Færslur: Selfoss

Styrkleikar Krabbameinsfélagsins haldnir í fyrsta sinn
Styrkleikar Krabbameinsfélags Íslands eru haldnir í fyrsta sinn í dag. Leikarnir eru alþjóðlegir, haldnir á yfir fimm þúsund stöðum í yfir 30 löndum og er áætlað að þátttakendur séu 10 milljónir talsins. Tilgangur Styrkleikanna er að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein.
Vegagerðin kynnir nýja Ölfusárbrú
Vegagerðin kynnir breikkun hringvegar og færslu norður fyrir Selfoss með byggingu nýrrar brúar á Ölfusá.
18.02.2022 - 09:48
Von á miklum fjölda og örtröð í sýnatöku á Selfossi
Búist er við talsverðum fjölda í sýnatöku vegna COVID-19 á Selfossi í dag.
02.11.2021 - 08:42
Færri smit en búist var við á Selfossi
58 greindust innanlands í gær og var rúmlega helmingur í sóttkví, eða þrjátíu og tveir. Díana Óskarsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir að færri hafi greinst þar í stórri skimun en búist var við.
31.10.2021 - 12:29
Fjórföld bílaröð í sýnatökur á Selfossi
Löng bílaröð myndaðist þegar fólk var á leið í Covid sýnatökur á Selfossi í morgun, er fram kemur í frétt Sunnlenska. Ákveðið var að hafa opið fyrir sýnatökur í dag í kjallara verslunarmiðstöðvarinnar Kjarnans, vegna mikils fjölda smita sem greinst hafa á suðurlandi síðustu daga. Lögreglan stýrði röðinni sem taldi nokkur hundruð bíla . Röðin var fjórföld og 800 metra löng þegar mest var.
Smit á sjúkrahúsi, í skóla og handboltadeild á Selfossi
Kórónuveirusmit hafa stungið sér niður víða á Selfossi. Tvö smit greindust hjá starfsfólki Fjölbrautaskóla Suðurlands í gær og alls eru því ellefu starfsmenn með veiruna og þrír nemendur hafa smitast. Þá eru komin upp smit í handknattleiksdeild Selfoss og eru þau talin tengjast fjölbrautaskólanum. Í gærkvöld var svo greint frá því að smit hefði greinst á Heilbrigðisstofnun Suðurlands kvöldinu áður.
Landinn
Skyrsýning í nýju gömlu mjólkursamlagi
„Við erum að segja sögu skyrsins, alveg frá því landnámsmenn komu til Íslands og höfðu þessa uppskrift með sér og þar til nú að íslenska skyrið er að verða heimsþekkt ofurfæða," segir Elísabet Ósk Guðlaugsdóttir, rekstrarstjóri Skyrlands á Selfossi.
27.10.2021 - 07:50
Vopnaður boga og örvum á Selfossi
Maður, vopnaður boga og örvum, var handtekinn á Selfossi í nótt. Lögregla fékk tilkynningu á fimmta tímanum í nótt um að maðurinn væri á gangi við Tryggvatorg. Lögregla fylgdist með honum nokkra stund og handtók hann svo á Árvegi til móts við Hörðuvelli. Hann lagði strax niður vopnin og var færður í fangaklefa.
Myndskeið
Íbúar í Suðurkjördæmi vilja betri heilbrigðisþjónustu
Bætt aðgengi að heilbrigðisþjónustu og öflugar samgöngur eru efst á óskalista íbúa í Suðurkjördæmi. Þá eru málefni eldri borgara og öryrkja og hálendisþjóðgarður einnig fólki hugleikin. 
Fannst látinn á Selfossi
Karlmaður á fimmtugsaldri fannst látinn á Selfossi fyrr í vikunni. Lögreglan á Suðurlandi greinir frá líkfundinum á Facebook-síðu sinni.
Nemendur Stekkjaskóla hefja haustið í Vallaskóla
Skólastarf í Stekkjaskóla á Selfossi hefst í frístundaheimili við Vallaskóla á haustdögum. Skólastjórnendur beggja skóla og stjórnendur frístundar hafa undanfarna daga skipulagt kennsluna en tafir hafa orðið við framkvæmdir við húsnæði og lóð Stekkjaskóla.
Rey Cup harmar að kveikt hafi verið á myndavélum
Stjórn knattspyrnumótsins Rey Cup harmar að gleymst hafi að slökkva á eftirlitsmyndavélum, sem voru í gistiaðstöðu stúlkna á táningsaldri sem gistu í Laugardalshöll vegna mótsins.
25.07.2021 - 17:11
„Það er til brekkusöngur og brekkusöngurinn með greini“
Magnús Kjartan Eyjólfsson, söngvari Stuðlabandsins frá Selfossi, segist hlakka mjög til að stýra Brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hann segist þó hafa þurft að hugsa sig aðeins um áður en hann ákvað að slá til. 
Umferð gengur hægt fyrir sig við Selfoss
Umferð hefur gengið hægt fyrir sig við Selfoss og hefur lögreglan á suðurlandi bent vegfarendum á að keyra Þrengslaveg sé förinni heitið í bæinn.
