Færslur: Seðlabankinn

Spegillinn
Fyrirtæki ættu að hafa svigrúm til að lækka vöruverð
Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnisstjóri verðlagseftirlits ASÍ segir vegna aukinnar sölu og hagstæðs vaxtaumhverfis hafi fyrirtækin svigrúm til að lækka verð. Aðeins hafi dregið úr verðhækkunum. Róbert Farestveit, sviðstjóri og hagfræðingur hjá ASÍ, segir ekki æskilegt að hækka vexti til að halda aftur af verðbólgu
15.04.2021 - 16:57
Óttast að greiðsluvandi breytist í skuldavanda
Seðlabankinn óttast að greiðsluvandi ferðaþjónustufyrirtækja breytist í skuldavanda nú þegar hillir undir lok kórónuveirufaraldursins og fyrirtæki þurfa að byrja að borga af lánum sínum á ný.
Ekki víst að verðbólga hjaðni að ráði fyrr en í apríl
Verðbólga verður áfram yfir þolmörkum verðbólgumarkmiðs Seðlabankans að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka. Þar er því spáð að vísitala neysluverðs hækki um 0,7% í febrúar og því hjaðni tólf mánaða verðbólga niður í 4,1% úr 4,3%.
Gjaldeyrissala Seðlabankans skipti sköpum
Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði á nýliðnu ári hafi komið í veg fyrir verulega veikingu krónunnar. Hann telur líklegt að gengi krónunnar verði í jafnvægi fram á vor.
04.01.2021 - 12:14
Peningastefnan hjálpað til að bregðast við faraldrinum
Aukinn sveigjanleiki í peningastefnu Seðlabankans í kórónuveirufaraldrinum hefur gert heimilum og fyrirtækjum auðveldara um vik að takast á við afleiðingar hans.
Vilja að ríkið og Seðlabankinn styðji sveitarfélögin
Samband íslenskra sveitarfélaga og stjórnendur stærstu sveitarfélaga landsins fara fram á að Seðlabankinn og ríkissjóður aðstoði sveitarfélögin við að leysa úr fjárhagsvanda þeirra. Þann vanda megi enda að miklu leyti rekja til vanfjármögnunar í ákveðnum málaflokkum, sem færðir hafa verið til sveitarfélaganna frá ríkinu á síðustu árum. Frá þessu er greint í Markaðinum, viðskiptakálfi Fréttablaðsins í dag.
Seðlabankinn sýknaður en þarf að greiða Þorsteini bætur
Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sýknaður af kröfum Samherja, sem krafðist rúmlega 300 milljóna króna í bætur frá bankanum. Seðlabankinn þarf hins vegar að greiða Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, skaðabætur upp á tæpar tvær og hálfa milljón með vöxtum.
Krónan heldur áfram að veikjast
Krónan hefur tapað allt að 20 prósent af verðgildi sínu gagnvart helstu gjaldmiðlum það sem af er þessu ári. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir viðbúið að Seðlabankinn þurfi að beita sér af meiri krafti á gjaldeyrismarkaði ef krónan heldur áfram að veikjast.
Selur gjaldeyri til að sporna gegn veikingu krónunnar
Seðlabankinn tilkynnti í dag að hann ætli að hefja sölu á gjaldeyri úr gjaldeyrisvaraforða sínum í næstu viku. Selja á allt að 240 milljón evrur, andvirði 40 milljarða króna, út þennan mánuð. Þetta tilkynnti Seðlabankinn sama dag og Fréttablaðið greindi frá því að lífeyrissjóðir hygðust fara að fjárfesta aftur erlendis. Það höfðu þeir ekki gert í hálft ár samkvæmt samkomulagi við Seðlabankann sem var gert til að bregðast við efnahagsáhrifum COVID-19 faraldursins.
09.09.2020 - 20:43
Lögmaður Seðlabankans notaði Aserta-málið sem fordæmi
Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður Seðlabankans, sagði varnir bankans af ýmsum toga og það væri rakið í greinargerð bankans. Í stuttu málið krefðist bankinn sýknu. Hann benti á að það hefðu aldrei fallið neinir efnislegar dómar um efni rannsóknar Seðlabankans og varði drjúgum tíma í að ræða Aserta-málið svokallaða.
09.09.2020 - 16:34
Sagði Seðlabankann hafa verið í veiðiferð
Garðar Gíslason, lögmaður Samherja, fór hörðum orðum um Seðlabankann þegar munnlegur málflutningur fór fram í skaðabótamáli útgerðarfyrirtækisins gegn Seðlabankanum í dag. Hann sagði að Seðlabankinn hefði aldrei haft neinn rökstuddan grun um meint brot félagsins þegar ráðist var í þessar umfangsmiklu aðgerðir. „Seðlabankinn var í veiðiferð.“
09.09.2020 - 15:06
Jón Óttar fékk 135 milljónir fyrir Seðlabankamálið
Jón Óttar Ólafsson, afbrotafræðingur og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, hefur starfað fyrir Samherja frá árinu 2013 og ráðgjafastofa hans rukkaði útgerðarfélagið um 135 milljónir króna fyrir vinnu sína sem tengdist rannsókn Seðlabanka Íslands á meintum gjaldeyrislagabrotum félagsins. Þetta er stærsti hluti 305 milljóna króna skaðabótakröfu Samherja á hendur bankanum, að því er fram kom í máli lögmanns bankans fyrir dómi í dag.
09.09.2020 - 12:52
Kastljós
Sjáðu Kastljósþáttinn um Samherja
Samherji birti í dag myndband þar sem því er haldið fram að Helgi Seljan fréttamaður og Ríkisútvarpið hafi falsað gögn við gerð Kastljósþáttar árið 2012 um rannsókn Seðlabankans á Samherja.
11.08.2020 - 21:07
Rannsókn á meintum leka hefur tafist vegna faraldursins
Rannsókn Lögreglunnar á Vestfjörðum á meintum leka frá Seðlabankanum til RÚV hefur lítið þokast áfram. Ástæðan er COVID-19 faraldurinn, að sögn Karls Inga Vilbergssonar, lögreglustjóra á Vestfjörðum. Hann segir að faraldurinn hafi haft áhrif á rannsóknir fleiri mála en þessa. Nú horfi hins vegar til betri vegar. Það sé þó ekkert hægt að segja til um það hvenær rannsókninni ljúki.
29.05.2020 - 15:04
Seðlabankinn geti lækkað vexti um hálft prósentustig
Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins gera ráð fyrir allt að 18 prósenta samdrætti í landsframleiðslu í ár. Aðalhagfræðingur Viðskiptaráðs segir Seðlabankann geta lækkað stýrivexti um hálft prósentustig í viðbót.
Bankar taki þátt í aðgerðum og takmarki arðgreiðslur
Bankar og aðrar lánastofnanir ættu að taka virkan þátt í aðgerðum stjórnvalda með lánum til viðskiptavina og endurskipulagningu lífvænlegra fyrirtækja. Þá er varað við því að lokun bankaútibúa, fjarvinna starfsfólks og hraðar verðbreytingar á mörkuðum geti orðið til þess að þeir sem stunda peningaþvætti, svik og önnur efnahagsbrot finni sér nýjar leiðir til þess.
08.04.2020 - 10:47
Verðbólguhorfur nokkuð góðar þrátt fyrir óvissuna
Mikil óvissa er til staðar á mörkuðum og hefur krónan veikst að jafnaði um 13% gagnvart helstu erlendum gjaldmiðlum frá áramótum vegna áhrifa COVID-19 faraldursins. Þrátt fyrir það spáir greiningardeild Íslandsbanka að verðbólga verði enn undir markmiði Seðlabankans í júlí.
07.04.2020 - 12:38
Hækka þjónustugjöld vegna lækkunar stýrivaxta
Fyrirtækið Valitor hefur hækkað þóknun vegna færsluhirðingar hjá tilteknum viðskiptavinum sínum. Ástæðan er mikil lækkun á stýrivöxtum Seðlabankans að undanförnu. Valitor ávaxtar fé frá kaupmönnum frá þeim tíma sem greiðsla frá korthafa berst, og þangað til gert er upp við kaupmenn. Með lækkun stýrivaxta að undanförnu hefur þessi ávöxtun lækkað jafnt og þétt. Hvorki KORTA né Borgun hyggjast hækka gjöld vegna þessa.
Spegillinn
Mikilvæg skref hjá Seðlabankanum
Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir að seðlabankinn hafi stigið mjög mikilvæg skref á einni viku. Stýrivextir hafi verið lækkaðir og sömuleiðis bindiskylda bankanna. Einnig hafi verið ákveðið að afnema sveiflujöfnunarhvatann. Hún segir að staðan sé grafalvarleg.
19.03.2020 - 15:15
Spegillinn
Stórt högg á þjóðarbúið
Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir ljóst að það verður mikið áfall í efnahagsmálum hér á landi. Aðgerðir bankans sem kynntar voru í dag miði að því að milda þetta áfall. Hann segir að miðað við þróunina í Kína megi búast við að hér verði stórt högg á þjóðarbúið á fyrri hluta ársins.
18.03.2020 - 17:00
Þrír sérfræðingar skipaðir í fjármálastöðugleikanefnd
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur skipað þrjá sérfræðinga í fjármálastöðugleikanefnd sem tekur til starfa á þessu ári í samræmi við ný lög um Seðlabanka Íslands.
06.03.2020 - 14:21
Seðlabanki setur ofan í við öll stóru tryggingafélögin
Fjármálaeftirlitið gerir athugasemd við framsetningu á tilboðum allra fjögurra stærstu tryggingafélaganna á Íslandi til vátryggingataka. Telur Fjármálaeftirltið að framsetning kostnaðar með þeim hætti sem tryggingafélögin Sjóvá-Almennar, TM, VÍS og Vörður setja hann fram sé hvorki í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti á vátryggingamarkaði né geti þessi framsetning miðað að því að hafa hagsmuni vátryggingataka að leiðarljósi.
11.02.2020 - 11:16
Dæmi um að erlendir bankar hafni greiðslum frá Íslandi
Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að einstaklingar og fyrirtæki hér á landi hafi ekki getað borgað eitthvað af erlendum reikningum sínum síðustu vikur. Tveir bankar í Rúmeníu hafi til að mynda lokað á greiðslur frá Íslandi eftir að Ísland var sett á gráan lista FATF, alþjóðlegs starfshóps um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
10.01.2020 - 14:07
Myndskeið
Getum verið þakklát fyrir mjúka lendingu
Seðlabankastjóri segir að svo virðist sem íslenskt efnahagslíf sleppi tiltölulega vel frá þeim samdrætti sem spáð er í hagkerfinu. Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í morgun, þriðja mánuðinn í röð, og hafa þeir nú aldrei verið lægri.
06.11.2019 - 19:53
Telur eðlilegt að vísa málinu til lögreglu
Seðlabankastjóri segir eðlilegt að forsætisráðherra hafi tilkynnt lögreglu um meintan upplýsingaleka frá bankanum vegna húsleitar hjá Samherja. Það sé jákvætt að ganga úr skugga um að engin brot hafi verið framin.
06.11.2019 - 18:00