Færslur: Selfoss

Sigtún kaupir Landsbankahúsið á Selfossi
Sigtún þróunarfélag, félag í eigu Leó Árnasonar og Kristjáns Vilhelmssonar, sem er útgeðarstjóri og einn eigenda Samherja, hefur keypt Landsbankahúsið á Selfossi fyrir 352 milljónir króna. Kaupsamningurinn var undirritaður í dag.Sigtún Þróunarfélag er eitt þeirra félaga sem stendur að uppbyggingu nýs miðbæjarkjarna á Selfossi. 
27.11.2020 - 16:28
Myndskeið
Þriggja milljarða heimili með garði í miðjunni
Framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili á Selfossi eru vel á veg komnar. Húsið verður hringlaga, með garði í miðjunni. Áætlaður kostnaður er þrír milljarðar króna. Fjögur önnur hjúkrunarheimili á landsbyggðinni eru í bígerð.
Sundhöll Selfoss lokað vegna smits
Sundhöll Selfoss hefur verið lokað eftir að upp kom staðfest smit hjá starfsmanni. Smitið kom upp í gær og tekur lokunin gildi í dag.
17.10.2020 - 12:01
Hrósar vel undirbúnum krökkum í Sunnulækjarskóla
„Þetta gengur bara rosalega vel, engar biðraðir myndast og allir rosalega tilbúnir í þetta, góður stuðningur hjá öllum og krakkarnir standa sig rosalega vel við þetta,“ segir Margrét Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarstjóri á Heilsugæslunni á Selfossi um víðtæka skimun í Sunnulækjarskóla á Selfossi í dag. Til stendur að skima 550 nemendur og 50 kennara í dag, alls 600 manns, og þegar rætt við við Margréti rétt fyrir tvö var búið að skima um 300.
08.10.2020 - 14:30
Viðtal
600 börn og kennarar í skimun í Sunnulækjarskóla í dag
Heilbrigðisstofnun Suðurlands skimar í dag 600 manns í Sunnulækjarskóla á Selfossi fyrir kórónuveirunni, 550 nemendur og 50 kennara. Lögregla aðstoðar við skipulag, skimunin hófst nú klukkan hálfníu og vonast er til að hægt verði að ljúka henni fyrir fjögur.
08.10.2020 - 08:37
Um 560 nemendur Sunnulækjarskóla í sóttkví
Þrjú smit greindust í Sunnulækjarskóla á Selfossi og eru 560 nemendur í sjö árgöngum í skólanum og um 45 starfsmenn komnir í sóttkví. Þetta staðfestir Birgir Edwald, skólastjóri Sunnulækjarskjóla. Einn starfsmaður og nemendur í fyrsta og fjórða bekk hafi greinst jákvæð í sýnatöku í gær.
03.10.2020 - 18:34
Loka gámasvæði á Selfossi vegna smits hjá starfsmanni
Gámasvæði Árborgar var lokað í dag þar sem maður sem þar starfar greindist með COVID-19 í gær. Viðbragðsstjórn Árborgar ákvað að loka gámasvæði og starfsstöð við Austurveg til að gæta fyllstu varúðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarfélaginu.
21.08.2020 - 14:52
Pósthúsinu á Selfossi lokað og starfsmaður í sóttkví
Búið er að loka pósthúsinu á Selfossi eftir að starfsmaður þar var sendur í sóttkví. Ljóst er að töluverð röskun verður á póstþjónustu á svæðinu í dag en búist er við því að starfsemin verði með hefðbundnu sniði strax eftir helgi.
31.07.2020 - 14:09
Myndskeið
Íslenskt smit og ferðamaður með mótefni við landamærin
Annar þeirra sem greindust með veiruna í skimun á Keflavíkurflugvelli í gær var erlendur ferðamaður með mótefni fyrir veirunni. Hann þarf því ekki að fara í einangrun eða sóttkví. Hinn var Íslendingur, búsettur erlendis, sem er ekki með mótefni og þarf að fara í einangrun. Unnið er að smitrakningu. Þetta sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag.
16.06.2020 - 14:18
Andlát í sundlaug rannsakað sem slys
Andlát eldri manns í Sundhöll Selfoss í gær er rannsakað sem slys, að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Maðurinn lést við sundiðkun og segir Oddur að niðurstaða krufningar leiði í ljós hver dánarorsökin var.
02.06.2020 - 10:59
Eldri karlmaður lést í slysi í Sundhöll Selfoss
Eldri karlmaður lést við sundiðkun fyrir hádegi í dag í Sundhöll Selfoss. Í tilkynningu á Facebook-síðu Lögreglunnar á Selfossi segir að sjúkralið og lögregla hafi verið send á vettvang en að endurlífgun hafi ekki borið árangur.
01.06.2020 - 14:57
Myndskeið
„Við ætlum bara að verða Íslandsmeistarar“
Pepsi Max-deild kvenna hefst eftir tvær vikur. Í fyrra var deildin tveggja hesta kapphlaup en bikarmeistarar Selfoss stefna á að veita Val og Breiðablik samkeppni. Gunnar Birgisson brá sér austur fyrir fjall í vikunni og tók hús á liði Selfoss.
31.05.2020 - 19:30
Gabbið óvenjulegt en ekki einsdæmi
Lögreglan á Suðurlandi hefur lokið skýrslutöku yfir manni sem hringdi í neyðarlínuna í nótt og tilkynnti um að hann hefði séð mann, sem hann nafngreindi, falla í Ölfusá. Í ljós kom að maðurinn nafgreindi sjálfan sig og fylgdist með leitinni frá árbakkanum. Hann á yfir höfði sér sekt eða ákæru, að sögn yfirlögregluþjóns. Málið sé óvenjulegt en ekki einsdæmi.
