Færslur: Seyðisfjörður

Viðtal
„Húsið mitt var bara sett í blandarann“
„Þetta er ótrúlega skrítið. Ég er búin að heyra að eitthvað fór út í sjó. Húsið mitt var bara sett í blandarann,“ segir Ingrid Karis, tískuljósmyndari, sem bjó í húsinu Berlín, Hafnargötu 24 á Seyðisfirði, sem stóra aurskriðan hrifsaði með sér fyrir jól. Í þáttunum Fjallið ræður sem er á dagskrá Rásar 2 um páskana segja Seyðfirðingar frá sinni upplifun af skriðunni, sem hjó stórt skarð í byggðina.
„Svæðið verður auðvitað aldrei eins og það var“
Vinna við hreinsun rústa og björgun muna á svæðinu þar sem aurskriður féllu á Seyðisfirði er komin vel áleiðis og nú sér fyrir endann á eiginlegu hreinsunarstarfi. Þetta kom fram á stöðufundi Lögreglunnar á Austurlandi í vikunni. Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, segir að svæðið líti mun betur út en það gerði eftir skriðurnar en þó sé enn mikið eftir í uppbyggingu á svæðinu.
06.03.2021 - 10:55
Landinn
Bjarga því sem bjargað verður
„Menntamálaráðuneytið og Þjóðminjasafnið settu saman hóp af safnafólki sem hefur verið að koma í ferðir hingað austur og við erum bara að hjálpa starfsfólki Tækniminjasafnsins að flokka og ráðleggja með framhald á meðferð og hvað á að gera," segir Ingibjörg Áskelsdóttir, forvörður í Borgarsögusafni.
Rigning í takti við úrkomuspá á Seyðisfirði í nótt
„Það byrjaði að rigna um og upp úr kvöldmat í gær og hefur rignt síðan, aðeins meira í morgunsárið en í nótt og það eru komnir um og upp úr 30 mm á Seyðisfirði,“ segir Páll Ágúst Þórarinsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu.
17.02.2021 - 08:11
Endurmeta rýmingu vegna veðurs á morgun
Um 100 íbúar í 46 húsum á Seyðisfirði þurftu að yfirgefa heimili sín í dag vegna skriðuhættu. Rýmingin er í öryggisskyni og verður endurmetin um hádegisbil á morgun. Mikilli úrkomu er spáð á Austfjörðum í kvöld og nótt.
16.02.2021 - 19:46
Rýming og hættustig á Seyðisfirði
Hættustigi hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. Spáð er ákafri úrkomu á Austfjörðum í kvöld og að uppsöfnuð úrkoma á Seyðisfirði verði jafnvel yfir 60 mm, sem leggst við 70 mm úrkomu og leysingar síðan á laugardag.
16.02.2021 - 15:06
Tvö krapaflóð og tvö snjóflóð fallið á Austurlandi
Tvö vot snjóflóð og tvö krapaflóð hafa fallið á Austfjörðum síðasta sólarhring. Sjö íbúar í þremur húsum á Seyðisfirði þurftu að yfirgefa heimili sín í gærkvöldi vegna snjóflóðahættu. Tveir reitir í bænum voru rýmdir. Magni Hreinn Jónsson, sérfræðingur á ofanflóðavakt veðurstofunnar segir að rýmingar verði í gildi að minnsta kosti eitthvað fram eftir morgninum.„Það stytti upp í nótt þannig aðstæður fara batnandi. Það verður metið núna með morgninum,“ segir Magni Hreinn.
15.02.2021 - 08:09
Rýma svæði á Seyðisfirði vegna snjóflóðahættu
Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að rýma reiti 4 og 6 á Seyðisfirði undir Strandartindi yst í sunnanverðum Seyðisfirði, vegna hættu á votum snjóflóðum. Svæðin má sjá á snjóflóðarýmingarkortinu sem fylgir fréttinni. Rýming tekur gildi klukkan 21:00 í kvöld. Veðurstofan hefur lýst yfir hættustigi á Seyðisfirði en óvissustig vegna ofanflóðahættu hefur verið í gildi á Austurlandi öllu frá því klukkan átta í gærkvöldi og gildir enn.
