Færslur: Seyðisfjörður

Hættustigi ekki aflýst á Seyðisfirði í bili
Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra ætlar ekki að aflétta hættustigi á Seyðisfirði á meðan hreinsunarstarf stendur yfir eftir stóru skriðuna sem féll þar 18. desember. Enn ríkir óvissa um íbúabyggð á tilteknum svæðum í bænum í framtíðinni, en búið er að kalla eftir að hættumati þar verði flýtt. Á meðan kalt er í veðri og ekki rigning telur Veðurstofan þó ekki sé yfirvofandi hætta á skriðum.
Vill auka rannsóknir á loftslagbreytingum og skriðum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir mikilvægt að rannsaka enn frekar möguleg tengsl loftslagsbreytinga og hlýnandi veðurs og skriðufalla á Íslandi. Hann vill efla allar rannsóknir tengdar skriðum enn frekar. Hann fagnar þeim einum komma sex 1,6 milljörðum króna sem árlega fara nú aukalega í Ofanflóðasjóð. Það geti flýtt gerð varnargarða í íbúðabyggð um 20 ár og þeir yrðu tilbúnir um 2030.
Segir mikilvægt að læra af hamförunum á Seyðisfirði
Umhverfisráðherra segir að nýta verði reynslu og þekkingu af hamförunum á Seyðisfirði til að koma koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur. Í dag hófst vinna við gerð varnarmannvirkja ofan byggðarinnar á Seyðisfirði.
„Ekki boðlegt að vera í þessu limbói“
Starfsfólk frystihúss Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði fékk far með togaranum Gullveri inn í bæinn eftir að byggingin var rýmd í dag. Rýmingin kom til eftir ábendingu frá íbúa þess efnis að sprunga í stóru skriðunni hefði gliðnað. Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar kallar eftir skýrari svörum frá Almannavörnum.
„Kann að koma til frekari rýmingar á Seyðisfirði“
Eftir yfirferð ofanflóðavaktar Veðurstofu Íslands á Seyðisfirði í dag kom í ljós að ekki var um hreyfingar á jarðlögum að ræða. Af öryggisástæðum var hreinsunarstarf stöðvað rétt fyrir hádegi í dag eftir að tilkynning barst um að sprunga í skriðusárinu hefði stækkað.
Vinnusvæði á Seyðisfirði rýmt
Ekki þykir ráðlegt að aflétta frekari rýmingu á Seyðisfirði að sinni vegna úrkomuspár um helgina. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að grannt verði fylgst með svæðinu um helgina vegna væntanlegrar rigningar.
Morgunvaktin
Bráðavarnir við Seyðisfjörð verða tilbúnar fljótlega
Björn Ingimarsson sveitarstjóri í Múlaþingi segir að enn sé verið að meta tjón af völdum aurskriðanna sem féllu á Seyðisfirði í síðasta mánuði. Rýming er enn í gildi á hluta svæðisins og hann segir að hreinsunarstarf muni taka nokkra mánuði.  Hann á von á að bráðavarnir verði tilbúnar innan nokkurra daga og nýjar íbúðir í bænum verði tilbúnar eftir nokkra mánuði. 
Rýmingu ekki aflétt en hreinsunarstörf ganga vel
Vegna úrkomuspár fyrir laugardag var ákveðið að aflétta ekki rýmingu sem enn er í gildi á Seyðisfirði eftir aurskriður í desember. Unnið er að því að reisa bráðabirgðavarnargarð fyrir ofanflóð við Fossgötu, dýpka farveg Búðarár og að hreinsa Fossgötu og Múla. Búist er við að þessum störfum ljúki innan fárra daga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra.
13.01.2021 - 17:27
Vinnsla hafin á ný í frystihúsinu á Seyðisfirði
Vinnsla í frystihúsi Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði hófst í morgun í fyrsta sinn eftir að aurskriða féll á bæinn skömmu fyrir jól. Rekstrarstjóri segir afar ánægjulegt að sjá að lífið sé aftur að færast í fyrra horf í bænum.
Vilja rannsókn á því hvað tafði rýmingu á Seyðisfirði
Heimastjórn Seyðisfjarðar vill að sett verði af stað rannsókn á því hvað varð þess valdandi að rýmingar á Seyðisfirði fóru ekki fram fyrr en aurskriður voru farnar að falla á bæinn. Þá segir stjórnin að endurskoða þurfi allt verklag í kringum hamfarir eins og þær sem urðu í desember.
Myndskeið
Búa sig undir óveður við erfiðar aðstæður á Seyðisfirði
Spáð er vonskuveðri á austurhelmingi landsins í kvöld og á morgun. Á Seyðisfirði var unnið að því í dag að ganga frá og festa niður þakplötur og aðra lausamuni áður en stormurinn skellur á. Appelsínugul viðvörun tekur gildi í nótt.
Myndband
„Áfall fyrir bæjarbúa og menningarsögu þjóðarinnar“
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti Seyðisfjörð í gær og skoðaði tjón á minjum. Hún segir tjónið mikið áfall fyrir bæjarbúa og menningarsögu þjóðarinnar.