27.05.2020 - 15:53
Laus úr haldi lögreglu eftir útkall að Ölfusá
Rúmlega tvítugur karlmaður sem var handtekinn í nótt vegna útkalls að Ölfusá hefur verið látinn laus úr haldi lögreglu. Samkvæmt tilkynningu til lögreglu í nótt féll maður í Ölfusá. Það reyndist ekki rétt. Maðurinn viðurkenndi að hafa hringt eftir aðstoð lögreglu vegna málsins og gaf sínar skýringar á því, að því er segir í tilkynningu á Facebook-síðu Lögreglunnar á Suðurlandi.
Fimm milljarðar í breikkun Suðurlandsvegar til 2023
Fulltrúar Vegagerðarinnar og Íslenskra aðalverktaka skrifuðu í dag undir samning um annan áfanga breikkunar Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss. Verksamningurinn hljómar upp á rétt rúma fimm milljarða. Verkinu á að vera lokið haustið 2023.
08.04.2020 - 13:59
Myndskeið
Leggja dansskóna á hilluna vegna COVID-19
Félag eldri borgara á Selfossi hefur beðið þá sem hafa nýlega verið í sólarlandaferð að halda sig frá félagsstarfi næstu vikurnar. Formaður félagsins segir að fólk hafi tekið vel í tilmælin.
28.02.2020 - 08:00
Myndskeið
Telur eðlilegt að framkvæmdin hafi farið fram úr áætlun
Viðgerð á Ráðhúsi Árborgar sem átti að kosta fimm milljónir króna stefnir í að verða að hundrað milljóna króna viðhaldsverkefni. Bæjarfulltrúar vilja rannsókn á framkvæmdunum. Bæjarstjóri segir að eðlilegar skýringar séu á framúrkeyrslunni.
27.02.2020 - 19:37
Árborg að rjúfa 10 þúsund íbúa múrinn
Íbúar Árborgar verða orðnir 10 þúsund í næstu viku. Um 300 íbúðir voru í byggingu á Selfossi í upphafi árs en þrátt fyrir það er eftirspurnin umtalsvert meiri en framboðið.
Ölfusárbrú lokuð fyrir umferð til þrjú í nótt
Lögreglan á Suðurlandi bendir ökumönnum sem eiga leið yfir Ölfusárbrú á að viðgerðir standa yfir á ljósabúnaði brúarinnar. Umferð verður ekki hleypt yfir fyrr en að viðgerð lokinni, sem samkvæmt áætlun ætti að vera um klukkan þrjú í nótt. Ökumenn eru beðnir um að sýna aðgát og þolinmæði á meðan viðgerð stendur.
25.09.2019 - 00:39
Eldur logaði við verslun Krónunnar á Selfossi
Brunavörnum Árnessýslu barst tilkynning um eld við verslanir Krónunnar og Rúmfatalagersins á Selfossi á þriðja tímanum í nótt. Eldur logaði þá í gámi við inngang að bílakjallara verslananna Lögreglan á Selfossi segir að eldsupptök séu ókunn en grunur leiki á að kveikt hafi verið í gámunum.
26.05.2019 - 10:52
Innlent · Eldur · Selfoss
Árvökull nágranni kom í veg fyrir að verr færi
Litlu munaði að illa færi þegar eldur kom upp í fjölbýlishúsi á Selfossi í gærkvöld. Kona var flutt á spítala til aðhlynningar og stigagangurinn rýmdur. Slökkviliðsstjórinn þakkar árvekni nágranna að ekki fór verr.
11.11.2018 - 12:23
Varðhald yfir konunni fellt úr gildi
Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir konu sem hefur verið í haldi vegna rannsóknar lögreglu á bruna á Selfossi á miðvikudaginn í síðustu viku. Gæsluvarðhaldið átti að renna út á fimmtudag. Í framhaldi af niðurstöðu Landsréttar hefur konan hafið afplánun eldri fangelsisdóms, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu. Maður er enn í haldi vegna málsins.
06.11.2018 - 16:15
Konan kærir varðhaldið til Landsréttar
Verjandi konunnar sem situr í gæsluvarðhaldi vegna brunans á Selfossi í síðustu viku hefur ákveðið að kæra gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands til Landsréttar. Hann lýsti þessu yfir um helgina, kæran ætti að berast til réttarins í dag og lögreglan hefur til morguns til að skila Landsrétti greinargerð í málinu, að sögn Odds Árnasonar yfirlögregluþjóns.
05.11.2018 - 10:38
Farið fram á gæsluvarðhald vegna brunans
Lögregla hefur rökstuddan grun um að eldsupptök í einbýlishúsinu við Kirkjuveg á Selfossi í gær, þar sem tvö fórust, séu af mannavöldum. Gert er ráð fyrir að tvær manneskjur sem hafa verið í haldi vegna málsins verði leiddar fyrir dómara síðar í dag og krafist gæsluvarðhalds yfir þeim. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Búið er að taka skýrslu af öðru hinna handteknu og verið er að yfirheyra hitt.
01.11.2018 - 14:32
Myndband
Búið að finna hin látnu í húsinu
Viðbragðsaðilar fundu í morgun karl og konu sem fórust í eldsvoða í húsi við Kirkjuveg á Selfossi í gær. Þau hafa verið flutt í burtu, að sögn Péturs Péturssonar, slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu. Tæknideild lögreglu hefur verið að störfum í rústum hússins í allan morgun. Tvær manneskjur eru enn í haldi lögreglu vegna málsins.
01.11.2018 - 11:57