Færslur: Selma Jónsdóttir

Brautryðjandi í miðlun íslenskrar myndlistar
Þess er minnst með ýmsum hætti þessi dægrin að í dag, 22. ágúst, eru hundrað ár liðin í dag frá fæðingu dr. Selmu Jónsdóttur sem var fyrsti safnstjóri Listasafns Íslands og jafnframt fyrsta konan sem varði doktorsritgerð við Háskóla Íslands. Í Víðsjá í dag er fjallað um Selmu og gripið niður í viðtal við hana frá 1968.