Færslur: Sementsverksmiðjan

Sement fór á 250 bíla og 70 hús þegar síló yfirfylltist
250 bílar hafa verið sýruþvegnir og tilkynnt hefur verið um tjón á 70 húsum eftir að sement gaus úr tanki Sementsverksmiðjunnar á Akranesi fyrr í mánuðinum. Talið er að meira sement hafi losnað út í andrúmsloftið en áætlað var í fyrstu.
22.01.2021 - 12:28
Myndskeið
Mannleg mistök urðu til þess að sement gaus úr tanknum
Unnið hefur verið að hreinsun húsa og bíla á Akranesi í allan dag. Sementsryk lagðist þar yfir nokkrar götur þegar sementstankur á höfninni yfirfylltist. Mannleg mistök urðu til þess að af slysinu varð.