14.02.2021 - 20:32
Áfram óvissustig þrátt fyrir betri veðurhorfur
Óvissustig er áfram í gildi á Austurlandi þótt svo veðurspá líti betur út fyrir Seyðisfjörð en hún gerði í gær. Munurinn er þó ekki mikill samkvæmt upplýsingum frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og því er áfram fylgst vel með.
14.02.2021 - 10:48
Ganga í hús og tryggja að íbúar séu í viðbragðsstöðu
„Það eru allir í viðbragðsstöðu til að rýma í fyrramálið ef til þess kemur,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, í samtali við fréttastofu. Klukkan átta í kvöld tók gildi óvissustig á Austurlandi vegna ofanflóðahættu og búist er við að í fyrramálið komi í ljós hvort þurfi að rýma ákveðið svæði á Seyðisfirði.
13.02.2021 - 20:31
Óvissustig á Austurlandi frá klukkan átta í kvöld
Spáð er mikilli rigningu á Austurlandi næsta einn og hálfan sólarhring og Veðurstofan hefur lýst óvissustigi vegna ofanflóðahættu frá því klukkan átta í kvöld. Spáð er vaxandi úrkomu, rigningu á láglendi en slyddu eða snjókomu til fjalla til að byrja með en á morgun hlýnar og þá gæti rignt upp í fjallatoppa. Úrkoman gæti orðið 100 til 200 millimetrar.
13.02.2021 - 18:00
Lýsa yfir óvissustigi á Seyðisfirði síðar í dag
Enn er óvíst hvort grípa þurfi til rýmingar á Seyðisfirði í dag vegna skriðuhættu. Talsvert hefur hlýnað í veðri, spáð rigningu og hitastig er komið upp fyrir frostmark á láglendi. Esther Hlíðar Jensen, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að enn sé óljóst hvort vatn komist niður úr frostinu í fjallinu og hversu stórt svæði gæti hugsanlega þurft að rýma. Nú síðar í dag verði viðbúnaðarstig á Seyðisfirði fært í óvissustig.
13.02.2021 - 13:49
Meta hvort grípa þurfi til rýmingar um helgina
Spáð er hlýnandi veðri um helgina með talsverðri rigningu, einkum sunnan- og suðaustanlands, en einnig á Austfjörðum á sunnudaginn. Á Austfjörðum er töluverður snjór til fjalla sem mun blotna og fylgjast þarf með hættu á bæði votum snjóflóðum og skriðuföllum. Metið verður um helgina hvort grípa þurfi til rýmingar á Seyðisfirði.
Húsamyndir Dieters fundnar – safnið óskar hjálparhandar
Tækniminjasafn Austurlands hefur blásið til hópfjármögnunar í gegnum Karólína-fund til að byggja upp safnið eftir skriðuföllin í desember. Gamla Vélsmiðjan er verr farin en talið var, ótraust og þarf að tæma húsið. Enn finnast mikilvægir gripir í skriðunni og safnið stendur frammi fyrir miklu verki við að hreinsa muni.
Tækniminjasafn Austurlands hyggst safna 10 milljónum
Tækniminjasafn Austurlands hefur hrundið af stað hópfjármögnun á Karolina fund með það að markmiði að safna 10 milljónum króna til þess að endurbyggja safnkostinn á Seyðisfirði en stór hluti hans varð fyrir aurskriðu í desember.
08.02.2021 - 13:58
Ný íbúðabyggð utan hættusvæða á Seyðisfirði
Sveitarstjórn Múlaþings leggur nú áherslu á að byggðar verði nýjar íbúðir á Seyðisfirði utan skilgreindra hættusvæða. Líklegt er að fyrstu íbúðir á nýju byggingasvæði verði tilbúnar fyrir sumarið.
