmist misst heimili sín eða hrakist þaðan tímabundið vegna flóðanna. 751 hefur slasast í hamförunum og 153 þeirra verið fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar, að sögn Vitalij Mutkos, varaforsætisráðherra Rússlands.
02.07.2019 - 04:50
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Rússland · Síbería
Myndband
Yfir 100 heimili brunnu í gróðureldum
Nokkur hundruð manns hafa misst heimili sín í gróðureldum sem hafa geisað á landamærum Mongólíu og Rússlands síðan á fimmtudag. Rússneska fréttastofan RT greinir frá því að eldurinn hafi verið slökktur víðast hvar.
21.04.2019 - 15:20