Færslur: Seðlabanki Íslands

Minni inn- og útflutningur og sjö milljarða afgangur
Sjö milljarða afgangur var á viðskiptajöfnuði við útlönd á öðrum ársfjórðungi, samanborið við 16,7 milljarða afgang ársfjórðunginn á undan. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Seðlabanka Íslands. Þar segir ennfremur að afgangurinn hafi verið rúmlega níu milljörðum minni en á sama ársfjórðungi í fyrra.
Viðtal
Veturinn gæti orðið erfiður
Komandi vetur gæti mögulega orðið erfiður efnahagslega en brugðist verður við samdrættinum af öllum mætti, segir Ásgeir Jónsson, Seðlabankastjóri. „Það verða vandamál sem bíða en ég trúi því að við getum leyst þau,“ sagði hann í viðtali í Kastljósi í kvöld.
Yfirlýsingar Ragnars Þórs „út úr öllu korti“
Seðlabankastjóri segir að tryggja þurfi sjálfstæði stjórnarmanna lífeyrissjóða, í samþykktum sjóðanna og mögulega með lögum. Hann segir yfirlýsingar formanns VR, um að stjórnarmönnum VR í Lífeyrissjóði verslunarmanna verði skipt út ef þeir fari ekki að tilmælum stéttarfélagsins, út úr öllu korti.
24.07.2020 - 12:43
Seðlabankastjóri vill tryggja sjálfstæði stjórnarmanna
Seðlabankinn mun beita sér fyrir því að sjálfstæði stjórnarmanna lífeyrissjóða verði tryggt til frambúðar og eyða öllum grunsemdum um skuggastjórnun.
Mótmælir sönnunargildi bókar um gjaldeyriseftirlitið
Hlutar greinargerða Seðlabankans í skaðabótamálum Samherjamanna voru afmáðir að beiðni Samherja áður en fréttastofa fékk þær afhentar. Bankinn mótmælir því sérstaklega í greinargerðunum að bók um gjaldeyriseftirlitið og sjónvarpsþáttur á Hringbraut hafi sönnunargildi í málunum.
21.07.2020 - 17:45
SA kallar eftir viðbrögðum SÍ við yfirlýsingu VR
Samtök atvinnulífsins kalla eftir viðbrögðum fjármálaeftirlits Seðlabankans við afskiptum stjórnar VR af Lífeyrissjóði Verzlunarmanna í kjölfar fregna af uppsögnum flugfreyja hjá Icelandair. Þau eru með verulegar aðfinnslur við vinnubrögð stjórnar sjóðsins.
Býst ekki við verðbólgu þrátt fyrir veikari krónu
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir ekkert benda til þess að verðbólga láti á sér kræla í bráð. Í viðtali í Morgunblaðinu segir hann að samdráttur í hagkerfinu í haust muni halda aftur af verðhækkunum. Verðbólgan hafi verið undir markmiðum Seðlabankans í mars þegar gengið tók að veikjast og hún hafi fylgt markmiðum bankans og verið um 2,5 prósent á fyrri helmingi ársins.
17.07.2020 - 08:49
Vanskil og gjaldþrot gætu aukist með haustinu
Áhrif farsóttarinnar á fjármálastöðugleika eru ekki komin fram að fullu og samdráttur gæti varað lengur en vonir stóðu til. Fjöldi fólks sem er á uppsagnarfresti sér fram á tekjutap.
01.07.2020 - 22:10
Kreppuáhrif ekki enn komin fram
Hrun ferðaþjónustunnar blasir við og samdráttar gætir í öllum atvinnugreinum samkvæmt greiningu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands. Áhrifa COVID-19-farsóttarinnar á fjármálastöðugleika gætir þó að litlu leyti enn sem komið er. Þá er spáð verulegri virðisrýrnun hjá bönkunum sem hefur ekki enn komið fram.
SÍ gerir ráð fyrir 8% samdrætti landsframleiðslu í ár
Miðað við nýjustu hagvaxtarspár er gert ráð fyrir 8% samdrætti landsframleiðslu í ár, samkvæmt nýju fjármálastöðugleikariti Seðlabanka Íslands. Sveiflujöfnunarauki skal haldast óbreyttur næstu níu mánuði.
Gunnhildur og SÍ ræða um lausn vegna úrskurðarins
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir segist vera í samningaviðræðum við Seðlabanka Íslands vegna niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála. Kærunefndin komst að því að SÍ hafi brotið jafnréttislög þegar hann gekk framhjá henni við ráðningu upplýsingafulltrúa síðasta sumar.
25.06.2020 - 23:57
Viðtal
Hefði viljað sjá vaxtalækkanir skila sér inn í bankana
Það hefði verið æskilegt að sjá stýrivaxtalækkanir Seðlabanka Íslands skila sér betur inn í viðskiptabankana, að mati Katrínar Ólafsdóttur hagfræðings og lektors við Háskólann í Reykjavík. Seðlabankinn hafi sent skýr skilaboð um það. Meginvextir Seðlabankans eru í sögulegu lágmarki, í kringum eitt prósent.
