Færslur: Seyðisfjörður

Mögulegt sóttkvíarbrot á Djúpavogi
Mögulegt sóttkvíarbrot átti sér stað á Djúpavogi í dag þegar skemmtiferðaskip, þar sem allir um borð áttu að vera í sóttkví, lagðist að bryggju í bænum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.
15.07.2021 - 18:07
Staðfest smit í skipinu
Farþegi um borð í skemmtiferðaskipinu Viking Sky hefur greinst með kórónuveiruna.
15.07.2021 - 09:34
Grunur um smit um borð í skipi við Seyðisfjörð
Grunur leikur á að farþegi um borð í skipi sem liggur við höfnina í Seyðisfirði sé smitaður af Covid-19. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi er búið að taka sýni úr farþeganum.
14.07.2021 - 16:58
Morgunvaktin
Hús verða flutt af skriðusvæðinu
Til stendur að reisa á annan tug íbúða á Seyðisfirði. Björn Ingimarsson sveitarstjóri Múlaþings gerir sér vonir um að þau líti dagsins ljós með haustinu. Björn var gestur Morgunvaktarinnar á Rás 1 í morgun.
12.07.2021 - 09:59
Sumarlandinn
Gömul mannvirki grafin upp á Seyðisfirði
„Við þurfum að vera rösk,“ segir Rannveig Þórhallsdóttir fornleifafræðingur en nú á að reisa heilmikið mannvirki sem mun verja Seyðisfjarðarbyggð. Eftir að snjóflóðagarðarnir hafa verið reistir verður ekki lengur hægt að grafa svæðið upp fyrir fornleifum og því þarf að hafa hraðann á.
07.07.2021 - 09:15
Skúta stórskemmd eftir eldsvoða
Slökkvilið Múlaþings var kallað út á ellefta tímanum í gærkvöld vegna elds í skútu við Bæjarbryggjuna á Seyðisfirði. Austurfrétt greinir frá þessu á vef sínum.
02.06.2021 - 00:44
Viðtal
„Húsið mitt var bara sett í blandarann“
„Þetta er ótrúlega skrítið. Ég er búin að heyra að eitthvað fór út í sjó. Húsið mitt var bara sett í blandarann,“ segir Ingrid Karis, tískuljósmyndari, sem bjó í húsinu Berlín, Hafnargötu 24 á Seyðisfirði, sem stóra aurskriðan hrifsaði með sér fyrir jól. Í þáttunum Fjallið ræður sem er á dagskrá Rásar 2 um páskana segja Seyðfirðingar frá sinni upplifun af skriðunni, sem hjó stórt skarð í byggðina.
„Svæðið verður auðvitað aldrei eins og það var“
Vinna við hreinsun rústa og björgun muna á svæðinu þar sem aurskriður féllu á Seyðisfirði er komin vel áleiðis og nú sér fyrir endann á eiginlegu hreinsunarstarfi. Þetta kom fram á stöðufundi Lögreglunnar á Austurlandi í vikunni. Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, segir að svæðið líti mun betur út en það gerði eftir skriðurnar en þó sé enn mikið eftir í uppbyggingu á svæðinu.
06.03.2021 - 10:55
Landinn
Bjarga því sem bjargað verður
„Menntamálaráðuneytið og Þjóðminjasafnið settu saman hóp af safnafólki sem hefur verið að koma í ferðir hingað austur og við erum bara að hjálpa starfsfólki Tækniminjasafnsins að flokka og ráðleggja með framhald á meðferð og hvað á að gera," segir Ingibjörg Áskelsdóttir, forvörður í Borgarsögusafni.
Rigning í takti við úrkomuspá á Seyðisfirði í nótt
„Það byrjaði að rigna um og upp úr kvöldmat í gær og hefur rignt síðan, aðeins meira í morgunsárið en í nótt og það eru komnir um og upp úr 30 mm á Seyðisfirði,“ segir Páll Ágúst Þórarinsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu.
17.02.2021 - 08:11
Endurmeta rýmingu vegna veðurs á morgun
Um 100 íbúar í 46 húsum á Seyðisfirði þurftu að yfirgefa heimili sín í dag vegna skriðuhættu. Rýmingin er í öryggisskyni og verður endurmetin um hádegisbil á morgun. Mikilli úrkomu er spáð á Austfjörðum í kvöld og nótt.
16.02.2021 - 19:46
Rýming og hættustig á Seyðisfirði
Hættustigi hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. Spáð er ákafri úrkomu á Austfjörðum í kvöld og að uppsöfnuð úrkoma á Seyðisfirði verði jafnvel yfir 60 mm, sem leggst við 70 mm úrkomu og leysingar síðan á laugardag.
16.02.2021 - 15:06
Tvö krapaflóð og tvö snjóflóð fallið á Austurlandi
Tvö vot snjóflóð og tvö krapaflóð hafa fallið á Austfjörðum síðasta sólarhring. Sjö íbúar í þremur húsum á Seyðisfirði þurftu að yfirgefa heimili sín í gærkvöldi vegna snjóflóðahættu. Tveir reitir í bænum voru rýmdir. Magni Hreinn Jónsson, sérfræðingur á ofanflóðavakt veðurstofunnar segir að rýmingar verði í gildi að minnsta kosti eitthvað fram eftir morgninum.„Það stytti upp í nótt þannig aðstæður fara batnandi. Það verður metið núna með morgninum,“ segir Magni Hreinn.
