Færslur: Sérkennsla

Tveggja ára biðtími í talþjálfun gufaði upp
Móðir tíu ára drengs með tal- og lestrarerfiðleika segir að flókið endurgreiðslu-, greiningar- og beiðnakerfi í málaflokknum gangi alls ekki upp. Tveggja ára biðtími í talþjálfun gufaði upp vegna þess að beiðni frá lækni má aðeins vera ársgömul.
22.06.2021 - 14:12
Þriðjungur grunnskólabarna fékk sérkennslu í fyrra
Á síðasta skólaári  fengu 13.662 grunnskólabörn sérkennslu eða stuðning. Það er hátt í þriðjungur allra nemenda. Sædís Ósk Harðardóttir, formaður Félags íslenskra sérkennara, segir að ástæðan sé oftast hegðunarerfiðleikar og vanlíðan. Meðan aðgengi að sálfræðiþjónustu sé takmarkað, megi búast við að þörfin fyrir sérkennslu og stuðning í grunnskólum haldi áfram að aukast.