Færslur: Selfoss

Myndskeið
Íbúar í Suðurkjördæmi vilja betri heilbrigðisþjónustu
Bætt aðgengi að heilbrigðisþjónustu og öflugar samgöngur eru efst á óskalista íbúa í Suðurkjördæmi. Þá eru málefni eldri borgara og öryrkja og hálendisþjóðgarður einnig fólki hugleikin. 
Fannst látinn á Selfossi
Karlmaður á fimmtugsaldri fannst látinn á Selfossi fyrr í vikunni. Lögreglan á Suðurlandi greinir frá líkfundinum á Facebook-síðu sinni.
Nemendur Stekkjaskóla hefja haustið í Vallaskóla
Skólastarf í Stekkjaskóla á Selfossi hefst í frístundaheimili við Vallaskóla á haustdögum. Skólastjórnendur beggja skóla og stjórnendur frístundar hafa undanfarna daga skipulagt kennsluna en tafir hafa orðið við framkvæmdir við húsnæði og lóð Stekkjaskóla.
Rey Cup harmar að kveikt hafi verið á myndavélum
Stjórn knattspyrnumótsins Rey Cup harmar að gleymst hafi að slökkva á eftirlitsmyndavélum, sem voru í gistiaðstöðu stúlkna á táningsaldri sem gistu í Laugardalshöll vegna mótsins.
25.07.2021 - 17:11
„Það er til brekkusöngur og brekkusöngurinn með greini“
Magnús Kjartan Eyjólfsson, söngvari Stuðlabandsins frá Selfossi, segist hlakka mjög til að stýra Brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hann segist þó hafa þurft að hugsa sig aðeins um áður en hann ákvað að slá til. 
Umferð gengur hægt fyrir sig við Selfoss
Umferð hefur gengið hægt fyrir sig við Selfoss og hefur lögreglan á suðurlandi bent vegfarendum á að keyra Þrengslaveg sé förinni heitið í bæinn.
10.07.2021 - 16:57
Engin hætta þrátt fyrir gasmengun
Heldur hefur dregið úr gasmengun á gosstöðvunum í Geldingadal frá því í gær. Hefur rauð viðvörun því vikið fyrir appelsínugulri í næsta nágrenni við eldsumbrotin. Reykinn frá gosinu leggur hins vegar í austur og yfir Ölfus og Árborg.
Myndskeið
Mikil fjölgun íbúa á Selfossi: Byggja 1.300 íbúðir
Um 1.300 íbúðir verða byggðar á Selfossi á næstu þremur árum til að mæta mikilli fjölgun íbúa. Bæjarstjórinn telur að skortur á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu skýri þessa þróun að hluta.
27.04.2021 - 09:46
Umferðarteppa á Selfossi þegar 300 manns fóru í skimun
Umferðarteppa myndaðist í miðbæ Selfoss eftir hádegi í dag þar sem mikil ásókn var í COVID-sýnatöku í bílakjallara verslunarmiðstöðvarinnar Kjarnans. Met var slegið hjá Heilsugæslunni á Selfossi sem tók rúmlega 300 sýni í dag.
20.04.2021 - 15:29
Myndskeið
Nýr miðbær rís: „Selfoss verður breyttur bær á eftir“
Nýr miðbær á Selfossi verður formlega tekinn í notkun innan skamms. Þar gefur að líta fjölda húsa sem eiga sér fyrirmyndir í löngu horfnum íslenskum byggingum.
16.04.2021 - 19:34
Viðtal
„Margt fyndið sem kemur fyrir mann í strætó“
Elín Gunnlaugsdóttir tónskáld tekur strætó frá Selfossi til Reykjavíkur í vinnuna og þar varð til ljóðabókin Er ekki á leið – strætóljóð.
Landinn
Hjartað slær örar
„Það er bara ólýsanleg gleði að fá að komast aftur á áhorfendapallana, hjartað slær örar, ég fyllist spennu og mér finnst bara ótrúlegt að það sé komið að þessu," sagði Björk Steindórsdóttir handboltaáhugakona á Selfossi þegar áhorfendum var hleypti í fyrsta sinn á pallana í Iðu á Selfossi eftir tæplega fimm mánaða hlé.
01.03.2021 - 07:30
Fara upp fyrir skuldaviðmið með byggingu Stekkjaskóla
Bygging Stekkjaskóla á Selfossi hefur veruleg áhrif á fjárhag sveitarfélagsins Árborgar. Sveitarfélagið nær ekki að uppfylla viðmið sveitarfélaga um jafnvægi í rekstri á næstu þremur árum. Bygging nýs skóla er hafin og á að ljúka árið 2022.
28.02.2021 - 20:41
Landinn
Fór í fóstur hjá fjölskyldu rakarans
„Ég get ekki búið annars staðar, mér finnst svo gott að búa hérna og mjög þægilegt, ég þekki alla og allir þekkja mig, ég er mjög ánægður með það," segir Mohamad Moussa Al Hamoud, nemi í hárgreiðsluiðn á Rakarastofu Björns og Kjartans á Selfossi. Mohammed eða Mói eins og hann er jafnan kallaður hefur starfað á stofunni síðan hann var 16 ára.