15.02.2021 - 08:09
Rýma svæði á Seyðisfirði vegna snjóflóðahættu
Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að rýma reiti 4 og 6 á Seyðisfirði undir Strandartindi yst í sunnanverðum Seyðisfirði, vegna hættu á votum snjóflóðum. Svæðin má sjá á snjóflóðarýmingarkortinu sem fylgir fréttinni. Rýming tekur gildi klukkan 21:00 í kvöld. Veðurstofan hefur lýst yfir hættustigi á Seyðisfirði en óvissustig vegna ofanflóðahættu hefur verið í gildi á Austurlandi öllu frá því klukkan átta í gærkvöldi og gildir enn.
14.02.2021 - 20:32
Áfram óvissustig þrátt fyrir betri veðurhorfur
Óvissustig er áfram í gildi á Austurlandi þótt svo veðurspá líti betur út fyrir Seyðisfjörð en hún gerði í gær. Munurinn er þó ekki mikill samkvæmt upplýsingum frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og því er áfram fylgst vel með.
14.02.2021 - 10:48
Ganga í hús og tryggja að íbúar séu í viðbragðsstöðu
„Það eru allir í viðbragðsstöðu til að rýma í fyrramálið ef til þess kemur,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, í samtali við fréttastofu. Klukkan átta í kvöld tók gildi óvissustig á Austurlandi vegna ofanflóðahættu og búist er við að í fyrramálið komi í ljós hvort þurfi að rýma ákveðið svæði á Seyðisfirði.
13.02.2021 - 20:31
Óvissustig á Austurlandi frá klukkan átta í kvöld
Spáð er mikilli rigningu á Austurlandi næsta einn og hálfan sólarhring og Veðurstofan hefur lýst óvissustigi vegna ofanflóðahættu frá því klukkan átta í kvöld. Spáð er vaxandi úrkomu, rigningu á láglendi en slyddu eða snjókomu til fjalla til að byrja með en á morgun hlýnar og þá gæti rignt upp í fjallatoppa. Úrkoman gæti orðið 100 til 200 millimetrar.
13.02.2021 - 18:00
Lýsa yfir óvissustigi á Seyðisfirði síðar í dag
Enn er óvíst hvort grípa þurfi til rýmingar á Seyðisfirði í dag vegna skriðuhættu. Talsvert hefur hlýnað í veðri, spáð rigningu og hitastig er komið upp fyrir frostmark á láglendi. Esther Hlíðar Jensen, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að enn sé óljóst hvort vatn komist niður úr frostinu í fjallinu og hversu stórt svæði gæti hugsanlega þurft að rýma. Nú síðar í dag verði viðbúnaðarstig á Seyðisfirði fært í óvissustig.
13.02.2021 - 13:49
Meta hvort grípa þurfi til rýmingar um helgina
Spáð er hlýnandi veðri um helgina með talsverðri rigningu, einkum sunnan- og suðaustanlands, en einnig á Austfjörðum á sunnudaginn. Á Austfjörðum er töluverður snjór til fjalla sem mun blotna og fylgjast þarf með hættu á bæði votum snjóflóðum og skriðuföllum. Metið verður um helgina hvort grípa þurfi til rýmingar á Seyðisfirði.
Húsamyndir Dieters fundnar – safnið óskar hjálparhandar
Tækniminjasafn Austurlands hefur blásið til hópfjármögnunar í gegnum Karólína-fund til að byggja upp safnið eftir skriðuföllin í desember. Gamla Vélsmiðjan er verr farin en talið var, ótraust og þarf að tæma húsið. Enn finnast mikilvægir gripir í skriðunni og safnið stendur frammi fyrir miklu verki við að hreinsa muni.
Tækniminjasafn Austurlands hyggst safna 10 milljónum
Tækniminjasafn Austurlands hefur hrundið af stað hópfjármögnun á Karolina fund með það að markmiði að safna 10 milljónum króna til þess að endurbyggja safnkostinn á Seyðisfirði en stór hluti hans varð fyrir aurskriðu í desember.
08.02.2021 - 13:58
Ný íbúðabyggð utan hættusvæða á Seyðisfirði
Sveitarstjórn Múlaþings leggur nú áherslu á að byggðar verði nýjar íbúðir á Seyðisfirði utan skilgreindra hættusvæða. Líklegt er að fyrstu íbúðir á nýju byggingasvæði verði tilbúnar fyrir sumarið.
03.02.2021 - 22:18
Leigufélagið Bríet byggir á Seyðisfirði
Í dag var undirrituð viljayfirlýsing um byggingu sex íbúða á Seyðisfirði á vegum Leigufélagsins Bríetar. Ráðherra segir að vegna tilkomu þess félags sé nú hægt að bregðast hratt við og byggja íbúðir á Seyðisfirði í samstarfi við sveitarfélagið Múlaþing.
Óheimilt að búa í fjórum húsum við Stöðvarlæk
Óheimilt verður að búa í fjórum húsum sem standa við Stöðvarlæk á Seyðisfirði utan við stóru aurskriðuna sem féll 18. desember. Samkvæmt frumathugunarskýrslu Veðurstofu Íslands um mögulegar ofanflóðavarnir fyrir íbúabyggð verður ómögulegt að verja svæðið fyrir skriðum, og sveitarstjórn Múlaþings samþykkti í gær að íbúabyggð yrði óheimil á svæðinu. Austurfrétt greindi frá þessu í gær.
02.02.2021 - 07:30
Rýmingu aflétt undir Múlanum
Rýmingu hefur verið aflétt undir Múlanum á Seyðisfirði, og almannavarnastig lækkað úr hættustigi í óvissustig. Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið þetta í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi.