Færslur: Sektir og gjöld

Almannavarnir leiðrétta svar Víðis um sekt á landamærum
Ferðamenn sem koma hingað til lands þurfa að framvísa neikvæðu covid-prófi. Þá gildir einu hvort þeir eru íslenskir eða erlendir. Þeir sem ekki hafa vottorð um neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku meðferðis gætu þurft að greiða 100 þúsund króna sekt við komuna til landsins. 
Stjórnendur ísbúðarinnar Huppu biðjast afsökunar
Greint var frá því á þriðjudag að Persónuvernd hafi sektað Ísbúð Huppu um fimm milljónir króna vegna rafrænnar vöktunar í starfsmannarými þar sem starfsmenn, sem margir eru undir lögaldri, hafa fataskipti. Stjórnendur ísbúðarinnar segja eingöngu öryggissjónarmið hafa legið að baki vöktuninni. Myndavélarnar hafi eingöngu verið settar upp til þess að gæta öryggis starfsmanna, fyrirtækisins og þeirra sem ættu erindi inn á lagerinn.
01.07.2021 - 09:56
Persónuvernd sektar Ísbúð Huppu um fimm milljónir
Persónuvernd hefur sektað Ísbúð Huppu um fimm milljónir króna vegna rafrænnar vöktunar í starfsmannarými í einni af ísbúðum fyrirtækisins. Starfsmenn, sem margir eru undir lögaldri, hafa fataskipti í rýminu sem myndavélin er.
29.06.2021 - 18:44
Má búast við sekt fyrir að leyfa dans innandyra
Veitingahúseigandi í Álaborg í Danmörku á yfir höfði sér sekt fyrir að leyfa gestum sínum að stíga dans þar innandyra. Það er brot á sóttvarnarreglum.
29.05.2021 - 10:07
Stöðvaður á 154 kílómetra hraða á Ólafsfjarðarvegi
Lögreglan á Norðurlandi eystra stöðvaði ökumann á 154 kílómetra hraða á Ólafsfjarðarvegi í dag. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar og upplýst að viðurlög við broti af þessu tagi séu ökuleyfissvipting og 210 þúsund króna sekt í ríkissjóð.
Boeing greiðir 2,5 milljarða dala í sektir og bætur
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur fallist á að greiða ríflega 2,5 milljarða bandaríkjadala, eða sem nemur 316 milljörðum íslenskra króna, í bætur og sektir fyrir að hafa leynt upplýsingum um ástand 737 MAX flugvélanna eftir tvö mannskæð flugslys.
08.01.2021 - 06:22
Þúsundir brutu sóttvarnarreglur í Lundúnum
Lúndúnalögreglan hyggst sekta 217 eftir að upp komst um óleyfilega tónleika og fjölmenn veisluhöld í borginni á gamlárskvöld. Þúsundir komu saman víða um borgina þrátt fyrir strangar reglur sem banna fjölmennar samkomur.
Myndskeið
3 sektaðir fyrir brot í samkomubanni
Tvö fyrirtæki og einn einstaklingur hafa verið sektuð fyrir brot í samkomubanni. Átján mál eru til rannsóknar. Á þriðja hundrað mál hafa verið rannsökuð en reyndust ekki vera brot. Yfirlögregluþjónn fagnar því hversu fá brotin hafi verið og þakkar það samstöðu fólks.
29.05.2020 - 21:15
10.000 kr. sekt fyrir að leggja fyrir brunahana
Stöðuverðir og lögregla mega sekta ökumenn bíla um 10.000 krónur ef þeir leggja ólöglega, til dæmis fyrir brunahana, fyrir innkeyrslu eða öfugt miðað við akstursstefnu götu. Þessi breyting varð um áramót þegar ný umferðarlög tóku gildi.
13.02.2020 - 13:19