Færslur: Serbía

Djokovic gert að yfirgefa Ástralíu
Dómstóll í Ástralíu staðfesti ákvörðun þarlendra stjórnvalda um að ógilda vegabréfsáritun serbneska tennisleikarans Novaks Djokovic og er honum því skylt að yfirgefa landið umsvifalaust. Djokovic segir að hann virði niðurstöðu dómstólsins en að hún valdi honum gríðarlegum vonbrigðum.
Djokovic bíður enn niðurstöðu
Serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic er nú á farsóttarhóteli í Melbourne í Ástralíu þar sem hann bíður þess að beiðni hans um endurnýjun vegabréfsáritunar verði tekin fyrir. Honum var neitað um vegabréfsáritun öðru sinni í gær.
Djokovic í haldi uns mál hans verður tekið fyrir
Serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic er í haldi ástralska yfirvalda þar til dómstólar taka mál hans um leyfi til áframhaldandi dvalar í landinu fyrir. Honum var neitað um vegabréfsáritun öðru sinni í dag.
Mótmæli gegn liþínnámum Rio Tinto halda áfram
Þúsundir serbneskra umhverfisverndarsinna flykktust út á götur Belgrað og fleiri borga í Serbíu í gær þrátt fyrir kulda og rigningarsudda og stöðvuðu þar alla umferð um hríð, til að mótmæla áætlunum um liþínnámur í landinu. Þetta er þriðja helgin í röð sem efnt er til fjölmennra mótmæla vegna námuáformanna, þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi freistað þess að draga úr andstöðu við þau með því að samþykkja nokkrar helstu kröfur mótmælenda.
12.12.2021 - 04:44
Fundu enn eina fjöldagröfina nærri Srebrenica
Enn ein fjöldagröf hefur fundist nærri bænum Srebrenica í sunnanverðri Bosníu-Hersegóvínu. Alþjóðanefnd um málefni horfins fólks, sem hefur aðsetur í Haag í Hollandi, greindi frá þessu í gær. Áætlað er að hersveitir Bosníuserba hafi myrt um eða yfir 8.000 múslímska karla og pilta í Srebrenica í skelfilegu blóðbaði árið 1995, sem alþjóðadómstólar hafa skilgreint sem þjóðarmorð.
09.12.2021 - 03:31
Mótmæla fyrirhugaðri liþín-námuvinnslu í Serbíu
Þúsundir lokuðu vegum víða um Serbíu til að mótmæla áformum stjórnvalda um að veita Rio Tinto leyfi til að vinna liþín úr jörð. Efnið er meðal annars notað í rafhlöður rafknúinna ökutækja.
05.12.2021 - 01:19
Táragasi beitt á mótmælendur í Svartfjallalandi
Lögregla í Svartfjallalandi beitti táragasi á mótmælendur sem mótmæltu innsetningu nýs erkibiskups serbnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í borginni Cetinje í dag. Mótmælin eru til marks um þann ágreining sem ríkir um tengslin við Serbíu og núning kirkjunnar við forseta landsins.
06.09.2021 - 00:35
Hörð mótmæli í Svartfjallalandi vegna vígslu biskups
Vígsla nýs erkibiskups serbnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í Svartfjallalandi hefur vakið hörð mótmæli í landinu. Mótmælin endurspegla núning milli kirkjunnar og forseta landsins.
05.09.2021 - 06:47
Tólf ára fangelsi fyrir stríðsglæpi í Bosníu
Fyrrverandi yfirmaður ríkisöryggissveitar Serbíu og nánasti aðstoðarmaður hans voru í gær dæmdir fyrir þjálfumn sína á serbneskum herdeildum sem frömdu morð og þjóðarmorð í Bosníu-Hersegóvínu seint á síðustu öld. Þeir hlutu báðir tólf ára dóm.
Dularfullt skjal sagt ógna friði á Balkanskaga
Embættismenn á Balkanskaga eru uggandi vegna skjals sem sagt er komið á borð Evrópusambandsins. Í skjalinu er mælt með því að Bosníu og Hersegóvínu verði skipt upp. 
23.04.2021 - 04:45
Ungverjar fyrstir ESB-þjóða til að leyfa Sputnik V
Ungverjaland er fyrsta Evrópusambandsríkið sem heimilar innflutning og notkun rússneska bóluefnisins Sputnik V í baráttunni við COVID-19. Ráðuneytisstjóri Viktors Orbans, forsætisráðherra, staðfesti í gær að heilbrigðisyfirvöld hefðu gefið grænt ljós á notkun hvorutveggja Sputnik V og bóluefnisins frá Oxford-AstraZeneca.
Mótmælt í Svartfjallalandi
Þúsundir söfnuðust saman í við þinghúsið í miðborg Podgorica, höfuðborg Svartfjallalands í gær og mótmæltu boðuðum breytingum á lögum um kirkjueignir sem til umræðu voru í þinginu. Lögin færa serbnesku rétttrúnaðarkirkjunni mikinn fjárhagslegan ávinning og mátti heyra mótmælendur kyrja slagorð á borð við „Landráð!" og „Þetta er ekki Serbía!"
29.12.2020 - 06:25
Byrjað að bólusetja í Serbíu á morgun
Serbar verða með fyrstu þjóðum Evrópu til að byrja að bólusetja fyrir kórónuveirunni. Aleksander Vucic forseti greindi fréttamönnum í Belgrad frá því í dag að verkið hæfist á morgun, aðfangadag jóla. Fólk á dvalarheimilum aldraðra verður fyrst í röðinni. Forsetinn kvað mikilvægt að vernda þann hóp fyrir veirunni, þar sem meira en átta af hverjum tíu sem hafa dáið af COVID-19 í Serbíu eru eldri borgarar. 
23.12.2020 - 12:06
Serbar og Svartfellingar reka sendiherra úr landi
Deilur Serba og Svartfellinga hörðnuðu í dag þegar utanríkisráðuneyti Svartfjallalands vísaði sendiherra Serbíu úr landi og Serbar svöruðu í sömu mynt. Þessi diplómatíska senna er nýjasta vendingin í langtímaþrætum nágrannaríkjanna, sem áður voru bæði hluti af Júgóslavíu. Aðeins eru nokkrir dagar þar til ný ríkisstjórn tekur við í Svartfjallalandi, sem er mun hliðhollari Serbum en núverandi stjórn.
29.11.2020 - 00:31
Verjendur óttast réttarmorð í áfrýjun Ratko Mladic
Í dag er fyrri dagur málflutnings fyrir Alþjóðaglæpadómstólnum í Haag þar sem tekin er fyrir áfrýjun stríðsglæpamannsins Ratko Mladic, sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi í nóvember 2017. Lögmenn Mladic óttast réttarmorð yfir Mladic og segja hann of veikan til þess að taka þátt í réttarhöldunum.
Áfrýjun Mladic tekin fyrir
Málflutningur hefst í dag vegna áfrýjunar Ratko Mladic vegna lífstíðardóms stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag árið 2017. Mladic sem var æðsti yfirmaður hers Bosníu-Serba áfrýjaði dómn­um í mars árið 2018.
25.08.2020 - 02:58
Mótmæli í Belgrað fimmta kvöldið í röð
Þúsundir söfnuðust saman á torginu við þinghúsið í Belgrað í gærkvöld, fimmta kvöldið í röð, til að mótmæla stefnu og aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Mótmæli gærkvöldsins voru heldur fámennari en þau sem á undan fóru og mun friðsamlegri en mótmælin á föstudagskvöld, þegar óeirðaseggir blönduðu sér í hóp friðsamra mótmælenda og réðust inn í þinghúsið. 71 var handtekinn á þeim mótmælum, en enginn í gærkvöld.
12.07.2020 - 07:39
Öfgamenn breyttu friðsamlegum mótmælum í óeirðir
Friðsamleg mótmæli þúsunda Serba við þinghúsið í Belgrað í gærkvöld breyttust í óeirðir og slagsmál þegar leið á kvöldið. Óeirðaseggir sem þá bættust í hópinn eirðu hvorki friðsömum mótmælendum, fréttamönnum né lögreglu og freistuðu þess að ráðast inn í þinghúsið.
11.07.2020 - 06:16
Í Belgrað mega ekki fleiri en tíu koma saman
Serbíustjórn lagði í gær blátt bann við því að fleiri en tíu manns komi saman í einu í Belgrað. Bannið var innleitt í kjölfar harðra og fjölmennra mótmæla í höfuðborginni á þriðjudags- og miðvikudagskvöld, þar sem til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda. Þrátt fyrir bannið söfnuðust þúsundir saman utan við þinghúsið í Belgrað í gærkvöld, þriðja kvöldið í röð, en þau mótmæli fóru fram með öllu friðsamlegri hætti en fyrri kvöldin tvö.
10.07.2020 - 06:47
Táragas og kylfur gegn mótmælendum í Belgrað
Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í Belgrað að kvöldi miðvikudags, þegar þúsundir borgarbúa streymdu í miðborgina til að mótmæla aðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. Líkt og á þriðjudagskvöld greip lögregla til barefla sinna og táragass gegn mótmælendum, sem söfnuðust saman á torginu framan við þinghúsið.
09.07.2020 - 01:44
 · Serbía · COVID-19
Frekari mótmæli boðuð í Belgrad
Tugir meiddust í mótmælum í Belgrad, höfuðborg Serbíu, í gærkvöld. Um tuttugu mótmælendur voru handteknir.  Þúsundir manna komu saman í miðborg Belgrad til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda um útgöngubann vegna nýrrar bylgju kórónuveirusmita.
08.07.2020 - 09:48
Mótmælendur krefjast afsagnar forseta Serbíu
Mörg þúsund mótmælendur flykktust út á götur Belgrad-borgar í Serbíu í kvöld eftir að stjórnvöld boðuðu útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins næstu helgi. Lögreglan beitti táragasi á hóp mótmælenda sem ruddist inn í þinghúsið.
07.07.2020 - 23:22
Grikkir loka á Serba vegna veirufaraldursins
Grikkir hafa lokað landamærum sínum fyrir serbnesku ferðafólki vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í Serbíu síðustu daga. Á föstudag var lýst yfir neyðarástandi í höfuðborginni Belgrad vegna ástandsins. Lokunin gildir til 15. júlí. Ferðafólk sem kemur til Grikklands verður að fylla út eyðublað, þar sem þeir greina meðal annars frá þjóðerni sínu og til hvaða landa það hefur komið síðustu fimmtán daga.
06.07.2020 - 11:02
Einlæg og öflug samstaða við Balkanskaga
Þar sem áður ríkti óeining og stríð vegna þjóðernishyggju, virðist fáheyrð samstaða vera raunin. Ríki við Balkanskaga hafa sýnt hvoru öðru mikla umhyggju í því ástandi sem heimsbyggðin öll tekst á við um þessar mundir.
27.03.2020 - 07:01
Vucic harðorður í garð Evrópusambandsins
Alþjóðleg samstaða, eða samstaða Evrópuríkja er einungis hugarburður sem er til á pappírum. Þetta sagði Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, í ræðustól í gær. Hann gagnrýndi Evrópusambandið harðlega fyrir að ætla að halda öllum búnaði til heilbrigðisþjónustu innan sambandsins. Serbía á ekki aðild að ESB. 
17.03.2020 - 06:23