Færslur: Senegal

Hvetur til hraðra valdaskipta í þremur Afríkuríkjum
Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur herforingjastjórnirnar í Vestur-Afríkuríkjunum Gíneu, Malí og Búrkína Fasó til að afhenda borgaralegri stjórn öll völd svo fljótt sem verða má.
Barrow endurkjörinn forseti í Gambíu
Adama Barrow var endurkjörinn forseti Vestur-Afríkuríkisins Gambíu í gær. Formaður yfirkjörstjórnar landsins tilkynnti um endurkjör Barrows í dag en hann hefur þegar setið eitt kjörtímabil.
05.12.2021 - 23:50
Jarðsprengja varð ungmennum að bana í Senegal
Sex ungmenni létu lífið þegar þau óku á hestakerru sinni yfir jarðsprengju í Casamance héraði í Senegal á föstudagskvöld. Jarðsprengjan hafði endað á yfirborðinu eftir úrkomu í héraðinu, hefur AFP fréttastofan eftir Yankouba Sagna, bæjarstjóra í Kandiadoiu, nærri landamærunum að Gambíu.
24.10.2021 - 03:17
Dularfullur dauði pelíkana í Senegal
Umhverfisyfirvöld í Senegal rannsaka nú dauða 750 pelíkana sem fundust í norðanverðu landinu. Fuglarnir voru allir í Djoudj fuglaathvarfinu í votlendinu við landamærin að Máritaníu. Þangað leita milljónir farfugla á hverju ári, og er svæðið á heimsminjaskrá Mennta- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO.
28.01.2021 - 06:59
Metfjöldi flóttafólks nær landi á Kanaríeyjum
Yfir eitt þúsund flóttamenn frá Afríku hafa náð landi á Kanaríeyjum undanfarna tvo sólarhringa. Annar eins fjöldi flóttafólks hefur ekki sést á eyjunum í meira en áratug.
Senegal
Vilja losna við 2.700 tonn af ammóníum-nítrati
Sprengingin ógurlega í Beirút-höfn á dögunum varð til þess að hafnaryfirvöld í Dakar - og stjórnvöld í Senegal - róa nú að því öllum árum að losna við 2.700 tonn af ammóníum-nítrati, sem geymt er í vöruskemmu við höfnina í Dakar. Þetta er sama efni og sprakk í Beirút, og nokkurn veginn jafn mikið magn - og rétt eins og í Beirút er stutt í fjölmenn íbúða- og verslunarhverfi.
22.08.2020 - 03:31
Erlent · Afríka · Senegal · Líbanon
Harðstjóri í frí frá ævilöngu fangelsi vegna COVID-19
Fyrrverandi einræðisherra og harðstjóri í Tjad, sem dæmdur var i ævilangt fangelsi fyrir glæpi gegn mannkyni, hefur fengið tveggja mánaða leyfi frá afplánun vegna COVID-19 faraldursins. Stjórnvöld í Senegal hyggjast nota fangelsið sem hann er vistaður í undir nýja fanga og þar verður líka sér deild fyrir fanga sem greinast með COVID-19. Er þetta gert til að varna útbreiðslu farsóttarinnar í öðrum fangelsum landsins.
07.04.2020 - 04:06
Spegillinn
Hamfarahlýnun og Feneyjar Afríku
Hamfarahlýnun er að gera út af við Feneyjar Afríku. Saint-Louis í Senegal var höfuðborg nýlenduveldis Frakka í 250 ár en er nú að sökkva í sæ eins og fjöldi annarra borga og bæja. Rúmlega hundrað milljónir manna á vesturströnd Afríku þurfa hugsanlega að flýja flóðasvæði í náinni framtíð.
04.02.2020 - 15:54
Plastúrgangur vandamál í Senegal
Stjórnvöld í Senegal hafa skorið upp herör gegn plastúrgangi, en að sögn fréttastofunnar Reuters fer þar mikið plast í sjóinn, hlutfallslega meira en í mörgum fjölmennari ríkjum.
