Færslur: Seinni heimsstyrjöldin

Á samviskunni
Frænka forsætisráðherra vildi bjarga börnum gyðinga
Árið 1938 fór Friðarvinafélagið þess á leit við stjórnvöld að hingað til lands kæmu börn gyðinga sem hætt voru komin á meginlandi Evrópu. Fremst í flokki fór Katrín Thoroddsen en hlaut ekki erindi sem erfiði. Í dag situr náfrænka og nafna Katrínar í embætti því er neitaði börnunum um hæli.
Á samviskunni
Hafa Íslendingar mannslíf á samviskunni?
Salinger-fjölskyldan frá Berlín, Erich, Gertrud og Steffi sem er átta ára gömul, vilja koma til Íslands. „Í ljósi þess að yfirvofandi brottflutningur okkar er knúinn af brýnni nauðsyn, bið ég yður að svara eins fljótt og auðið er,” skrifar Erich þann 5. desember 1938. Svarið er krotað efst á bréfið. „Nei” með rauðum penna. Salinger-fjölskyldan var myrt í Auschwitz.
Sjónvarpsfrétt
Fyrsta herdeildin sem einungis var skipuð svörtum konum
Til stendur að heiðra eftirlifandi hermenn úr fyrstu liðsveit Bandaríkjahers sem eingöngu var skipuð svörtum konum. Þó þær hafi þótt gjaldgengar í herinn var þeim ekki boðið að taka þátt í öllum viðburðum tengdum honum.
18.07.2021 - 19:27
Umdeild lög samþykkt í Póllandi
Neðri deild Pólska þingsins samþykkti lög seint á fimmtudag sem sérfræðingar segja að gætu hindrað kröfur um endurheimt, þar með talið eignir gyðinga sem töpuðust við hernám Nasista í Seinni heimsstyrjöldinni. Fulltrúar Ísrael kalla lögin siðlaus.
25.06.2021 - 13:42
100 ára fyrrum fangavörður nasista ákærður
Aldargamall fyrrum fangavörður í Sachsenhausen-útrýmingarbúðum nasista í Oranienburg í Þýskalandi var í dag ákærður fyrir að hafa „viljandi og vitandi“ átt aðild að 3.518 morðum á árunum 1942-1945. Maðurinn er metinn nógu heilsuhraustur til að vera við réttarhöldin, þrátt fyrir aldur. Þýski miðillinn NDR greinir frá.
08.02.2021 - 17:07
Heiðra hlut Reykjavíkur í orrustunni um Atlantshafið
Hún heitir Spirit of Reykjavík eða Kjarkur Reykjavíkur. Ný eftirlitsflugvél breska hersins var nefnd þessu nafni í heiðursskyni við það hlutverk sem íbúar Reykjavíkur gegndu í sigri bandamanna í orrustunni um Atlantshafið í heimsstyrjöldinni síðari.
Fullorðnir Bandaríkjamenn vita lítið um helförina
Nærri tveir af hverjum þremur Bandaríkjamönnum á aldrinum 18 til 39 ára vita ekki að sex milljónir gyðinga voru drepnir í helför nasista. Fleiri en einn af hverjum tíu telja gyðinga hafa valdið helförinni. 
16.09.2020 - 14:54
Herskip fannst við athugun á háspennuköplum
„Stundum finnum við sögulegar minjar, en ég hef aldrei fundið neitt jafn spennandi og þetta," hefur AFP fréttastofan eftir Ole Petter Hobberstad, yfirverkfræðingi Statnett í Noregi. Við eftirlit á rafmagnsköplum neðansjávar fundu starfsmenn Statnett þýska herskipið Karlsruhe, sem var sökkt með tundurskeyti frá breskum kafbáti í apríl árið 1940. Skipið fannst á nærri fimm hundruð metra dýpi undan Kristiansand við suðurströnd Noregs.
13.09.2020 - 07:40
Eyddu leifum af sprengjum í Hlíðarfjalli
Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar eyddi í gær gömlum leifum af sprengjum sem fundust í Hlíðarfjalli í síðustu viku. Sögugrúskari sem fann sprengjubrotin segist ekki geta neitað því að hafa orðið dálítið smeykur við fundinn.
Dómur fellur yfir fyrrverandi fangaverði nasista
Fyrrverandi fangavörður Nasista var í dag dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir aðkomu að fjöldamorðum í seinni heimsstyrjöldinni.  
Bresku braggarnir hverfa úr Borgarnesi
Verið er að rífa tvo bragga sem standa við Egilsholt í Borgarnesi, til að rýma fyrir nýju skipulagi. Nú munu þeir skipta um aðsetur.
Söngkonan Vera Lynn látin
Breska söngkonan Vera Lynn er látin 103 ára að aldri. Hún á langan söngferil að baki, byrjaði að syngja opinberlega sjö ára gömul en hún naut mikilla vinsælda meðal breskra hermanna á árum seinni heimstyrjaldar.
18.06.2020 - 09:18
Mannlegi þátturinn
Gengu í gegnum helvíti á jörðu en fengu enga hjálp
Bernd Ogrodnik, einn af fremstu brúðuleikhúsmönnum samtímans, vill rjúfa vítahring þagnar í nýju brúðuverki sem frumsýnt verður 7. mars í Þjóðleikhúsinu. Verkið er hans persónulegasta hingað til, en það hefur tekið hann 15 ár að koma því á fjalirnar.
Myndskeið
75 ár frá frelsun fanga í Auschwitz
Um tvö hundruð eftirlifendur helfararinnar tóku þátt í minningarathöfn í Auschwitz í dag. Sjötíu og fimm ár eru í dag frá því að fangar voru frelsaðir úr útrýmingarbúðunum.
27.01.2020 - 21:00