Færslur: Sendiráð

Diplómötum vísað frá Rússlandi vegna mótmæla
Rússnesk yfirvöld tilkynntu í dag að starfsmönnum nokkurra erlendra sendiráða í landinu verði vísað úr landi á næstunni. Þetta eru diplómatar frá Póllandi, Þýskalandi og Svíþjóð og kemur brottvísunin til því fólkið tók þátt í mótmælum til stuðnings stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny í Moskvu og Pétursborg 23 janúar.
05.02.2021 - 15:37
Íslendingar þurfa að sækja um dvalarleyfi í Bretlandi
Þeir tæplega þrjú þúsund Íslendingar sem búa í Bretlandi þurfa að sækja um sérstakt dvalarleyfi fyrir áramót, vilji þeir búa þar áfram. Geri þeir það ekki gætu þeir átt á hættu að vera vísað úr landi.
09.10.2020 - 16:20
Rússneskum erindreka vísað frá Noregi vegna njósnamáls
Norsk yfirvöld hafa vísað rússneskum diplómata úr landi. Það gerist nokkrum dögum eftir að norskur ríkisborgari var handtekinn þar í landi grunaður um að leka viðkvæmum upplýsingum til Rússlands.
19.08.2020 - 12:20
Telja enga þörf á því að sendiherrar gangi um vopnaðir
Formaður og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis eru sammála um að ekki komi til greina að veita erlendum sendiherrum heimild til að bera vopn sér til varnar. Þá virðist ekkert benda til þess að þörf sé á vopnuðum vörðum í sendiráðum hér. 
Franskir njósnarar á eftirlaunum dæmdir í fangelsi
Tveir fyrrum starfsmenn frönsku utanríkisleyniþjónustunnar hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir að deila leynilegum upplýsingum með kínverskum stjórnvöldum.
12.07.2020 - 15:10
Guðlaugur Þór hrókerar þremur sendiherrum
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur ákveðið flutninga forstöðumanna sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni sem taka gildi síðar á komandi sumri. Um er að ræða mannabreytingar í þremur sendiherrastöðum, sem fela ekki í sér skipun nýrra sendiherra heldur flutninga á milli sendiskrifstofa.
05.02.2020 - 15:38
Forseti Indlands heimsækir Ísland
Shri Ram Nath Kovind, forseti Indlands, og Savita Kovind forsetafrú koma í opinbera heimsókn til Íslands í næstu viku. Þetta er fyrsta heimsókn forsetans til norræns ríkis, segir T. Armstrong Changsan, sendiherra Indlands á Íslandi. Dagskrá forsetahjónanna er þétt skipuð.
06.09.2019 - 13:09
Aldrei fleiri konur sendiherrar
Í fyrsta sinn eru konur í meirihluta sendiherra í tvíhliða sendiráðum Íslands. Tvíhliða sendiráð Íslands eru sautján talsins og frá og með deginum í dag eru konur sendiherrar í níu þeirra. Hlutfallið hefur aldrei verið hærra.
01.08.2019 - 15:17
Viðtal
Óskuðu liðsinnis Íslendinga við byltingu
Tíu Gulvestungar mættu í sendiráð Íslands í París á dögunum og óskuðu eftir liðsinni íslenskra stjórnvalda við að gera byltingu, í líkingu við búsáhaldabyltinguna. Einnig óskuðu þeir aðstoðar og ráðgjafar við að losna undan oki alþjóðlegra banka.
07.02.2019 - 09:26
Geir hættir í júlí og fer til Alþjóðabankans
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hættir 1. júlí á næsta ári sem sendiherra Íslands í Washington og tekur í staðinn sæti í stjórn Alþjóðabankans. Starfsmönnum utanríkisráðuneytisins var tilkynnt um þetta í morgun. Geir hefur verið sendiherra í Washington frá því í ársbyrjun 2015.
05.10.2018 - 14:47
Kjarvalsfáninn of flókinn fyrir saumavélarnar
Fána-hugmyndir Kjarvals og Kristjáns tíunda Danakonungs eru nú sýndar í fyrsta sinn í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn. Grafíski hönnuðurinn Hörður Lárusson lét sauma fánana.