Færslur: sérgreinalæknar

Mistök ollu að sjúklingar urðu að greiða fullt gjald
Reglugerð um niðurgreiðslu kostnaðar sjúklinga vegna sérgreinalækninga rann út í morgun án endurnýjunar fyrir mistök. Því var útlit fyrir að Sjúkratryggingar Íslands tækju ekki lengur þátt í kostnaði sjúklinga við læknisþjónustu. Mistökin hafa nú verið leiðrétt en margir sjúklingar þurftu að greiða fullt gjald fyrir þjónustu í morgun.
Sjónvarpsfrétt
Tunguhaftsaðgerðir sextánfaldast hjá tannlæknum
Fjöldi aðgerða sem tannlæknar gera á tunguhöftum barna hefur sextánfaldast frá 2016. Ríkið þarf að borga nærri tvöfalt meira fyrir aðgerðina hjá tannlækni en sérgreinalækni. Undirskriftasöfnun er í gangi meðal foreldra vegna skoðunar Embættis landlæknis á tunguhaftaaðgerðum. 
Framlengja reglugerð svo sjúklingar fái niðurgreiðslu
Samninganefnd Sjúkratrygginga Íslands og Læknafélags Reykjavíkur átti nokkurra klukkustunda fund í dag. Læknar hafa verið samningslausir síðan 2018. Ákveðið hefur verið að framlengja reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar Sjúkratrygginga en hún gilti áður til 31. maí. 
Myndskeið
Meiri samdráttur í sumar - vandi á bráðamóttöku
Meiri samdráttur verður á Landspítalanum í sumar en í fyrrasumar. Breyta á verksviði sérfræðilækna til að bregðast við skorti á bráðalæknum því nokkrir þeirra hafa hætt störfum. Ástandið hefur ekki breyst þrátt fyrir yfirlýsingar og ástandsskýrslur, segir yfirlæknir. Sextán sjúklingar liggja nú fastir á bráðamóttöku því fullt er á öðrum deildum.
Óttast að fólk fari að neita sér um læknisþjónustu
Formaður Öryrkjabandalagsins segir að það bitni á viðkvæmustu hópnunum í samfélaginu og þeim sem minnst mega sín geri sérfræðilæknar alvöru úr að hætta að hafa milligöngu um niðurgreiðslu Sjúkratrygginga til sjúklinga. 
Myndskeið
Sakar lækna um að ætla að beita sjúklingum fyrir sig
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ræða við sérgreinalækna og segir mjög alvarlegt að þeir ígrundi að láta sjúklinga greiða allan lækniskostnað og hafa ekki milligöngu um niðurgreiðslu ríkisins. Hún sakar sérgreinalækna um að beita sjúklingum fyrir sig í þágu eigin hagsmuna.
Margir hætti að leita læknis ef milligöngu verður hætt
Deila sérgreinalækna og stjórnvalda bitnar á sjúklingum, segir formaður Öryrkjabandalagsins. Hætti læknar milligöngu um niðurgreiðslu kostnaðar sjúklinga muni margir veigra sér við því að leita læknis. „Það er alveg ljóst að það mun veigra sér við að sækja læknisþjónustu og fullt af fólki sem mun ekki treysta sér til að fara sjálft upp á Vínlandsleið til Sjúkratrygginga,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Kveikur
Læknar í einkarekstri vilja engin mörk
Í áratugi hefur verið knúið á um breytingar á því kerfi sem sjálfstætt starfandi sérgreinalæknar starfa eftir. Ástæðan er fyrst og fremst sú að heilbrigðisyfirvöld hafa litla stjórn á því, bæði útgjöldum og vexti. Og nú þegar búið er að ákveða að breyta því er mótstaðan mikil.
Meta þarf áhrif aukins hreinlætis í faraldrinum á börn
Michael Clausen, barnalæknir við Landspítalann, segir að skoða verði áhrif aukins hreinlætis á börn í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Það eigi við um börn fædd 2020 og jafnvel 2021 og á við ef haldið verður áfram að spritta.
02.02.2021 - 07:44
Hagkvæmara að veita meiri þjónustu í heimabyggð
Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir samfélagið ekki hafa staðið sig í að veita jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Hagkvæmara væri að veita meiri þjónustu í heimabyggð.
Myndskeið
„Læknar eru bara fólk eins og annað fólk“
Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir þjónustu sérgreinalækna á landsbyggðinni á ábyrgð stjórnvalda, ekki læknanna sjálfra. Læknar séu eins og annað fólk og í misgóðri aðstöðu til þess að vera lengi að heiman.
Viðtal
Sambærilegt aðgengi að læknisþjónustu eðlileg krafa
Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir að heilbrigðisstofnanir taki oft á sig kostnað við að fá til sín sérgreinalækna. Það sé þó ekki þeirra hlutverk.
Myndskeið
Tilviljanir ráða komu sérgreinalækna út á land
Ekkert skyldar sérgreinalækna til að veita þjónustu úti á landi. Þjónusta þeirra á landsbyggðinni er því tilviljanakennd og oftar en ekki vegna tengsla við heimamenn. Óásættanleg staða, að mati forstjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands.