Færslur: Selfoss

Loka gámasvæði á Selfossi vegna smits hjá starfsmanni
Gámasvæði Árborgar var lokað í dag þar sem maður sem þar starfar greindist með COVID-19 í gær. Viðbragðsstjórn Árborgar ákvað að loka gámasvæði og starfsstöð við Austurveg til að gæta fyllstu varúðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarfélaginu.
21.08.2020 - 14:52
Pósthúsinu á Selfossi lokað og starfsmaður í sóttkví
Búið er að loka pósthúsinu á Selfossi eftir að starfsmaður þar var sendur í sóttkví. Ljóst er að töluverð röskun verður á póstþjónustu á svæðinu í dag en búist er við því að starfsemin verði með hefðbundnu sniði strax eftir helgi.
31.07.2020 - 14:09
Myndskeið
Íslenskt smit og ferðamaður með mótefni við landamærin
Annar þeirra sem greindust með veiruna í skimun á Keflavíkurflugvelli í gær var erlendur ferðamaður með mótefni fyrir veirunni. Hann þarf því ekki að fara í einangrun eða sóttkví. Hinn var Íslendingur, búsettur erlendis, sem er ekki með mótefni og þarf að fara í einangrun. Unnið er að smitrakningu. Þetta sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag.
16.06.2020 - 14:18
Andlát í sundlaug rannsakað sem slys
Andlát eldri manns í Sundhöll Selfoss í gær er rannsakað sem slys, að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Maðurinn lést við sundiðkun og segir Oddur að niðurstaða krufningar leiði í ljós hver dánarorsökin var.
02.06.2020 - 10:59
Eldri karlmaður lést í slysi í Sundhöll Selfoss
Eldri karlmaður lést við sundiðkun fyrir hádegi í dag í Sundhöll Selfoss. Í tilkynningu á Facebook-síðu Lögreglunnar á Selfossi segir að sjúkralið og lögregla hafi verið send á vettvang en að endurlífgun hafi ekki borið árangur.
01.06.2020 - 14:57
Myndskeið
„Við ætlum bara að verða Íslandsmeistarar“
Pepsi Max-deild kvenna hefst eftir tvær vikur. Í fyrra var deildin tveggja hesta kapphlaup en bikarmeistarar Selfoss stefna á að veita Val og Breiðablik samkeppni. Gunnar Birgisson brá sér austur fyrir fjall í vikunni og tók hús á liði Selfoss.
31.05.2020 - 19:30
Gabbið óvenjulegt en ekki einsdæmi
Lögreglan á Suðurlandi hefur lokið skýrslutöku yfir manni sem hringdi í neyðarlínuna í nótt og tilkynnti um að hann hefði séð mann, sem hann nafngreindi, falla í Ölfusá. Í ljós kom að maðurinn nafgreindi sjálfan sig og fylgdist með leitinni frá árbakkanum. Hann á yfir höfði sér sekt eða ákæru, að sögn yfirlögregluþjóns. Málið sé óvenjulegt en ekki einsdæmi.
27.05.2020 - 15:53
Laus úr haldi lögreglu eftir útkall að Ölfusá
Rúmlega tvítugur karlmaður sem var handtekinn í nótt vegna útkalls að Ölfusá hefur verið látinn laus úr haldi lögreglu. Samkvæmt tilkynningu til lögreglu í nótt féll maður í Ölfusá. Það reyndist ekki rétt. Maðurinn viðurkenndi að hafa hringt eftir aðstoð lögreglu vegna málsins og gaf sínar skýringar á því, að því er segir í tilkynningu á Facebook-síðu Lögreglunnar á Suðurlandi.
Fimm milljarðar í breikkun Suðurlandsvegar til 2023
Fulltrúar Vegagerðarinnar og Íslenskra aðalverktaka skrifuðu í dag undir samning um annan áfanga breikkunar Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss. Verksamningurinn hljómar upp á rétt rúma fimm milljarða. Verkinu á að vera lokið haustið 2023.