30.07.2019 - 10:34
Alsír og Senegal keppa um Afríkubikarinn
Það verða lið Alsírs og Senegals sem mætast í úrslitum Afríkubikarsins í knattspyrnu. Senegalar báru sigurorð af Túnisum síðdegis, með naumindum þó, einu marki gegn engu, og þetta eina mark var sjálfsmark Túnisans Dylan Bronn í uppbótartíma. Í kvöld mörðu Alsírmenn svo sigur á Nígeríumönnum, 2-1, og sigurmarkið í þeim kom líka á síðustu sekúndum þessa leiks, beint úr aukaspyrnu Riyads Mahrez, sem reyndist bókstaflega síðasta spyrna leiksins.
15.07.2019 - 02:40
Um tonn af kókaíni í nýjum bílum
Yfirvöld í Senegal lögðu í síðustu viku hald á tæpt tonn af kókaíni sem smyglað var í nýjum bílum frá Brasilíu. 15 Senegalar hafa verið handteknir vegna málsins.
01.07.2019 - 15:51
Sall með hreinan meirihluta í Senegal
Macky Sall, forseti Senegals, fékk meirihluta atkvæða í fyrri umferð forsetakosninganna sem fram fóru í landinu í dag, að sögn forsætisráðherrans í stjórn hans. Sé þetta rétt telst Sall rétt kjörinn forseti og ekki þarf að blása til annarrar umferðar til að kjósa á milli tveggja efstu manna. Sigur Salls var viðbúinn, þar sem tveir skæðustu keppinautar hans um forsetaembættið voru útilokaðir frá þátttöku í kosningunum með umdeildum hætti. 
25.02.2019 - 01:33
Senegalar kjósa forseta í dag
Fyrri umferð forsetakosninga fer fram í Vestur-Afríkuríkinu Senegal í dag. Sitjandi forseti, Macky Sall, þykir næsta öruggur um sigur, þar sem tveimur helstu keppinautum hans um hylli kjósenda var meinað að bjóða sig fram. Þeir Khalifa Sall, fyrrverandi borgarstjóri í Dakar, og Karim Wade, sonur fyrrverandi Senegalforseta, voru báðir ákærðir og sakfelldir fyrir spillingarmál nýlega, og teljast því ekki kjörgengir. Báðir hafa þeir sakað stjórnvöld um rangar sakargiftir og ólögmæt réttarhöld.
24.02.2019 - 07:36
Ungmenni myrt í Senegal
Þrettán ungmenni voru myrt af vopnuðum mönnum í skóglendi í suðurhluta Senegals í gær. AFP fréttastofan hefur eftir talsmanni senegalska hersins að ungmennin hafi verið að safna saman spreki þegar þau voru myrt.
07.01.2018 - 05:10
Viðtal
Ísland taki Senegal sér til fyrirmyndar
„Konur eiga bara að vera þær sjálfar og berjast fyrir því sem þær hafa trú á, þær þurfa ekki að haga sér í samræmi við staðalímyndir og þær þurfa ekki að vera eins og karlar heldur.“ Þetta segir Aminata Touré, fyrrverandi forsætisráðherra Senegal. Hún segir Ísland geta tekið sér Senegal til fyrirmyndar í jafnréttismálum. Spegillinn hitti Touré  í síðustu viku en hún kom hingað til þess að taka þátt í alþjóðlegu þingi kvenleiðtoga.
08.12.2017 - 15:00
Átta áhorfendur dóu á fótboltaleik í Senegal
Átta létu lífið og tugir slösuðust í miklum troðningi á yfirfullum knattspyrnuleikvangi í Dakar í Senegal á laugardag. Grannaslagur heimaliðanna US Ouakam og Stade de Mbour dró óvenju marga áhorfendur á Demba Diop-leikvanginn í höfuðborginni, mun fleiri en áhorfendapallarnir þoldu, að sögn sjónarvotta.
16.07.2017 - 01:34
 · Senegal