Færslur: Seljalandsfoss

5 íslenskir fossar vinsælastir á Instagram
Fimm af þeim fossum sem dreift er mest á Instagram eru íslenskir. Niagara-foss í Kanada er langvinsælasti foss í heimi ef marka má Instagram, en hann er þó alls ekki hæstur í metrum talið.
26.10.2019 - 16:19
Nýtt deiliskipulag við Seljalandsfoss auglýst
Rangárþing eystra hefur samþykkt að auglýsa nýja deiliskipulagstillögu fyrir Hamragarða og Seljalandsfoss. Tillagan felur í sér að Þórsmerkurvegur verður færður fjær fossinum og þá verður byggð þjónustumiðstöð, með stóru plani fyrir bíla og rútur. Þá á að setja upp nýja útsýnisstaði, gönguleiðir og stiga.
16.02.2016 - 12:04
Óbreytt aðstaða við Seljalandsfoss í sumar?
Óvíst er hvort eða hversu mikið næst að lagfæra aðstöðu við Seljalandsfoss fyrir sumarið. Vegna mikillar umferðar við fossinn horfði til vandræða síðastliðið sumar. Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur samþykkt lýsingu á breytingum á aðalskipulagi. Breytingarnar verður nú kynntar almenningi, fjallað frekar um hana í sveitarstjórn og tillaga síðan send til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila.
19.01.2016 - 18:00
Umbætur við Seljalandsfoss í augsýn
Tillaga að nýju deiliskipulagi við Seljalandsfoss og Hamragarða undir Eyjafjöllum var kynnt á opnum íbúafundi á Hvolsvelli í vikunni. Þar er gert ráð fyrir miklum umbótum í aðkomu og bílastæðum, þjónustumiðstöð, auknum og bættum göngustígum og fleiru. Skipulagsnefnd og sveitarstjórn Rangárþings Eystra fjalla um tillöguna í næstu viku.