Færslur: Shoplifter

Sumarlandinn
Shoplifter reisir sitt fyrsta útilistaverk í Hrútey
Í Hrútey, á Blönduósi, er verið að setja upp nýstárlega listsýningu. Þar er á ferðinni Hrafnhildur Arnardóttir, öðru nafni Shoplifter, með skemmtilega innsetningu á þessum sérstaka stað.
05.07.2021 - 11:18
Menningin
Shoplifter opnar listrými og kaffihús í Elliðaárdal
Hrafnhildur Arnardóttir – Shoplifter – opnar Höfuðstöðina í gömlu kartöflugeymslunum í Ártúnsbrekku í sumar. Stöðin hýsir verk hennar Chromo Sapiens til frambúðar.
Viðtal
Höfuðstöðin í Ártúnsbrekku
Myndlistarkonan Hrafnhildur Arnardóttir - Shoplifter - vinnur nú að því að koma upp sýningu sinni Chromo Sapiens í gömlu kartöflugeymslunum í Ártúnsbrekku en ætlunin er að sýningin verði þar til frambúðar.
15.05.2021 - 09:26
Gagnrýni
Þögn, niður og gnauð(i) frá bestu hljómsveit í heimi
Chromo Sapiens er ný plata með bestu hljómsveit í heimi, HAM. Hún er tilkomin vegna sýningar Hrafnhildar Arnardóttur, Shoplifter, á Feneyjatvíæringnum og jafnframt djarft verk og vel þegin viðbót við höfundarverk HAM.
Myndskeið
„Hár er hápólitískt“
Gestir Lestarklefans ferðuðust til Ítalíu á Feneyjatvíæringinn og skoðuðu sýningu Hrafnhildar Arnardóttur, eða Shoplifter eins og hún kallar sig. Þau segja verk Hrafnhildar í stöðugu samtali við áhorfandann og opin fyrir ólíka túlkun. Njörður Sigurjónsson bendir á að hárið í sýningunni sé pólitískt í eðli sínu.
19.05.2019 - 16:07
Myndskeið
Hinn litrófsborni hamur Shoplifter í Feneyjum
Hrafnhildur Arnardóttir - Shoplifter - opnaði sýninguna Chromo Sapiens á Feneyjartvíæringnum fyrir skemmstu. Sýningin er líklega metnaðarfyllsta verk Hrafnhildar til þessa og minnir einna helst að ganga inn í eins konar ofurnáttúru eða renna ofan magann á litríkum tuskubangsa. Verkið verður sýnt á Íslandi í janúar.
Þekur vöruhús með gervihári á Feneyjatvíæringi
Hrafnhildur Arnardóttir myndlistarmaður er fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í ár. Sýning hennar verður í vöruhúsi á Guidecca-eyju í Feneyjum og munu litir, hljóð og aðlaðandi áferð leiða gesti í gegnum sýninguna.
09.05.2019 - 22:59
Hrafnhildur valin á Feneyjatvíæringinn
Hrafnhildur Arnardóttir, sem einnig gengur undir listamannsnafninu Shoplifter, hefur verið valin sem fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum árið 2019. Sýninguna vinnur Hrafnhildur í samstarfi við sýningarstjórann, Birtu Guðjónsdóttur.
Ráðist inn í Ásmundarsafn með gleði að vopni
Myndlistarkonan Hrafnhildur Arnardóttir - Shoplifter - pakkar inn, lýsir upp og laumar sér jafnvel inn í skúlptúra Ásmundar Sveinssonar í lúmskri innrás, sem var opnuð í Ásmundarsafni á dögunum.
Litir eru sálrænt meðal
Klifurjurt úr gervihári í öllum dýrðarinnar litum yfirtók Listasafn Íslands í byrjun sumars þegar Hrafnhildur Arnardóttir, eða Shoplifter, opnaði þar sýninguna  Taugafold VII, eða Nervescape VII. Hrafnhildur hefur sýnt Taugarfoldarröðina víða um heim á undanförnum misserum en þar reynir hún að endurskapa landslag hugans.