Færslur: Seðlabankinn

Óraunhæft að sækja verulega aukin lífsgæði í stöðunni
Þrátt fyrir hækkandi vexti og verðbólgu segir fjármálaráðherra stöðu íslenska hagkerfisins öfundsverða. Hann segir óraunhæft að ætla að sækja verulega aukin lífsgæði í kjarasamningum við þær aðstæður sem nú eru uppi.
„Þessi fídus getur verið hættulegur“
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að verðtryggð lán, eins og þau eru sett upp hér á landi, geti skapað forsendur fyrir áhættusækni. Lánastofnanir þurfi að taka tillit til þess þegar fólki sé ráðlagt um lántöku.
„Vandræðin eru fyrst og fremst skortur á framboði”
Seðlabankinn hefur lækkað veðsetningarhlutfall fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr níutíu prósentum í áttatíu og fimm prósent. Tilgangurinn er að bregðast við hækkandi fasteignaverði og mikilli skuldsetningu ungmenna. 
15.06.2022 - 12:10
Efnahagslífið öflugra og verðbólga gæti enn aukist
Hætt er við að verðbólga aukist enn frekar ef þeir sem ákveða verð og kaup og kjör gera ráð fyrir mikilli verðbólgu í ákvörðunum sínum, segir Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri. Öflugri gangur í efnahagslífinu en gert var ráð fyrir í vor þýðir að verðbólga gæti orðið enn meiri en spáð hefur verið.
13.06.2022 - 17:50
Bjarni boðar aðgerðir fyrir tekjulága
Fjármálaráðherra hyggst grípa til aðgerða til að styðja við tekjulága á meðan unnið er að lækkun verðbólgu. Þá hefur viðskiptaráðherra sett saman hóp til að fylgjast með verðlagi og óhóflegum verðhækkunum.
05.05.2022 - 13:10
Sjónvarpsfrétt
Seðlabankinn keyrir upp vexti vegna verðbólgu
Seðlabankastjóri gerir ráð fyrir að vextir hækki enn frekar á komandi mánuðum og óttast að kjarasamningar kyndi verðbólgubálið enn frekar. Verðbólga hefur ekki verið meiri í tólf ár.
04.05.2022 - 20:04
„Allir landsmenn tapa á verðbólgu“
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að Seðlabankinn hafi sent skýr skilaboð með hækkun stýrivaxta í morgun. Vextirnir hækkuðu um heilt prósentustig.
04.05.2022 - 12:46
Viðtal
Flest bendi til að verðbólga aukist enn frekar
Seðlabankastjóri gerir ráð fyrir að verðbólga eigi eftir að hækka enn frekar og verði í kringum átta prósent á þriðja og fjórða ársfjórðungi. Efnahagshorfur hafi versnað verulega og hann óttast að kjarasamningar kyndi verðbólgubálið enn frekar.
04.05.2022 - 12:23
Viðtal
Segir bjart yfir þrátt fyrir mikla verðbólgu
Þrátt fyrir mikla verðbólgu þá er bjart yfir í efnahagsmálum að mati Bergþóru Baldursdóttur, hagfræðings hjá Íslandsbanka. Þó megi búast við því að verðbólga hækki meira áður en hún lækkar. Stríðið í Úkraínu og kórónuveirufaraldurinn hafi áhrif á innflutta verðbólgu, sem leiðir til hækkandi verðs á innfluttum vörum.
30.03.2022 - 09:58
Sjónvarpsviðtal
Áratugs langri deilu við það að ljúka
Átökum Samherja og Seðlabankans sem hafa staðið yfir í nærri áratug var framhaldið í Landsrétti í morgun þar sem aðalmeðferð fór fram í skaðabótamáli Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra fyrirtækisins, gegn bankanum. Þorsteinn Már segir að ekki séu frekari málaferli framundan og telur komið að endapunkti. Lögmaður Samherja sagði Seðlabanka hafa haldið málinu áfram þrátt fyrir að vita betur. Lögmaður Seðlabanka sagði málið ekki jafn klippt og skorið og Samherjamenn vilji láta.
14.02.2022 - 18:30
Spegillinn
Einfaldlega ekki rétt að verðbólgan sé innflutt
Verðbólgan er ekki innflutt og stýrivaxtahækkun Seðlabankanks í gær snerist fyrst og fremst um að taka til baka aðgerðir sem ráðist var í til að bregðast við faraldrinum. Þetta segir Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem á sæti í peningastefnunefnd Seðlabankans.
10.02.2022 - 20:25
Kastljós
Segir vexti lága og stöðu heimilanna aldrei betri
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, vísar því á bug ummælum forseta ASÍ um að Seðlabankinn hafi misst tök á húsnæðismarkaði og sé með stýrivaxtahækkunum að leysa sjálfskapaðan vanda. Hann segir vexti vera lága í sögulegu samhengi og almennt séu kjör fólks í landinu góð, ekki síst vegna aukins kaupmáttar.