10.07.2021 - 16:57
Engin hætta þrátt fyrir gasmengun
Heldur hefur dregið úr gasmengun á gosstöðvunum í Geldingadal frá því í gær. Hefur rauð viðvörun því vikið fyrir appelsínugulri í næsta nágrenni við eldsumbrotin. Reykinn frá gosinu leggur hins vegar í austur og yfir Ölfus og Árborg.
Myndskeið
Mikil fjölgun íbúa á Selfossi: Byggja 1.300 íbúðir
Um 1.300 íbúðir verða byggðar á Selfossi á næstu þremur árum til að mæta mikilli fjölgun íbúa. Bæjarstjórinn telur að skortur á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu skýri þessa þróun að hluta.
27.04.2021 - 09:46
Umferðarteppa á Selfossi þegar 300 manns fóru í skimun
Umferðarteppa myndaðist í miðbæ Selfoss eftir hádegi í dag þar sem mikil ásókn var í COVID-sýnatöku í bílakjallara verslunarmiðstöðvarinnar Kjarnans. Met var slegið hjá Heilsugæslunni á Selfossi sem tók rúmlega 300 sýni í dag.
20.04.2021 - 15:29
Myndskeið
Nýr miðbær rís: „Selfoss verður breyttur bær á eftir“
Nýr miðbær á Selfossi verður formlega tekinn í notkun innan skamms. Þar gefur að líta fjölda húsa sem eiga sér fyrirmyndir í löngu horfnum íslenskum byggingum.
16.04.2021 - 19:34
Viðtal
„Margt fyndið sem kemur fyrir mann í strætó“
Elín Gunnlaugsdóttir tónskáld tekur strætó frá Selfossi til Reykjavíkur í vinnuna og þar varð til ljóðabókin Er ekki á leið – strætóljóð.
Landinn
Hjartað slær örar
„Það er bara ólýsanleg gleði að fá að komast aftur á áhorfendapallana, hjartað slær örar, ég fyllist spennu og mér finnst bara ótrúlegt að það sé komið að þessu," sagði Björk Steindórsdóttir handboltaáhugakona á Selfossi þegar áhorfendum var hleypti í fyrsta sinn á pallana í Iðu á Selfossi eftir tæplega fimm mánaða hlé.
01.03.2021 - 07:30
Fara upp fyrir skuldaviðmið með byggingu Stekkjaskóla
Bygging Stekkjaskóla á Selfossi hefur veruleg áhrif á fjárhag sveitarfélagsins Árborgar. Sveitarfélagið nær ekki að uppfylla viðmið sveitarfélaga um jafnvægi í rekstri á næstu þremur árum. Bygging nýs skóla er hafin og á að ljúka árið 2022.
28.02.2021 - 20:41
Landinn
Fór í fóstur hjá fjölskyldu rakarans
„Ég get ekki búið annars staðar, mér finnst svo gott að búa hérna og mjög þægilegt, ég þekki alla og allir þekkja mig, ég er mjög ánægður með það," segir Mohamad Moussa Al Hamoud, nemi í hárgreiðsluiðn á Rakarastofu Björns og Kjartans á Selfossi. Mohammed eða Mói eins og hann er jafnan kallaður hefur starfað á stofunni síðan hann var 16 ára.
23.02.2021 - 07:50
Innlent · Suðurland · Mannlíf · landinn · mannlíf · Iðnnám · Selfoss
Landinn
Komst að því á Facebook að konan héti Elínborg
Þorsteinn Gunnarsson og Helga Elínborg Auðunsdóttir búa á Selfossi og reka hvort sitt fyrirtækið á heimili þeirra, hann tölvuþjónustu og hún ilmkertagerð. Fyrirtækin fæddust bæði við eldhúsborðið sem hafði ýmsa ókosti í för með sér því gólfið gat verið hált eftir vaxið sem fylgir kertagerðinni og litlar skrúfur úr tölvum festust í sokkum. Svo þurfti að kæla kertin í ísskápnum og blómalykt komin í matvælin.
15.02.2021 - 13:00
Sigtún kaupir Landsbankahúsið á Selfossi
Sigtún þróunarfélag, félag í eigu Leó Árnasonar og Kristjáns Vilhelmssonar, sem er útgeðarstjóri og einn eigenda Samherja, hefur keypt Landsbankahúsið á Selfossi fyrir 352 milljónir króna. Kaupsamningurinn var undirritaður í dag.Sigtún Þróunarfélag er eitt þeirra félaga sem stendur að uppbyggingu nýs miðbæjarkjarna á Selfossi. 
27.11.2020 - 16:28
Myndskeið
Þriggja milljarða heimili með garði í miðjunni
Framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili á Selfossi eru vel á veg komnar. Húsið verður hringlaga, með garði í miðjunni. Áætlaður kostnaður er þrír milljarðar króna. Fjögur önnur hjúkrunarheimili á landsbyggðinni eru í bígerð.