Færslur: Sendiráð

Þrettán milljónir Úkraínumanna á flótta
Alls er talið að þrettán milljónir Úkraínumanna hafi flúið heimili sín frá innrás Rússa í landið 24. febrúar. Samkvæmt því sem fram kemur á tölfræðivefnum Worldometer voru Úkraínumenn ríflega 43 milljónir um miðjan maí.
Íbúar Peking hamstra mat af ótta við útgöngubann
Ótti um að kínversk stjórnvöld hyggðust grípa til útgöngubanns vegna COVID-19 varð til þess að íbúar höfuðborgarinnar hömstruðu mat og aðrar nauðsynjar af miklum móð í morgun. Langar raðir mynduðust við fjöldasýnatökustöðvar í borginni.
Ástralir leggjast ekki gegn framsali Assanges
Áströlsk stjórnvöld leggjast ekki gegn því að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verði framseldur til Bandaríkjanna. Fjármálaráðherra Ástralíu kveðst hafa fulla trú á bresku réttarkerfi.
Bandaríkjamenn skipa starfsfólki heim frá Shanghai
Öllu starfsfólki sem ekki hefur brýnum skyldum að gegna innan bandarísku ræðismannsskrifstofunnar í kínversku borginni Shanghai hefur verið skipað að yfirgefa borgina. Mikil fjölgun kórónuveirusmita og hörð viðbrögð kínverskra stjórnvalda eru ástæða heimkvaðningarinnar.
12.04.2022 - 03:20
Varnarmálaráðherra fékk hjartaáfall eftir ávítur Pútíns
Sergei Shoigu varnarmálaráðherra Rússlands er sagður hafa fengið hjartaáfall. Þetta kemur fram í máli ráðgjafa innanríkisráðherra Úkraínu í dag. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur undirritað lög sem banna dreifingu falsfrétta.
Rússneska sendiráðið gagnrýnir tíst Guðna og Þórdísar
Rússneska sendiráðið í Reykjavík lýsir þungum vonbrigðum með yfirlýsingar forseta og utanríkisráðherra Íslands á Twitter til stuðnings Úkraínu. Sendiráðið hvetur íslensk stjórnvöld til hófsemi og uppbyggilegrar umræðu.
Úkraínudeilan
Úkraínuforseti: „Óttinn er versti óvinurinn“
Volodomyr Zelensky forseti Úkraínu hvetur landsmenn til að halda ró sinni. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að engum ætti að koma á óvart þótt Rússar sviðsettu atburðarás til þess að réttlæta innrás í Úkraínu. Blinken ræddi við rússneskan kollega sinn Sergei Lavrov í gær, laugardag.
Ástralir færa sendiráð sitt frá Kiev til Lviv
Ástralir ákváðu í dag að allt starfslið skuli yfirgefa sendiráðið í Kíev. Scott Morrison forsætisráðherra segir að starfsemi þess verði flutt til borgarinnar Lviv nærri landamærunum að Póllandi
Úkraínudeilan
Biden og Macron ræða við Pútín í dag
Forsetar Bandaríkjanna og Frakklands ætla að ræða við Vladimír Pútín forseta Rússlands í dag í kjölfar þess að bandarísk yfirvöld vöruðu við að Rússar gætu látið til skarar skríða gegn Úkraínu á næstu dögum.
Íslendingar hvattir til að vera á varðbergi
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir ljóst að Atlantshafsbandalagið geti ekki setið aðgerðalaust hjá kæmi til innrásar Rússa í Úkraínu. Sendiráð Dana í höfuðborginni Kíev hvetur landa sína til að yfirgefa landið. Utanríkisráðuneytið leggur að Íslendingum að fylgjast með viðbrögðum annarra sendiráða.
Kínastjórn breytir stjórnmálasamskiptum við Litháen
Kínastjórn hefur ákveðið að í stað sendiherra verði sendifulltrúi eða „charge d'affaires“ í Litháen. Þetta kemur fram í yfirlýsingu kínverska utanríkisráðuneytisins í morgun sem viðbrögð við auknum tengslum Litháens við Taívan.
Þúsundir fastar í einskismannslandi við flugvöllinn
Þúsundir Afgana sitja fastir í eins konar einskismannslandi milli varðhliða Talibana og Bandaríkjamanna við alþjóðaflugvöllinn í Kabúl. Enginn virðist komast í gegn nema starfslið sendiráða.
Neyðarfundur utanríkisráðherra Evrópusambandsins í dag
Utanríkisráðherrar ríkja Evrópusambandsins hittast á rafrænum neyðarfundi í dag vegna stöðunnar í Afganistan. Allt kapp er lagt á að koma sendiráðsstarfsfólki og öðrum borgurum á brott.
