Færslur: Sendiráð

Guðlaugur Þór hrókerar þremur sendiherrum
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur ákveðið flutninga forstöðumanna sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni sem taka gildi síðar á komandi sumri. Um er að ræða mannabreytingar í þremur sendiherrastöðum, sem fela ekki í sér skipun nýrra sendiherra heldur flutninga á milli sendiskrifstofa.
05.02.2020 - 15:38
Forseti Indlands heimsækir Ísland
Shri Ram Nath Kovind, forseti Indlands, og Savita Kovind forsetafrú koma í opinbera heimsókn til Íslands í næstu viku. Þetta er fyrsta heimsókn forsetans til norræns ríkis, segir T. Armstrong Changsan, sendiherra Indlands á Íslandi. Dagskrá forsetahjónanna er þétt skipuð.
06.09.2019 - 13:09
Aldrei fleiri konur sendiherrar
Í fyrsta sinn eru konur í meirihluta sendiherra í tvíhliða sendiráðum Íslands. Tvíhliða sendiráð Íslands eru sautján talsins og frá og með deginum í dag eru konur sendiherrar í níu þeirra. Hlutfallið hefur aldrei verið hærra.
01.08.2019 - 15:17
Viðtal
Óskuðu liðsinnis Íslendinga við byltingu
Tíu Gulvestungar mættu í sendiráð Íslands í París á dögunum og óskuðu eftir liðsinni íslenskra stjórnvalda við að gera byltingu, í líkingu við búsáhaldabyltinguna. Einnig óskuðu þeir aðstoðar og ráðgjafar við að losna undan oki alþjóðlegra banka.
07.02.2019 - 09:26
Geir hættir í júlí og fer til Alþjóðabankans
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hættir 1. júlí á næsta ári sem sendiherra Íslands í Washington og tekur í staðinn sæti í stjórn Alþjóðabankans. Starfsmönnum utanríkisráðuneytisins var tilkynnt um þetta í morgun. Geir hefur verið sendiherra í Washington frá því í ársbyrjun 2015.
05.10.2018 - 14:47
Kjarvalsfáninn of flókinn fyrir saumavélarnar
Fána-hugmyndir Kjarvals og Kristjáns tíunda Danakonungs eru nú sýndar í fyrsta sinn í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn. Grafíski hönnuðurinn Hörður Lárusson lét sauma fánana.