Færslur: Seinni heimsstyrjöldin

Fullorðnir Bandaríkjamenn vita lítið um helförina
Nærri tveir af hverjum þremur Bandaríkjamönnum á aldrinum 18 til 39 ára vita ekki að sex milljónir gyðinga voru drepnir í helför nasista. Fleiri en einn af hverjum tíu telja gyðinga hafa valdið helförinni. 
16.09.2020 - 14:54
Herskip fannst við athugun á háspennuköplum
„Stundum finnum við sögulegar minjar, en ég hef aldrei fundið neitt jafn spennandi og þetta," hefur AFP fréttastofan eftir Ole Petter Hobberstad, yfirverkfræðingi Statnett í Noregi. Við eftirlit á rafmagnsköplum neðansjávar fundu starfsmenn Statnett þýska herskipið Karlsruhe, sem var sökkt með tundurskeyti frá breskum kafbáti í apríl árið 1940. Skipið fannst á nærri fimm hundruð metra dýpi undan Kristiansand við suðurströnd Noregs.
13.09.2020 - 07:40
Eyddu leifum af sprengjum í Hlíðarfjalli
Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar eyddi í gær gömlum leifum af sprengjum sem fundust í Hlíðarfjalli í síðustu viku. Sögugrúskari sem fann sprengjubrotin segist ekki geta neitað því að hafa orðið dálítið smeykur við fundinn.
Dómur fellur yfir fyrrverandi fangaverði nasista
Fyrrverandi fangavörður Nasista var í dag dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir aðkomu að fjöldamorðum í seinni heimsstyrjöldinni.  
Bresku braggarnir hverfa úr Borgarnesi
Verið er að rífa tvo bragga sem standa við Egilsholt í Borgarnesi, til að rýma fyrir nýju skipulagi. Nú munu þeir skipta um aðsetur.
Söngkonan Vera Lynn látin
Breska söngkonan Vera Lynn er látin 103 ára að aldri. Hún á langan söngferil að baki, byrjaði að syngja opinberlega sjö ára gömul en hún naut mikilla vinsælda meðal breskra hermanna á árum seinni heimstyrjaldar.
18.06.2020 - 09:18
Mannlegi þátturinn
Gengu í gegnum helvíti á jörðu en fengu enga hjálp
Bernd Ogrodnik, einn af fremstu brúðuleikhúsmönnum samtímans, vill rjúfa vítahring þagnar í nýju brúðuverki sem frumsýnt verður 7. mars í Þjóðleikhúsinu. Verkið er hans persónulegasta hingað til, en það hefur tekið hann 15 ár að koma því á fjalirnar.
Myndskeið
75 ár frá frelsun fanga í Auschwitz
Um tvö hundruð eftirlifendur helfararinnar tóku þátt í minningarathöfn í Auschwitz í dag. Sjötíu og fimm ár eru í dag frá því að fangar voru frelsaðir úr útrýmingarbúðunum.
27.01.2020 - 21:00