Færslur: Seyðisfjörður

Dregur lítillega úr hreyfingum flekans
Lítillega hefur dregið úr hreyfingum á hryggnum í hlíð Seyðisfjarðar við Búðará enda var lítil sem engin úrkoma í firðinum síðastliðinn sólarhring. Samkvæmt ofanflóðasérfræðingum Veðurstofunnar herti á hreyfingunni í fyrradag vegna rigninga í byrjun vikunnar en í morgun fór að draga lítillega úr hraðanum. Hryggurinn er í skriðusárinu frá í desember síðastliðnum. Ekki er gert ráð fyrir úrkomu fyrr en annaðkvöld. Enn er í gildi óvissustig á Seyðisfirði vegna skiðuhættu.
21.10.2021 - 10:26
Landinn
„Okkur langaði bara í sushi“
„Okkur langaði bara í sushi upphaflega. Vorum samt alltaf með tenginguna við fiskinn, þegar maður er í fiskibær þá er fiskurinn svo nærtækur,“ segir Davíð Kristinsson, einn eigenda Norð Austur, Sushi-staðar á Seyðisfirði.
Mat á aðstæðum á Seyðisfirði liggur fyrir eftir helgi
Mælingar fyrir ofan Seyðisfjörð sýna svipaðan hraða á sigi  hryggsins við Búðará síðustu tvo sólarhringa, sem er nokkuð meiri en þar á undan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.
09.10.2021 - 11:17
Enn hreyfist flekinn sunnan Búðarár
Hreyfing mælist enn í hlíðinni sunnan Búðarár ofan Seyðisfjarðar í skriðusárinu frá desember 2020. Veðurstofan skoðar nú gögn yfir nákvæmar færslur í kjölfar rigninga í gær og niðurstöður ættu að liggja fyrir síðar í dag. Í gær hafði flekinn færst um 3,5 cm frá því á laugardag. Engar aðrar hreyfingar hafa mælst í hlíðum ofan Seyðisfjarðar.
08.10.2021 - 10:59
Flekinn við Búðará hreyfst um 3,5 cm
Hreyfing mælist enn á flekanum sem liggur sunnan megin við Búðará í skriðusárinu frá desember 2020. Frá laugardegi hefur hann hreyfst sem nemur rétt um 3,5 cm. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá almannavörnum.
07.10.2021 - 10:12
Útvarpsfrétt
Mælitækin á Seyðisfirði námu fleka á hreyfingu
Hættustig vegna skriðuhættu er enn í gildi á Seyðisfirði eftir rigningar síðustu daga. Mælitæki Veðurstofunnar, sem vakta hlíðina ofan byggðarinnar, sýna að stór fleki í jaðri skriðusársins við Búðará er kominn á hreyfingu og gæti fallið í Búðará sem er í innri hluta farvegar stóru skriðunnar sem féll fyrr í vetur.
05.10.2021 - 13:12
Rýming á Seyðisfirði í gildi fram yfir helgi
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur ákveðið að rýming á Seyðisfirði verði í gildi fram yfir helgi. Þar voru níu hús rýmd í gær og 19 íbúar þeirra fengu húsaskjól annars staðar. Hættustig er jafnframt enn í gildi.
05.10.2021 - 12:00
Segir bæjarbúa hrædda og óörugga
Davíð Kristinsson, varaformaður björgunarsveitarinnar á Seyðisfirði, segir að húsin sem eru rýmd núna í bænum séu á sama stað og skriðan féll í desember. Bæjarbúar séu hræddir og óöruggir. Úrkoma hafi verið mikil og allir lækir vatnsmiklir.
04.10.2021 - 18:18
Fá 640 milljóna króna fjárstyrk vegna aurskriðanna
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita níu stofnunum 640 milljón króna fjárstyrk til að mæta ófyrirséðum útgjöldum vegna viðbragða og framkvæmda í kjölfar aurskriðanna á Seyðisfirði í desember á síðasta ári. Stærstur hluti fer í Ofanflóðasjóð, til Veðurstofunnar og Almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra.
14.09.2021 - 18:57
Eldur í vélarrúmi Norrænu
Engan sakaði þegar eldur kviknaði í vélarrúmi Norrænu við Seyðisfjarðarhöfn um þrjúleytið í dag. Lögregla fékk tilkynningu klukkan 15:04 og lögregla og slökkvilið fór strax á svæðið. Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn.
07.09.2021 - 15:40
Tugir leita göngumanns á Strandatindi á Seyðisfirði
Björgunarsveitir á Austurlandi hafa í dag leitað göngumanns á Strandatindi á Seyðisfirði og búist er við að leitinni verði haldið áfram í kvöld og nótt ef þörf krefur. Maðurinn hóf fjallgöngu og klifur frá Seyðisfirði á Strandartind í morgun. Hann var einn á ferð en félagar hans sem biðu hans á Seyðisfirði misstu símasamband við hann í dag. Þá var farið að grennslast fyrir um hann og svæðið skoðað með drónum.
02.09.2021 - 19:18
Fjögur smit tengd leikskólanum á Seyðisfirði
Fjögur COVID-19 smit hafa nú greinst á Seyðisfirði í tengslum við leikskóla bæjarins, en greint var frá smiti á leikskólanum í fyrradag. Töluverður fjöldi er í sóttkví í tengslum við þessi smit og er heildarfjöldi í sóttkví á Austurlandi kominn í 58 manns. Sjö manns eru nú í einangrun á svæðinu.