Mega vænta betri lánskjara
Seðlabankinn lækkaði stýrivexti sína í morgun í fjórða sinn í ár. Þess er vænst að lækkunin skili sér í betri lánskjörum fyrir fólk og fyrirtæki.
Telja þörf á enn frekari lækkun stýrivaxta
Samtök iðnaðarins telja að samdrátturinn í efnahagslífinu verði meiri en spá Seðlabankans gerir ráð fyrir. Stýrivaxtalækkun bankans í morgun er skref í rétta átt en þörf er á enn frekari lækkun að sögn samtakanna.
Beint
Kynna ákvörðun um lækkun stýrivaxta
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, greina nánar frá ákvörðun peningastefnunefndar um lækkun stýrivaxta á fundi klukkan 10. Streymt er frá fundinum.
20.05.2020 - 09:56
Stýrivextir lækkaðir niður í eitt prósent
Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að lækka stýrivexti bankans um 0,75 prósentustig. Meginvextir bankans verða því eitt prósent og hafa aldrei verið lægri.
20.05.2020 - 09:03
Búast við óbreyttu gengi krónunnar næsta árið
Ekki er búist við því að gengi krónunnar lækki frekar á næstu misserum og er því spáð að gengi evru gagnvart krónu verði 160 krónur eftir eitt ár, en er núna 158. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar Seðlabanka Íslands á væntingum markaðsaðila dagana 4. til 6. maí. Leitað var til 28 markaðsaðila á skuldabréfamarkaði, það eru bankar lífeyrissjóðir, verðbréfa- og fjárfestingasjóðir, verðbréfamiðlarar og fyrirtæki með starfsleyfi til eignastýringar. Svör fengust frá 27 þeirra. 
13.05.2020 - 11:20
Íslandsbanki semur við SÍ um veitingu brúarlána
Íslandsbanki og Seðlabanki Íslands undirrituðu í dag samning um að fyrrnefndi bankinn veiti brúarlán til fyrirtækja í samræmi við aðgerðir stjórnvalda til að koma til móts við fyrirtæki vegna efnahagslegra afleiðinga kórónuveirufaraldursins.
Myndskeið
Spá AGS mun dekkri en sviðsmyndir Seðlabankans
Spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir Ísland er umtalsvert svartsýnni en dekkri sviðsmynd Seðlabankans sem birt var fyrir þremur vikum. Hagfræðingur segir spá sjóðsins nærri lagi og það eina sem stjórnvöld geti gert sé að dæla peningum út í hagkerfið til að minnka skellinn.
Hækka þjónustugjöld vegna lækkunar stýrivaxta
Fyrirtækið Valitor hefur hækkað þóknun vegna færsluhirðingar hjá tilteknum viðskiptavinum sínum. Ástæðan er mikil lækkun á stýrivöxtum Seðlabankans að undanförnu. Valitor ávaxtar fé frá kaupmönnum frá þeim tíma sem greiðsla frá korthafa berst, og þangað til gert er upp við kaupmenn. Með lækkun stýrivaxta að undanförnu hefur þessi ávöxtun lækkað jafnt og þétt. Hvorki KORTA né Borgun hyggjast hækka gjöld vegna þessa.
Markaðstölur grænni en hagfræðingar hafa efasemdir
Gengi bréfa í nánast öllum skráðum fyrirtækjum í Kauphöll Íslands hækkaði í dag og hækkun úrvalsvísitölunnar OMX10 nemur 3,26 prósentum. Gengi bréfa í Icelandair hækkaði mest, eða um 14 prósent í 50 milljóna króna viðskiptum. Þá lækkar ávöxtunarkrafa á skráð skuldabréf heilt yfir. 
25.03.2020 - 16:35
Seldi gjaldeyri fyrir 8 milljarða á einni viku
Seðlabanki Íslands seldi gjaldeyri fyrir átta milljarða íslenskra króna í síðustu viku og hefur ekki selt jafn mikinn gjaldeyri í rúman áratug. Var þetta gert til að sporna gegn umtalsverðri lækkun krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum að undanförnu.
18.03.2020 - 06:16
Aðgerðirnar munu hafa áhrif strax
Seðlabankastjóri segir að lækkun stýrivaxta og rýmkuð bindiskylda hafi strax áhrif. Hagspá bankans frá í febrúar er þegar orðin úrelt og útlit er fyrir samdrátt og aukið atvinnuleysi. Aðalhagfræðingur Arion banka segir að tillögurnar sem ríkisstjórnin kynnti í gær séu óljósar og að þær þurfi að útfæra betur.
Seðlabankinn mun grípa til varna vegna COVID-19
„Við erum að fara að grípa til aðgerða mjög fljótlega,“ segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, um aðgerðir til að sporna við efnahagslegum áhrifum COVID-19 veirunnar. Frekari vaxtalækkanir eru líklegar.
Rétti tíminn til að byggja upp innviði
Fjármálaráðherra segir að nú sé rétti tíminn fyrir auknar fjárfestingar á vegum ríkisins. Ríkið geti fengið tugi milljarða fyrir fjórðungshlut í Íslandsbanka til að fjármagna uppbygginu innviða.