08.04.2020 - 13:59
Myndskeið
Leggja dansskóna á hilluna vegna COVID-19
Félag eldri borgara á Selfossi hefur beðið þá sem hafa nýlega verið í sólarlandaferð að halda sig frá félagsstarfi næstu vikurnar. Formaður félagsins segir að fólk hafi tekið vel í tilmælin.
28.02.2020 - 08:00
Myndskeið
Telur eðlilegt að framkvæmdin hafi farið fram úr áætlun
Viðgerð á Ráðhúsi Árborgar sem átti að kosta fimm milljónir króna stefnir í að verða að hundrað milljóna króna viðhaldsverkefni. Bæjarfulltrúar vilja rannsókn á framkvæmdunum. Bæjarstjóri segir að eðlilegar skýringar séu á framúrkeyrslunni.
27.02.2020 - 19:37
Árborg að rjúfa 10 þúsund íbúa múrinn
Íbúar Árborgar verða orðnir 10 þúsund í næstu viku. Um 300 íbúðir voru í byggingu á Selfossi í upphafi árs en þrátt fyrir það er eftirspurnin umtalsvert meiri en framboðið.
Ölfusárbrú lokuð fyrir umferð til þrjú í nótt
Lögreglan á Suðurlandi bendir ökumönnum sem eiga leið yfir Ölfusárbrú á að viðgerðir standa yfir á ljósabúnaði brúarinnar. Umferð verður ekki hleypt yfir fyrr en að viðgerð lokinni, sem samkvæmt áætlun ætti að vera um klukkan þrjú í nótt. Ökumenn eru beðnir um að sýna aðgát og þolinmæði á meðan viðgerð stendur.
25.09.2019 - 00:39
Eldur logaði við verslun Krónunnar á Selfossi
Brunavörnum Árnessýslu barst tilkynning um eld við verslanir Krónunnar og Rúmfatalagersins á Selfossi á þriðja tímanum í nótt. Eldur logaði þá í gámi við inngang að bílakjallara verslananna Lögreglan á Selfossi segir að eldsupptök séu ókunn en grunur leiki á að kveikt hafi verið í gámunum.
26.05.2019 - 10:52
Innlent · Eldur · Selfoss
Árvökull nágranni kom í veg fyrir að verr færi
Litlu munaði að illa færi þegar eldur kom upp í fjölbýlishúsi á Selfossi í gærkvöld. Kona var flutt á spítala til aðhlynningar og stigagangurinn rýmdur. Slökkviliðsstjórinn þakkar árvekni nágranna að ekki fór verr.
11.11.2018 - 12:23
Varðhald yfir konunni fellt úr gildi
Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir konu sem hefur verið í haldi vegna rannsóknar lögreglu á bruna á Selfossi á miðvikudaginn í síðustu viku. Gæsluvarðhaldið átti að renna út á fimmtudag. Í framhaldi af niðurstöðu Landsréttar hefur konan hafið afplánun eldri fangelsisdóms, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu. Maður er enn í haldi vegna málsins.
06.11.2018 - 16:15
Konan kærir varðhaldið til Landsréttar
Verjandi konunnar sem situr í gæsluvarðhaldi vegna brunans á Selfossi í síðustu viku hefur ákveðið að kæra gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands til Landsréttar. Hann lýsti þessu yfir um helgina, kæran ætti að berast til réttarins í dag og lögreglan hefur til morguns til að skila Landsrétti greinargerð í málinu, að sögn Odds Árnasonar yfirlögregluþjóns.
