Færslur: Sextíu kíló af sólskini

Hallgrímur undir vökulu auga borgara í upplestrarferð
Hallgrímur Helgason rithöfundur er í upplestrarferð um Þýskaland. Hann segir að vegna heimsfaraldursins minni ástandið um margt á liðna tíma. „Þetta er stundum eins og maður sé að ferðast um Austur-Þýskaland, eins og það var í gamla daga þar sem allt var svo strangt að þú þurftir að velja hvaða leið þú ætlaðir niður stigann.“
Viðtal
„Þetta eru bara aðeins of mörg orð“
Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason tekur þátt í Bókmenntahátíð í Reykjavík sem nú stendur yfir og á laugardagskvöld er frumsýnd í Þjóðleikhúsinu þýðing hans á Loddaranum eftir Molière. Hallgrímur var föstudagsgestur Mannlega þáttarins og ræddi sköpunarferlið, orðmergðina og yfirlesturinn.
Í kapphlaupi við tímann
Hallgrímur Helgason tók í vikunni við Íslensku bókmenntaverðlaununum sem hann hlaut fyrir skáldsöguna Sextíu kíló af sólskini. Þetta er tíunda skáldsaga Hallgríms, hún gerist í Segulfirði um aldamótin 1900 og fjallar um mikla umbrotatíma í sögu íslensku þjóðarinnar, innreið nútímans í íslensku sjávarþorpi, og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda.
Fjölskyldan verður líka að þakka mér
Hallgrímur Helgason hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin og þakkaði mörgum fyrir í ræðu sinni, þar á meðal „litlum sætum íslenskum bókabransa“ og fjölskyldu sinni – en honum fannst hann þó sjálfur einnig eiga þakkir skildar.
Gagnrýni
Fjörugur stíll og kröftug nýsköpun
„Setningarnar sprikla af krafti og andríki. Má maður biðja um meira svona í íslenskum bókmenntum?“ spyr Steinunn Inga Óttarsdóttir, bókmenntarýnir Víðsjár, eftir lestur á nýjustu sögu Hallgríms Helgasonar, Sextíu kílóum af sólskini.
Gagnrýni
Hallgrímur hækkar upp í ellefu
Skáldsaga Hallgríms Helgasonar, Sextíu kíló af sólskini, greinir frá miklum umbrotatímum á Íslandi um aldamótin 1900, þar sem nútíminn brestur á með miklum látum í sjávarþorpi. Gagnrýnendur Kiljunnar eru hrifnir af bókinni og segja hana mögulega þá bestu sem Hallgrímur hefur sent frá sér.
Viðtal
Hvernig Ísland fór úr engu í eitthvað
Hallgrímur Helgason vildi rannsaka íslenskt þjóðareðli í skáldsögunni Sextíu kíló af sólskini, sögu sem gerist á miklum umbrota- og örlagatímum í sögu landsins, þegar Ísland fór „úr myrkrinu í ljósið“.