03.02.2021 - 22:18
Leigufélagið Bríet byggir á Seyðisfirði
Í dag var undirrituð viljayfirlýsing um byggingu sex íbúða á Seyðisfirði á vegum Leigufélagsins Bríetar. Ráðherra segir að vegna tilkomu þess félags sé nú hægt að bregðast hratt við og byggja íbúðir á Seyðisfirði í samstarfi við sveitarfélagið Múlaþing.
Óheimilt að búa í fjórum húsum við Stöðvarlæk
Óheimilt verður að búa í fjórum húsum sem standa við Stöðvarlæk á Seyðisfirði utan við stóru aurskriðuna sem féll 18. desember. Samkvæmt frumathugunarskýrslu Veðurstofu Íslands um mögulegar ofanflóðavarnir fyrir íbúabyggð verður ómögulegt að verja svæðið fyrir skriðum, og sveitarstjórn Múlaþings samþykkti í gær að íbúabyggð yrði óheimil á svæðinu. Austurfrétt greindi frá þessu í gær.
02.02.2021 - 07:30
Rýmingu aflétt undir Múlanum
Rýmingu hefur verið aflétt undir Múlanum á Seyðisfirði, og almannavarnastig lækkað úr hættustigi í óvissustig. Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið þetta í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi.
Viðtal
„Þetta var rosalega dramatískur atburður“
„Frásagnir sem ég hef heyrt frá vinum og ættingjum fyrir austan eru rosalegar,“ segir Ívar Pétur Kjartansson tónlistarmaður og Seyðfirðingur eftir skriðurnar sem féllu á bæinn í lok síðasta árs. Listahátíð til styrktar þeim sem misstu mikið og uppbyggingar á Seyðisfirði er haldin 25.-31. janúar.
Hættustigi ekki aflýst á Seyðisfirði í bili
Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra ætlar ekki að aflétta hættustigi á Seyðisfirði á meðan hreinsunarstarf stendur yfir eftir stóru skriðuna sem féll þar 18. desember. Enn ríkir óvissa um íbúabyggð á tilteknum svæðum í bænum í framtíðinni, en búið er að kalla eftir að hættumati þar verði flýtt. Á meðan kalt er í veðri og ekki rigning telur Veðurstofan þó ekki sé yfirvofandi hætta á skriðum.
Vill auka rannsóknir á loftslagbreytingum og skriðum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir mikilvægt að rannsaka enn frekar möguleg tengsl loftslagsbreytinga og hlýnandi veðurs og skriðufalla á Íslandi. Hann vill efla allar rannsóknir tengdar skriðum enn frekar. Hann fagnar þeim einum komma sex 1,6 milljörðum króna sem árlega fara nú aukalega í Ofanflóðasjóð. Það geti flýtt gerð varnargarða í íbúðabyggð um 20 ár og þeir yrðu tilbúnir um 2030.
Segir mikilvægt að læra af hamförunum á Seyðisfirði
Umhverfisráðherra segir að nýta verði reynslu og þekkingu af hamförunum á Seyðisfirði til að koma koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur. Í dag hófst vinna við gerð varnarmannvirkja ofan byggðarinnar á Seyðisfirði.
„Ekki boðlegt að vera í þessu limbói“
Starfsfólk frystihúss Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði fékk far með togaranum Gullveri inn í bæinn eftir að byggingin var rýmd í dag. Rýmingin kom til eftir ábendingu frá íbúa þess efnis að sprunga í stóru skriðunni hefði gliðnað. Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar kallar eftir skýrari svörum frá Almannavörnum.
„Kann að koma til frekari rýmingar á Seyðisfirði“
Eftir yfirferð ofanflóðavaktar Veðurstofu Íslands á Seyðisfirði í dag kom í ljós að ekki var um hreyfingar á jarðlögum að ræða. Af öryggisástæðum var hreinsunarstarf stöðvað rétt fyrir hádegi í dag eftir að tilkynning barst um að sprunga í skriðusárinu hefði stækkað.