05.11.2018 - 10:38
Farið fram á gæsluvarðhald vegna brunans
Lögregla hefur rökstuddan grun um að eldsupptök í einbýlishúsinu við Kirkjuveg á Selfossi í gær, þar sem tvö fórust, séu af mannavöldum. Gert er ráð fyrir að tvær manneskjur sem hafa verið í haldi vegna málsins verði leiddar fyrir dómara síðar í dag og krafist gæsluvarðhalds yfir þeim. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Búið er að taka skýrslu af öðru hinna handteknu og verið er að yfirheyra hitt.
01.11.2018 - 14:32
Myndband
Búið að finna hin látnu í húsinu
Viðbragðsaðilar fundu í morgun karl og konu sem fórust í eldsvoða í húsi við Kirkjuveg á Selfossi í gær. Þau hafa verið flutt í burtu, að sögn Péturs Péturssonar, slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu. Tæknideild lögreglu hefur verið að störfum í rústum hússins í allan morgun. Tvær manneskjur eru enn í haldi lögreglu vegna málsins.
01.11.2018 - 11:57
Talið að maður sé inni í brennandi húsinu
Talið er að maður sé inni í húsinu sem nú brennur við Kirkjuveg á Selfossi. Þetta staðfestir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, í samtali við fréttastofu. Slökkviliðsmönnum hafi hins vegar ekki tekist að komast að honum. Reykkafarar hafi verið sendir inn fljótlega eftir að slökkvistarf hófst en að þurft hafi að kalla þá út aftur þegar ljóst varð að aðstæður voru of hættulegar og farið var að hrynja úr þaki hússins.
31.10.2018 - 16:25
Innlent · Selfoss · Bruni
Talningu lokið - meirihluti vill nýja miðbæinn
Lokatölur íbúakosningarinnar í Árborg sýna að meirihluti kjósenda er hlynntur fyrirhuguðum breytingum á miðbæ Selfoss. Talningu atkvæða lauk um klukkan hálfellefu í kvöld. Kjörsókn í Árborg var 55 prósent. Alls kusu 3.640 af 6.631 sem voru á kjörskrá. Niðurstaða kosninganna í dag eru bindandi fyrir bæjarstjórn Árborgar.
18.08.2018 - 22:24
Kosningin í Árborg orðin bindandi
Rúmlega 40% íbúa Árborgar höfðu kosið í íbúakosningunni um nýjan miðbæ á Selfossi klukkan fimm síðdegis. Það þýðir að kosningin er orðin bindandi, enda lá fyrir að hún yrði það ef meira en 29% íbúa tækju þátt. Kjörstöðum verður lokað klukkan sex og Ingimundur Sigurmundsson, formaður kjörstjórnar, segir að verði kjörsóknin svipuð síðasta klukkutímann og verið hefur nái hún líklega 50 prósentum, sérstaklega þegar litið sé til þess að utankjörfundaratkvæði séu ekki inni í tölunni.
18.08.2018 - 17:27
Um 900 íbúar kosið um nýjan miðbæ á Selfossi
Á hádegi höfðu 890 íbúar í Árborg greitt atkvæði um nýtt miðbæjarskipulag á Selfossi. „Það hefur verið góður straumur í allan morgun. Þetta er heldur meiri kosningaþátttaka heldur en í kosningunum sem voru í maí,“ segir Ingimundur Sigurmundsson, formaður yfirkjörstjórnar í Árborg. Þá var kjörsókn utankjörfundar einnig góð.
18.08.2018 - 12:53
Kjósa um framtíð miðbæjarins á Selfossi
Íbúar í sveitarfélaginu Árborg greiða atkvæði um nýjan miðbæ á morgun. Flestir sem fréttastofa náði tali af í dag eru sammála um að aðgerða sé þörf á reitnum.
17.08.2018 - 19:03
Hvetur Árborgarbúa til þátttöku á laugardag
Greidd verða atkvæði á laugardaginn um hvort breytingar sem bæjarstjórn Árborgar samþykkti hinn 21. febrúar 2018 á aðalskipulagi Selfoss vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í miðbæ Selfoss taki gildi.
16.08.2018 - 14:22