Nýr búnaður til að vakta skriðuhættu settur upp
Veðurstofan vinnur nú að því að setja upp nýja vöktunarbúnað til þess að auka nákvæmni mælinga vegna skriðufalla á Seyðisfirði. Vöktun hlíðanna ofan bæjarins hefur þegar verið efld umtalsvert frá því sem var áður en skriðurnar féllu á bæinn í desember.
07.01.2021 - 23:38
Mesta tjón frá Suðurlandsskjálftanum árið 2008
Tjónið eftir skriðuföllin á Seyðisfirði er það mesta sem komið hefur inn á borð Náttúruhamfaratryggingar Íslands frá Suðurlandsskjálftanum árið 2008. Þegar hafa borist um sextíu tilkynningar um tjón.
Ríkið borgar tvo þriðju af kostnaði við hreinsunarstörf
Ríkisstjórnin ákvað á fundi í morgun að tveir þriðju kostnaðar við hreinsunarstarf á Seyðisfirði, vegna hamfaranna í desember, verði greiddir úr ríkissjóði. Kostnaður er um 300-600 milljónir króna miðað við grófa áætlun, segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.
05.01.2021 - 13:27
Hraða vinnu við rannsóknir og eftirlit á Seyðisfirði
Á næstu vikum gætu legið fyrir fyrstu upplýsingar úr frumathugun á því hvaða varnarmannvirki henta best ofan byggðar á Seyðisfirði. Enn er mikið af rannsóknum og eftirliti að hefjast en reynt verður að hraða þeirri vinnu eins og hægt er.
Myndskeið
Líklegt að oftar verði rýmt á Seyðisfirði í vetur
Seyðfirðingar þurfa að vera viðbúnir frekari rýmingum sé spáð mikilli rigningu og hlýindum. Björn Oddsson, fagstjóri hjá Almannavörnum segir að rýmt verði af minna tilefni en áður. Minnst fjörutíu hús eru skemmd eftir skriðuföllin fyrir jól.
Myndskeið
„Tekur á hjartað“ að missa ævistarfið í skriðunni
Það er grátlegt að horfa á eftir ævistarfinu segir kona sem hefur byggt upp fornfrægt hús á Seyðisfirði síðustu tuttugu ár. „Þetta tekur mjög á hjartað. Eins og að sjá ævisöguna klárast,“ segir Cordula Agnes Marianne Schrand, eigandi Breiðabliks.
Myndskeið
Horfði upp á húsið sitt eyðileggjast í stóru skriðunni
Seyðfirðingar tóku á móti nýja árinu á friðsælan hátt með kertum í stað flugelda. Haraldur Björn Halldórsson segir óraunverulegt að hafa séð húsið sitt fara með stóru skriðunni. Hann stefnir á að endurbyggja það, helst á sama stað, en óvíst er að hvort leyfi fáist fyrir því.
Rýmingarsvæðið á Seyðisfirði óbreytt fram yfir áramót
Rýmingarsvæði á Seyðisfirði verður óbreytt fram yfir áramót og hættustig almannavarna er þar enn í gildi. Mat sérfræðinga Veðurstofu Íslands hefur sýnt að ekki hefur orðið vart við neinar hreyfingar á jarðvegi frá því fyrir jól. Aðstæður eru metnar stöðugar eins og er, á meðan kalt er í veðri og ekki rigning. Í hlýindaköflum og rigningartíð er líklegt að svæðið verði óstöðugt og þyrfti þá að grípa til rýminga í varúðarskyni.
Myndskeið
Allt að 80 sentímetra drulla í kjöllurum á Seyðisfirði
Grjóthnullungar, drulla og vatn allt upp í meters hæð fyllir enn kjallara í Seyðisfirði. Hluti Seyðfirðinga býst við að mega aldrei snúa aftur í húsin sín, 15 fjölskyldur búa enn á rýmingarsvæði. Mikil vinna er framundan í hreinsunarstarfi.
Rýmingarsvæðið á Seyðisfirði endurskoðað á morgun
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn á Austurlandi hafa ákveðið að rýmingarsvæðið á Seyðisfirði verði óbreytt fram að hádegi á morgun, en þá verður frekari ákvörðun tekin.
Myndskeið
„Maður fer í einhvern gír“
„Maður fer í einhvern gír. Að ætla bara að moka þessu út, klára þetta og þurrka húsið,“ segir Lilja Kjerúlf íbúi á Seyðisfirði sem fékk að snúa aftur í húsið sitt í fyrradag eftir að aurskriður féllu á bæinn fyrr í þessum mánuði.
Viðtal
Fundu myndaalbúm og biblíu í aurnum
Biblía og myndaalbúm eru meðal þess sem fannst í gær í aurnum á Seyðisfirði. Hreinsunarstörf hófust að nýju í gær eftir hlé yfir hátíðarnar. Davíð Kristinsson, hótelstjóri og meðlimur í Björgunarsveitinni Ísólfi segir að hreinsunarstörfin gangi hægt en vel.
30.12.2020 - 10:14
Fleiri Seyðfirðingar fá að fara heim
Stöðugleiki í hlíðum Seyðisfjarðar hefur aukist nægilega mikið til þess að hægt sé að aflétta rýmingu á ákveðnum svæðum. Þetta eru niðurstöður sérfræðinga Veðurstofu Íslands sem könnuðu aðstæður í Botnabrún í dag.
29.12.2020 - 19:57