Færslur: Sérsveit

Vefsíða ofsóknarmanna fær íslenskt lén
Notendur vefsíðunnar Kiwifarms hafa meðal annars ástundað ofsóknir gegn hinsegin- og transfólki. Minnst þrír hafa svipt sig lífi vegna ofsókna á síðunni. Fyrirtækið Internet á Íslandi hefur samþykkt íslenskt lén fyrir síðuna.
Fimm ár frá misheppnuðu valdaráni Tyrklandshers
Í dag eru fimm ár liðin frá misheppnaðri valdaránstilraun í Tyrklandi. Þá reyndu hermenn sem fullyrt var að væru hliðhollir múslímska útlagaklerknum Fethullah Gülen að koma forseta Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, frá völdum.
15.07.2021 - 13:50
Morgunútvarpið
„Við eigum mikið af efnilegum lögreglukonum“
„Við eigum mikið af efnilegum lögreglukonum á Íslandi sem myndu sóma sér vel í sérsveitinni,“ segir Jón Már Jónsson, yfirmaður sérsveitar ríkislögreglustjóra. Inntökuskilyrði verði endurmetin á næstunni án þess að afsláttur verði gefinn á gæðum eða öryggi. 39 lögreglumenn eru í sérsveitinni í dag, enginn þeirra er kona. „Þetta er eitthvað sem verður skoðað og farið vel yfir,“ segir Jón Már.
Sérsveit handtók hnífamann
Sérsveit ríkislögreglustjóra tók á föstudag höndum mann sem ruðst hafði inn á heimili á Hellu vopnaður hnífi. Hringt var til lögreglu þegar maðurinn ruddist inn, en hann hvarf síðan á braut án líkamsmeiðinga. Lögreglan á Suðurlandi óskaði þá aðstoðar sérsveitarinnar.
22.02.2016 - 14:09