Brást hart við spurningum um mögulega sök Seðlabanka
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri brást hart við spurningu um hvort að stýrivaxtalækkanir í upphafi covid-faraldurs hefðu valdið verðhækkunum á húsnæðismarkaði og hvort að bankinn væri nú að bregðast við sjálfsköpuðum vanda með hækkun stýrivaxta. Hann sagði að orð fólks sem beindi sök að Seðlabankanum virtist bera keim af minnisleysi. Ásgeir bætti við að þveröfugt við gagnrýnina þá hefðu aðgerðir Seðlabankans skilað góðum árangri; tekist hefði að verja kaupmátt og atvinnusköpun.
09.02.2022 - 11:16
Peningastefnunefnd rökstuddi stýrivaxtahækkun
Fundur peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands hófst klukkan 9.30, en á fundinum var farið yfir þá ákvörðun að hækka stýrivexti um 0,75% eins og tilkynnt var í morgun.
09.02.2022 - 09:10
Stýrivextirnir hækka um 0,75 prósentur
Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði í dag stýrivexti um 0,75 prósentustig, líkt og verið hafði spáð undanfarið. Vextirnir eru hækkaðir í skugga vaxandi verðbólgu en ýmsir höfðu orðið til að hvetja Seðlabankann til að hækka vexti ekki, svo sem forseti Alþýðusambands Íslands sem sendi peningastefnunefnd bréf þess efnis í gær. Seðlabankinn spáir fimm prósenta verðbólgu á þessu ári, sem er tvöfalt verðbólgumarkmið bankans. Bankinn gerir ráð fyrir enn meiri verðbólgu á fyrsta ársfjórðungi, 5,8%.
09.02.2022 - 08:37
Áhyggjur af því að efnahagsbatinn gæti verið brothættur
Nefndarmenn í peningastefnunefnd Seðlabankans voru sammála um að hækka þyrfti vexti bankans en greindi á um hversu mikið. Vextir voru hækkaðir um 0,5 prósentur en nokkrir nefndarmenn vildu stíga varlega til jarðar. Áhrif vaxtahækkana væru meiri nú og atvinnuleysi gæti aukist þegar dregið verði úr stuðningsaðgerðum stjórnvalda vegna faraldursins. Því gæti efnahagsbatinn sem náðst hefur eftir að faraldurinn hófst verið brothættur.
02.12.2021 - 09:53
Viðbúið að launahækkanir leiði til aukinnar verðbólgu
Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir viðbúið að þær launahækkanir sem eru framundan á almennum vinnumarkaði leiði til aukinnar verðbólgu og því hafi það ekki komið á óvart að seðlabankinn hafi ákveðið að hækka stýrivexti.
Segir seðlabankastjóra breiða yfir eigin mistök
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að seðlabankastjóri ráðist á launafólk og verkalýðsforystuna til að breiða yfir eigin hagstjórnarmistök. Hann gagnrýnir harðlega ákvörðun bankans um að hækka stýrivexti.
17.11.2021 - 16:15
Hækka stýrivexti um 0,5 prósentustig
Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 0,5 prósentustig. Þetta er í fjórða sinn í röð sem bankinn hækkar vexti á þessu ári.
17.11.2021 - 08:33
Sjónvarpsfrétt
Allar líkur á fjórðu vaxtahækkuninni
Allar líkur eru á að stýrivextir Seðlabankans hækki í vikunni, fjórða skiptið í röð. Fjármálaráðherra segir að ekki standi til að draga tímabundið úr opinberum álögum til að mæta verðhækkunum.
Undirbúningur hafinn að sölu Mílu
Síminn er langt kominn með sölu á dótturfyrirtækinu Mílu sem rekur ljósleiðarakerfi um allt land. Síminn á í einkaviðræðum við stórt alþjóðlegt fyrirtæki um söluna.
Silfrið
Gríðarleg kjarabót fylgir lágum vöxtum
Brýnt er að tryggja verðstöðugleika næstu árum. Hagkerfið virðist vera að rísa og hagvöxtur að aukast, skatttekjur hins opinbera vaxa þar með. Hagfræðingar ræddu hagkerfið og ríkisstjórnarmyndun í Silfrinu í morgun.
Silfrið
Segir forgangsmál að halda viðvarandi lágu vaxtastigi
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að eitt forgangsatriða þeirra stjórnvalda sem taki við að loknum kosningum um næstu helgi verði að halda viðvarandi lágu vaxtastigi.
Spá óbreyttum stýrivöxtum fram í október
Hagfræðideild Landsbankans spáir því að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum að minnsta kosti fram í október. „Undir eðlilegum kringumstæðum væri nefndin eflaust að íhuga næsta skref í hækkunarferlinu. Nýjasta Covid-bylgjan hefur hins vegar sett strik í reikninginn og líklegt er að efnahagsbatinn næstu mánuði verði hægari en ella,“ segir í nýjustu Hagsjá hagfræðideildarinnar. 
Einn vildi enn meiri vaxtahækkun
Einn af fimm nefndarmönnum í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands vildi hækka stýrivexti meira en gert var um miðjan maí.