Starfsfólk sendiráða flutt á brott frá Kabúl
Öllum Dönum í Afganistan er gert að yfirgefa landið í snatri. Norðmenn og Þjóðverjar grípa til svipaðra ráðstafana. Hersveitir Talibana hafa náð yfirráðum yfir stórum hlutum landsins, aðeins höfuðborgin Kabúl og nokkur svæði eru undir ráðum kjörinna stjórnvalda.
Hvíta-Rússland:Bandaríkin fækki í starfsliði sendiráðs
Hvítrússnesk stjórnvöld skipa Bandaríkjunum að fækka mjög í starfsliði sendiráðs þeirra í landinu í kjölfar hertra refsiaðgerða gegn Lúkasjenka forseta og stjórn hans. Forsetinn boðaði hefndaraðgerðir á blaðamannafundi fyrr í vikunni.
Spegillinn
Breyttar breskar búsetureglur, líka fyrir Íslendinga
Það er margt að breytast í Bretlandi í kjölfar Brexit, úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu, um síðustu áramót. Þá einnig reglur um búsetu, sem varða bæði fólk frá ESB- og EES-löndum, einnig Íslendinga. Breytingarnar varða bæði fólk, sem þegar býr í Bretlandi og fólk, sem hyggst flytja þangað. Sigrún Davíðsdóttir ræddi við Sturlu Sigurjónsson sendiherra Íslands í Bretlandi um þessar breytingar.
19.05.2021 - 09:01
Samstöðufundir vegna Palestínu víða um Evrópu í dag
Tugir þúsunda Evrópubúa fóru í göngur til stuðnings málstað Palestínu í dag. Skipuleggjendur fullyrða að 150 þúsund manns hafi gengið um götur Lundúna, nærri Hyde Park, með skilti með áletrunum á borð við „Hættið sprengjuárásum á Gaza“.
15.05.2021 - 21:45
Diplómötum vísað frá Rússlandi vegna mótmæla
Rússnesk yfirvöld tilkynntu í dag að starfsmönnum nokkurra erlendra sendiráða í landinu verði vísað úr landi á næstunni. Þetta eru diplómatar frá Póllandi, Þýskalandi og Svíþjóð og kemur brottvísunin til því fólkið tók þátt í mótmælum til stuðnings stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny í Moskvu og Pétursborg 23 janúar.
05.02.2021 - 15:37
Íslendingar þurfa að sækja um dvalarleyfi í Bretlandi
Þeir tæplega þrjú þúsund Íslendingar sem búa í Bretlandi þurfa að sækja um sérstakt dvalarleyfi fyrir áramót, vilji þeir búa þar áfram. Geri þeir það ekki gætu þeir átt á hættu að vera vísað úr landi.
09.10.2020 - 16:20
Rússneskum erindreka vísað frá Noregi vegna njósnamáls
Norsk yfirvöld hafa vísað rússneskum diplómata úr landi. Það gerist nokkrum dögum eftir að norskur ríkisborgari var handtekinn þar í landi grunaður um að leka viðkvæmum upplýsingum til Rússlands.
19.08.2020 - 12:20
Telja enga þörf á því að sendiherrar gangi um vopnaðir
Formaður og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis eru sammála um að ekki komi til greina að veita erlendum sendiherrum heimild til að bera vopn sér til varnar. Þá virðist ekkert benda til þess að þörf sé á vopnuðum vörðum í sendiráðum hér. 
Franskir njósnarar á eftirlaunum dæmdir í fangelsi
Tveir fyrrum starfsmenn frönsku utanríkisleyniþjónustunnar hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir að deila leynilegum upplýsingum með kínverskum stjórnvöldum.
12.07.2020 - 15:10
Guðlaugur Þór hrókerar þremur sendiherrum
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur ákveðið flutninga forstöðumanna sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni sem taka gildi síðar á komandi sumri. Um er að ræða mannabreytingar í þremur sendiherrastöðum, sem fela ekki í sér skipun nýrra sendiherra heldur flutninga á milli sendiskrifstofa.
05.02.2020 - 15:38
Forseti Indlands heimsækir Ísland
Shri Ram Nath Kovind, forseti Indlands, og Savita Kovind forsetafrú koma í opinbera heimsókn til Íslands í næstu viku. Þetta er fyrsta heimsókn forsetans til norræns ríkis, segir T. Armstrong Changsan, sendiherra Indlands á Íslandi. Dagskrá forsetahjónanna er þétt skipuð.
06.09.2019 - 13:09
Aldrei fleiri konur sendiherrar
Í fyrsta sinn eru konur í meirihluta sendiherra í tvíhliða sendiráðum Íslands. Tvíhliða sendiráð Íslands eru sautján talsins og frá og með deginum í dag eru konur sendiherrar í níu þeirra. Hlutfallið hefur aldrei verið hærra.
01.08.2019 - 15:17