Færslur: Seyðisfjörður

Seyðfirðingar komast loksins aftur í bíó
Þær Celia Harrison og Sesselja Hlín Jónasardóttir rekstrarstjórar Herðubreiðar, menningar-og félagsheimilis Seyðisfjarðar, gerðu sér lítið fyrir og opnuðu kvikmyndahús á Seyðisfirði 26. júlí síðastliðinn eftir langt hlé á bíósýningum í bænum. Þar verða sýndar nýjustu kvikmyndir alla föstudaga og sunnudaga.
27.09.2020 - 14:24
Spegillinn
Vald til heimastjórna í nýju sveitarfélagi
Búist er við að fimm flokkar bjóði fram í nýju sveitarfélagi á Austurlandi sem jafnframt verður stærsta sveitarfélag landsins að flatarmáli. Framboðsfrestur rennur út á morgun. Kosið verður 19. september og einnig í fjórar heimastjórnir sem fá vald til að afgreiða tiltekin mál í sinni heimabyggð.
Sexmenningar af Norrænu í einangrun í vinnubúðum
Norræna lagðist að bryggju á Seyðisfirði í morgun með 730 farþega um borð. Einn um borð hafði greinst smitaður af COVID-19 við sýnatöku í Hirtshals í Danmörku síðastliðinn þriðjudag.
Leggja til 20% aukningu í laxeldi á landsvísu
Hafrannsóknastofnun leggur til í nýrri ráðgjöf að laxeldi verði nær tvöfaldað á Austfjörðum og að leyfilegt laxeldi á Vestfjörðum verði aukið um 14.500 tonn.
19.03.2020 - 12:39
Rúma sjö tíma að koma sjúklingi yfir Fjarðarheiði
Björgunarsveitirnar Ísólfur á Seyðisfirði og Hérað á Egilsstöðum voru rúma sjö tíma að koma sjúklingi yfir ófæra Fjarðarheiði í dag. Davíð Kristinsson, varaformaður Ísólfs, segir að til allrar hamingju hafi þetta ekki verið bráðatilvik þótt vissulega hafi legið á því að sjúklingurinn kæmist undir læknishendur.
29.02.2020 - 20:48
Sólardagur á Seyðisfirði: „Hátíðisdagur hjá okkur“
Í dag, 18. febrúar, er hinn formlegi sólardagur Seyðfirðinga en þar sést reyndar ekki til sólar eins og er fyrir skýjum. „Það er sólardagurinn þó að hún skíni ekki rétt eins og er, þá vitum við af henni,“ segir Jóhann Björn Sveinbjörnsson sem er fæddur og uppalinn á Seyðisfirði. 
18.02.2020 - 16:34
Myndskeið
Reisa þarf þrjá snjóflóðavarnagarða á Seyðisfirði
Byggð á Seyðisfirði hefur verið óvarin fyrir snjóflóðum allt of lengi að mati forseta bæjarstjórnar sem segir það hamla uppbyggingu og nýtingu á húsnæði. Bæjaryfirvöld vilja að framkvæmdir við snjóflóðavarnir hefjist sem fyrst.
25.11.2019 - 09:53
Myndskeið
Olíublautur æðarfugl á Seyðisfirði
Íbúi á Seyðisfirði náði myndbandi af æðarfugli í andaslitrunum. Fuglinn var blautur af olíu en slíkt er að sögn íbúans algeng sjón.
02.08.2019 - 18:10
Viðtal
Sparibaukurinn fullur eftir tíu ár í geymslu
„Ég er ekki jafn gömul og fólk heldur að ég sé,“ segir Sigríður Guðlaugsdóttir hlæjandi en hún er betur þekkt sem Sigga Boston. Hún hefur nú opnað hinn sögufræga bar Sirkús á nýjan leik, á Seyðisfirði.
22.07.2019 - 17:21
750 farþegar með Norrænu í fyrstu ferð sumars
Norræna kom til hafnar á Seyðisfirði í gærmorgun með 750 farþega og 400 farartæki um borð. Þetta var fyrsta ferð ferjunnar í sumar en hún kemur ellefu sinnum í höfn á Seyðisfirði í sumar samkvæmt sumaráætlun Smyril Line á Íslandi.