Sjónvarpsfrétt
Óttast að flakið ryðgi í sundur
Enn lekur olía úr flaki El Grillo í Seyðisfirði þrátt fyrir umfangsmiklar og dýrar aðgerðir í fyrrasumar til að koma í veg fyrir leka. Talið er að enn séu 10-15 tonn af olíu í skipinu.
17.08.2021 - 10:30
Mögulegt sóttkvíarbrot á Djúpavogi
Mögulegt sóttkvíarbrot átti sér stað á Djúpavogi í dag þegar skemmtiferðaskip, þar sem allir um borð áttu að vera í sóttkví, lagðist að bryggju í bænum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.
15.07.2021 - 18:07
Staðfest smit í skipinu
Farþegi um borð í skemmtiferðaskipinu Viking Sky hefur greinst með kórónuveiruna.
15.07.2021 - 09:34
Grunur um smit um borð í skipi við Seyðisfjörð
Grunur leikur á að farþegi um borð í skipi sem liggur við höfnina í Seyðisfirði sé smitaður af Covid-19. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi er búið að taka sýni úr farþeganum.
14.07.2021 - 16:58
Morgunvaktin
Hús verða flutt af skriðusvæðinu
Til stendur að reisa á annan tug íbúða á Seyðisfirði. Björn Ingimarsson sveitarstjóri Múlaþings gerir sér vonir um að þau líti dagsins ljós með haustinu. Björn var gestur Morgunvaktarinnar á Rás 1 í morgun.
12.07.2021 - 09:59
Sumarlandinn
Gömul mannvirki grafin upp á Seyðisfirði
„Við þurfum að vera rösk,“ segir Rannveig Þórhallsdóttir fornleifafræðingur en nú á að reisa heilmikið mannvirki sem mun verja Seyðisfjarðarbyggð. Eftir að snjóflóðagarðarnir hafa verið reistir verður ekki lengur hægt að grafa svæðið upp fyrir fornleifum og því þarf að hafa hraðann á.
07.07.2021 - 09:15
Skúta stórskemmd eftir eldsvoða
Slökkvilið Múlaþings var kallað út á ellefta tímanum í gærkvöld vegna elds í skútu við Bæjarbryggjuna á Seyðisfirði. Austurfrétt greinir frá þessu á vef sínum.
02.06.2021 - 00:44
Viðtal
„Húsið mitt var bara sett í blandarann“
„Þetta er ótrúlega skrítið. Ég er búin að heyra að eitthvað fór út í sjó. Húsið mitt var bara sett í blandarann,“ segir Ingrid Karis, tískuljósmyndari, sem bjó í húsinu Berlín, Hafnargötu 24 á Seyðisfirði, sem stóra aurskriðan hrifsaði með sér fyrir jól. Í þáttunum Fjallið ræður sem er á dagskrá Rásar 2 um páskana segja Seyðfirðingar frá sinni upplifun af skriðunni, sem hjó stórt skarð í byggðina.
„Svæðið verður auðvitað aldrei eins og það var“
Vinna við hreinsun rústa og björgun muna á svæðinu þar sem aurskriður féllu á Seyðisfirði er komin vel áleiðis og nú sér fyrir endann á eiginlegu hreinsunarstarfi. Þetta kom fram á stöðufundi Lögreglunnar á Austurlandi í vikunni. Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, segir að svæðið líti mun betur út en það gerði eftir skriðurnar en þó sé enn mikið eftir í uppbyggingu á svæðinu.
06.03.2021 - 10:55
Landinn
Bjarga því sem bjargað verður
„Menntamálaráðuneytið og Þjóðminjasafnið settu saman hóp af safnafólki sem hefur verið að koma í ferðir hingað austur og við erum bara að hjálpa starfsfólki Tækniminjasafnsins að flokka og ráðleggja með framhald á meðferð og hvað á að gera," segir Ingibjörg Áskelsdóttir, forvörður í Borgarsögusafni.
Rigning í takti við úrkomuspá á Seyðisfirði í nótt
„Það byrjaði að rigna um og upp úr kvöldmat í gær og hefur rignt síðan, aðeins meira í morgunsárið en í nótt og það eru komnir um og upp úr 30 mm á Seyðisfirði,“ segir Páll Ágúst Þórarinsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu.
17.02.2021 - 08:11
Endurmeta rýmingu vegna veðurs á morgun
Um 100 íbúar í 46 húsum á Seyðisfirði þurftu að yfirgefa heimili sín í dag vegna skriðuhættu. Rýmingin er í öryggisskyni og verður endurmetin um hádegisbil á morgun. Mikilli úrkomu er spáð á Austfjörðum í kvöld og nótt.
16.02.2021 - 19:46
Rýming og hættustig á Seyðisfirði
Hættustigi hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. Spáð er ákafri úrkomu á Austfjörðum í kvöld og að uppsöfnuð úrkoma á Seyðisfirði verði jafnvel yfir 60 mm, sem leggst við 70 mm úrkomu og leysingar síðan á laugardag.
16.02.2021 - 15:06