23.02.2021 - 07:50
Innlent · Suðurland · Mannlíf · landinn · mannlíf · Iðnnám · Selfoss
Landinn
Komst að því á Facebook að konan héti Elínborg
Þorsteinn Gunnarsson og Helga Elínborg Auðunsdóttir búa á Selfossi og reka hvort sitt fyrirtækið á heimili þeirra, hann tölvuþjónustu og hún ilmkertagerð. Fyrirtækin fæddust bæði við eldhúsborðið sem hafði ýmsa ókosti í för með sér því gólfið gat verið hált eftir vaxið sem fylgir kertagerðinni og litlar skrúfur úr tölvum festust í sokkum. Svo þurfti að kæla kertin í ísskápnum og blómalykt komin í matvælin.
15.02.2021 - 13:00
Sigtún kaupir Landsbankahúsið á Selfossi
Sigtún þróunarfélag, félag í eigu Leó Árnasonar og Kristjáns Vilhelmssonar, sem er útgeðarstjóri og einn eigenda Samherja, hefur keypt Landsbankahúsið á Selfossi fyrir 352 milljónir króna. Kaupsamningurinn var undirritaður í dag.Sigtún Þróunarfélag er eitt þeirra félaga sem stendur að uppbyggingu nýs miðbæjarkjarna á Selfossi. 
27.11.2020 - 16:28
Myndskeið
Þriggja milljarða heimili með garði í miðjunni
Framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili á Selfossi eru vel á veg komnar. Húsið verður hringlaga, með garði í miðjunni. Áætlaður kostnaður er þrír milljarðar króna. Fjögur önnur hjúkrunarheimili á landsbyggðinni eru í bígerð.
Sundhöll Selfoss lokað vegna smits
Sundhöll Selfoss hefur verið lokað eftir að upp kom staðfest smit hjá starfsmanni. Smitið kom upp í gær og tekur lokunin gildi í dag.
17.10.2020 - 12:01
Hrósar vel undirbúnum krökkum í Sunnulækjarskóla
„Þetta gengur bara rosalega vel, engar biðraðir myndast og allir rosalega tilbúnir í þetta, góður stuðningur hjá öllum og krakkarnir standa sig rosalega vel við þetta,“ segir Margrét Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarstjóri á Heilsugæslunni á Selfossi um víðtæka skimun í Sunnulækjarskóla á Selfossi í dag. Til stendur að skima 550 nemendur og 50 kennara í dag, alls 600 manns, og þegar rætt við við Margréti rétt fyrir tvö var búið að skima um 300.
08.10.2020 - 14:30
Viðtal
600 börn og kennarar í skimun í Sunnulækjarskóla í dag
Heilbrigðisstofnun Suðurlands skimar í dag 600 manns í Sunnulækjarskóla á Selfossi fyrir kórónuveirunni, 550 nemendur og 50 kennara. Lögregla aðstoðar við skipulag, skimunin hófst nú klukkan hálfníu og vonast er til að hægt verði að ljúka henni fyrir fjögur.
08.10.2020 - 08:37
Um 560 nemendur Sunnulækjarskóla í sóttkví
Þrjú smit greindust í Sunnulækjarskóla á Selfossi og eru 560 nemendur í sjö árgöngum í skólanum og um 45 starfsmenn komnir í sóttkví. Þetta staðfestir Birgir Edwald, skólastjóri Sunnulækjarskjóla. Einn starfsmaður og nemendur í fyrsta og fjórða bekk hafi greinst jákvæð í sýnatöku í gær.
03.10.2020 - 18:34
Loka gámasvæði á Selfossi vegna smits hjá starfsmanni
Gámasvæði Árborgar var lokað í dag þar sem maður sem þar starfar greindist með COVID-19 í gær. Viðbragðsstjórn Árborgar ákvað að loka gámasvæði og starfsstöð við Austurveg til að gæta fyllstu varúðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarfélaginu.
21.08.2020 - 14:52
Pósthúsinu á Selfossi lokað og starfsmaður í sóttkví
Búið er að loka pósthúsinu á Selfossi eftir að starfsmaður þar var sendur í sóttkví. Ljóst er að töluverð röskun verður á póstþjónustu á svæðinu í dag en búist er við því að starfsemin verði með hefðbundnu sniði strax eftir helgi.
31.07.2020 - 14:09
Myndskeið
Íslenskt smit og ferðamaður með mótefni við landamærin
Annar þeirra sem greindust með veiruna í skimun á Keflavíkurflugvelli í gær var erlendur ferðamaður með mótefni fyrir veirunni. Hann þarf því ekki að fara í einangrun eða sóttkví. Hinn var Íslendingur, búsettur erlendis, sem er ekki með mótefni og þarf að fara í einangrun. Unnið er að smitrakningu. Þetta sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag.
16.06.2020 - 14:18
Andlát í sundlaug rannsakað sem slys
Andlát eldri manns í Sundhöll Selfoss í gær er rannsakað sem slys, að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Maðurinn lést við sundiðkun og segir Oddur að niðurstaða krufningar leiði í ljós hver dánarorsökin var.
02.06.2020 - 10:59