14.06.2019 - 13:20
Seyðisfjörður baðaður ljósi
Seyðfirðingar hafa ekki séð til sólar síðastliðna mánuði en bærinn lýstist engu að síður upp þegar hátíðin List í ljósi var haldin í fjórða sinn.
22.02.2019 - 10:41
Byggja nektarsánu á Seyðisfirði
Listahópurinn Sveita Bleyta byggir nú sjóðbaðsstofu á Seyðisfirði í tilefni listahátíðarinnar LungA.
19.07.2018 - 15:24
Hús rýmd á Seyðisfirði vegna snjóflóðahættu
Hættustigi vegna snjóflóða hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði og óvissustigi á Austfjörðum. Í gærkvöld var ákveðið að rýma reiti fjögur og sex á Seyðisfirði undir Strandartindi. Þar er verbúð og iðnaðarhúsnæði að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar.
15.03.2018 - 07:59
Sólrisuhátíð í undirbúningi á Seyðisfirði
Frá því að sól hætti að skína á Seyðisfirði seint í nóvember og þangað til endurkomu hennar verður fagnað helgina 19.-21. febrúar, hefur hópur Seyðfirðinga unnið að undirbúningi ljósahátíð í bænum. Áætlað er að Ljósahátíðin verði stór og árlegur viðburður, en skipuleggjandi hennar Celia Harrison er stofnandi einnar stærsu ljóslistahátíðar á Nýja Sjálandi, Art in the dark. „Ég kom hingað í haust til þess að vinna í listamannavinnustofu og smitaðist af ótrúlegri orku Seyðfirðinga,“ segir Celia.
Bankinn til Sýslumanns, Pósturinn í búðina
Verslunarstjóra Samkaups Strax á Seyðisfirði hefur ekki verið tilkynnt um ákvörðun Íslandspósts og Samkaupa um rekstur póstþjónustu í versluninni sem hefjast á um eftir fjórar vikur. Undirskriftasöfnun stendur yfir á Seyðisfirði vegna fyrirhugaðrar lokunar sameiginlegs útibús Landsbankans og Póstsins. Þóra Guðmundsdóttir arkitekt segir að það húsnæði sem áætlað sé að taki við sem starfsstöðvar fyrirtækjanna henti í báðum tilfellum illa og sé í engu samræmi við þjónustuþörf í bæjarfélaginu.
03.12.2015 - 13:45
Orgelið hljómar eins og vélbátur
Þegar komið er í ferjuhús Seyðisfjarðarhafnar blasir við undarleg sjón, þar sem forláta orgel tekur á móti gestum. Gripurinn er gamalt Nyström og Karlstad rafmagnsharmonium sem er orðið næstum hundrað ára gamalt og þjónaði Seyðisfjarðarkirkju frá árinu 1922 til 1986. Eftir þónokkuð ferðalag á Tónmunasafn Norðurlands og viðhald á Akureyri er orgelið nú komið aftur heim á Seyðisfjörð en erfiðlega gengur að finna því stað. Hljóðfærið er afar fágætt og hljómar eins og vélbátur að sögn organistans.
29.11.2015 - 12:20
Skerða bankaþjónustu á Seyðisfirði
Hagræðing í rekstri útibúa Landsbankans heldur áfram og um næstu áramót er að vænta breytinga í þjónustu bankans á Seyðisfirði. Eftir breytingarnar áætlar bankinn að afgreiðsla Landsbankans á Seyðisfirði verði með svipuðu sniði og í Bolungarvík en þar mótmæltu viðskiptavinir bankans fyrirhugaðri lokun útibúsins. Starfsfólki verður fækkað úr þremur í einn og opnunartími útibúsins skertur. Breytingarnar á Seyðisfirði eru liður í að bregðast við hagkvæmnikröfum bankans.
18.11.2015 - 15:25